Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 7. JANÚAR 2016
– Sjónarmið – Hafdís Gunnarsdóttir
Það er komið nýtt ár. Ný byrj-
un, sem þýða ný áramótaheit.
Mögulega mun þriðjungur af
áramótaheitunum nást. Ég veit
að þetta er óþarfa svartsýni svona
í byrjun árs þegar aðeins nokkrar
blaðsíður af 366 blaðsíðna árs-
bókinni hafa verið skrifaðar og
margir hafa til dæmis ekki enn
bragðað sykur á þessu ári. Eftir
átveislur, gosþamb og svaðalega
áfengisdrykkju yfir hátíðirnar
á nú aldeilis að taka sig í gegn.
Það fer allavega ekki fram hjá
neinum sem fer á facebook því
myndirnar af þessu duglega
fólki eru bókstaflega allstaðar.
Það eru allir á fullu í ræktinni,
nú á loksins að koma sér í form.
Ná af sér jólaspikinu og verða
mjór. Svo eru margir hættir að
borða sykur eða eru komnir
á eitthvað rosalegt mataræði
sem á eftir að láta kílóin fjúka.
Nýjum hollustuuppskriftum er
deilt með vinum á facebook og
reynt að sannfæra þá um að þetta
sé alveg hrikalega gott. Hver getur
sagt nei við glúten-, laktósa- og
sykurlausri möndlumjölspizzu?
Hljómar alveg dásamlega vel,
eða þannig. Einhverjir eru hættir
að drekka. Mögulega voru þeir
ölvaðir eða þunnir eftir áramótin
þegar þeir tóku ákvörðunina um
að segja skilið við bakkus. Sumir
ætla að segja skilið við tóbakið,
vonandi sem flestir. Þeir hafa ef-
laust verið að rembast við að klára
sígarettukartonið á gamlárskvöld
og reykt sig meðvitundarlausa
í leiðinni. Allir ætla verða betri
útgáfan af sjálfum sér. Og þar er ég
engin undantekning. Allt er þetta
gott og blessað. Það er gott að setja
sér markmið og tilfinningin þegar
markmiðiðin nást er engri lík.
En spurningin er, af hverju
erum við að þessu? Ef við skoðum
sértaklega þá sem eru að hamast
í ræktinni og/eða taka mataræðið
í gegn, hver er hvatinn? Einhver
hluti fólks stefnir að því að auka
lífsgæði sín og öðlast betri heilsu,
á meðan annar hluti einblínir á að
missa ákveðinn kílófjölda. Verða
mjórri. Það er ekkert skrítið að
sérstaklega konur vilji verða mjó-
ar því hvert sem við lítum birtast
myndir af kvenlíkömum. Lang
oftast eru þetta fáklæddir, mjóir,
hvítir, stórbrjósta, leggjalangir og
ófatlaðir kvenmanns líkamar. Það
kostulega er að engin af þessum
líkömum eru raunverulegir, því í
lang flestum tilfellum er búið að
breyta myndunum í myndvinnslu-
forritum. Þetta eru margar konur
að miða sig við, sérstaklega ung-
lingsstúlkur. Þessi útlitsdýrkun
er ekkert annað en áróður sem
ýtir meðal annars undir anorexíu
og lotugræðgi. Fyrir vikið eyða
sumar konur nánast allri ævinni
sinni í að vera í megrun og verða
aldrei ánægðar með sig. Sem betur
fer er umræðan um útlitsdýrkun
og afleiðingar hennar nokkuð
hávær og hafa ráðamenn gripið
til aðgerða. Franska þingið setti
á nýliðnu ári lög sem banna of
grannar fyrirsætur í auglýsingum
og á tískusýningum. Þær fyrirsæt-
ur sem ætla að starfa í Frakklandi
þurfa að láta lækni meta heilsu
þeirra áður en þær fá leyfi til
að vinna í fyrirsætubransanum.
Læknirinn mun athuga hæð,
þyngd og líkamsbyggingu við mat
á heilsu þeirra og mega þær ekki
vera með BMI stuðul lægri en 18.
Þeir sem ráða fyrirsætur sem ekki
hafa fengið vottun frá lækni gætu
þurft að greiða 50.000.- evrur og
gætu fengið fangelsisdóm. Þetta
er allavega skref í rétta átt.
En hver sem ástæðan er fyrir
því að fólk mætir í ræktina á ný
eða tekur matarræðið í gegn vona
ég að fólk nái markmiðum sínum
og að ferlið veiti því ánægju.
Þetta verður að vera svolítið
skemmtilegt og veita manni
ánægju, því það er það sem þetta
líf snýst um. Hafa gaman. Það
má búa sig undir að falla stöku
sinnum á leiðinni en þá er bara
að standa aftur upp og halda
áfram. Það koma önnur jól eftir
þessi þar sem við munum aftur
borða á okkur gat og drekka eins
og svín. En það er allt í lagi. Við
tökum okkur á þegar nýja árið
gengur í garð.
Hafdís Gunnars.
Áramótaheit
Í upphafi janúarmánaðar sneri
aftur lestrarátak Ævars vísinda-
manns. Í átaki Ævars sem haldið
var á síðasta skólaári voru 60
þúsund bækur lesnar og því
ærin ástæða til að endurtaka
leikinn. Átakið stendur til 1.
mars 2016 og er fyrir alla krakka
í 1.-7. bekk. Lestrarátakið virkar
þannig að fyrir hverjar þrjár
bækur sem nemendur í 1. - 7.
bekk lesa fylla þau út miða sem
þau sækja í gegnum heimasíðu
Ævars vísindamanns. Foreldri
eða kennari kvitta á hvern miða
og svo verður miðinn settur í
lestrarkassa sem er staðsettur á
skólasafninu í hverjum skóla.
Því fleiri bækur sem börnin lesa
því fleiri miða eiga þau í pottin-
Lestrargarpar
geta orðið að sögu-
hetjum Ævars
um. Í lok átaksins verða dregin
út nöfn fimm barna og fá þau í
verðlaun að verða persónur í nýrri
ævintýrabók eftir Ævar, sem
ber heitið Bernskubrek Ævars
vísindamanns 2: Árás vélmenna-
kennaranna og kemur hún út með
vorinu hjá Forlaginu. Ævar segir
í fréttatilkynningu lestrarátakið
gert af bókaormi, til að búa til
nýja bókaormadýrategund sem
má alls ekki deyja út.
Það skiptir engu máli hvort
bókin sem er lesin sé löng eða
stutt, teiknimyndasaga, mynda-
sögusyrpa eða skáldsaga - bara
svo lengi sem lesið er. Sömuleiðis
skiptir tungumálið sem bókin er
á ekki máli.
annska@bb.is
ÆVAR VÍSINDAMADUR TEKUR
ÞÁTT Í #ALLIRLESA.IS
AÐALSTYRKTARAÐILI
ÆVARS VÍSINDAMANNS
HVAR VERDUR U EGAR RISAEDLURNAR KOMA?
Taktu átt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og ú gætir orðið að persónu í nýrri ævintýrabók sem kemur út næsta vor.
Viltu vera með? Kíktu inn á www.visindamadur.is
Ævar vísindamaður.