Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 11
fimmtudagur 7. JANÚAR 2016 11 Ólafs. Dýrafjarðardagar voru á sínum stað, sem og hið árlega og fjöruga Ögurball. Þrátt fyrir banka- og pósthúsleysi héldu Tálknfirðingar sitt Tálknafjör í tíunda sinn. Guðmundur Fertram, fram- kvæmdastjóri Kerecis var út- nefndur sem „Frumkvöðull árs- ins” af Viðskiptablaðinu. Dragnótabáturinn Jón Hákon BA sökk út af Aðalvík og fórst með honum einn maður, þremur var bjargað. Slysið hefur haft talsverð eftirköst, ekki síst vegna þess að björgunarbátar opnuðust ekki. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður hefur nýtt og sameinað íþróttafélag á norðanverðum Vestfjörðum fengið nafnið Vestri. Ágúst. Nýr eigandi, Bryndís Sigurðar- dóttir, tekur við bb.is og Bæjarins besta fyrsta dag ágústmánaðar, það þótti þokkalega fréttnæmt. Sömuleiðis heyrðust þau tíðindi að búið væri að ráða Höllu Ólafs- dóttur sem starfsmann RÚV á Vestfjörðum og hún myndi mæta þegar liði eitthvað á haustið. Afhendingarhátíð hjúkrunar- heimilisins Eyri var haldin með kurt og pí, þó eiginlega bara með kurt og pí hafi verið fjarverandi. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar (kurt) mættu samviskusamlega til að afhenda þetta glæsilega húsnæði en fulltrúar viðtakenda, Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða (pí) létu ekki sjá sig, né heldur heil- brigðisráðherra eða fulltrúi hans. Þetta þótti mörgum undarlegt. Kæra Eygló, Sýrland kallar, Núpsbræður urðu tafarlaust við kallinu og buðu húsakynni sín í Dýrafirði til afnota fyrir stríðshrjáða meðbræður okkar í veröldinni. Steinshús opnaði í Félags- heimilinu á Nauteyri, helgað minningu Steins Steinars og Raggagarður fagnaði 10 ára afmæli með mikilli hátíð. Fisk- vinnsla Flateyrar hóf störf og þar stendur Margrét Kristjánsdóttir í brúnni. Act Alone sló í gegn á Suður- eyri eina ferðina enn, litli bærinn fyllist af gestum og listafólki. Ævar Einarsson slær ekki slöku við með Noggann og góð þátttaka var í ferðinni á Norðureyri þetta árið. Agnarsmá flugvél TF-LSD nauðlenti í Álftafirði, mikil mildi að engin skyldi slasast. Mál málanna á Ísafirði um verslunarmannahelgina er Mýr- ar boltinn, þátttaka var ágæt en eitthvað var veðrið að stríða móthöldurum. Sandkastalakeppnin í Holti var á sínum stað og gríðarvel sótt, þrátt fyrir leiðindaveður. Sandsballið á Ingjaldssandi stóð fyrir sínu og Súðvíkingar héldu sína Bláberjadaga. September Sjálfsbjörg hélt sinn fyrsta Landsfund í Bolungarvík en salurinn í Félagsheimili Bol- ungarvíkur er vel búin og hjóla- stólafær. Á þinginu voru Birna Hjaltalín Pálsdóttir og Messíana Marsellíusardóttir sæmdar gull- merki Sjálfsbjargar. Réttir voru haldnar víða eins og lög gera ráð fyrir í september og virðist fé hafa skilað sér bæði feitt og fallegt af fjalli. En hjá útverði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í Bolungarvík var starfsmönnum heitt í hamsi vegna uppsagnar Huldu Karlsdóttur, ekki síst vegna ófaglegra vinnubragða yfirmanna HVEST. Önfirðingurinn Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrn- ukona úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks var valin efnileg- Víkingahátíð í Dýrafirði. Mýrarboltinn.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.