Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 7
fimmtudagur 7. JANÚAR 2016 7 Sunddrottningin Kristín Þor- steinsdóttir er Vestfirðingur ársins 2015. Kristín hlaut yf- irburðakosningu í valinu sem fór fram á fréttavefnum bb.is í desembermánuði. Oft hefur meiri spenna einkennt kosningarnar, en núna voru það tveir einstaklingar sem röðuðu inn atkvæðum, þau Kristín og Þröstur Leó Gunnars- son sem var í öðru sæti. Kristín hefur lengi iðkað sund og verið að gera góða hluti í íþróttinni síðustu ár, sem hefur til að mynda skilað henni titlinum íþróttamaður Ísafjarðarbæjar tvö ár í röð. Í nóvember keppti Krist- ín á sínu stærsta móti til þessa, Evrópumeistaramóti DSISO sem fram fór á Ítalíu. Þar gerði hún sér lítið fyrir og setti hvorki fleiri né færri en tvö heimsmet, í 25m flugsundi og 100m skriðsundi, og níu Evrópumet. Þar toppaði hún sjálfa sig og aðra, æ ofan í æ og kom heim með fimm gull- verðlaunapeninga, einn silfur og einn brons. Að auki var hún kosin efnislegasti sundmaður mótsins af þjálfurum og fararstjórum liðanna sem þar kepptu. Kristín og móðir hennar Sig- ríður Hreinsdóttir voru í opnuvið- tali í 47. tölublaði Bæjarins besta í lok nóvembermánaðar. Þar kemur glögglega fram að Kristín hefur einstakan persónuleika, er ósérhlífin, öguð og mikill dugn- aðarforkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Bæjarins besta undir tölublaðaliðnum. Í umsögnum sem kjósendur létu fylgja kosningunni var meðal annars sagt um Kristínu: „Kraftmikil, dugleg og heillandi persónuleiki. Metnaðarfullur íþróttamaður með markmið.“ „Kristín hefur sýnt og sannað að hún er verðug fyrirmynd í leik og starfi. Margfaldur heimsmeistari og yndisleg í alla staði.“ „Frábær íþróttakona og fyrirmynd. Gerir alltaf sitt besta með bros á vör.“ Kristínu var fært viðurkenn- ingarskjal til staðfestingar á valinu, farandgrip frá Gullauga sem Vestfirðingur ársins hefur hjá sér fram að næsta vali, sem og glæsilegan eignargrip smíðaðan af Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Þröst Leó þarf vart að kynna en hann er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar. Þröstur er Bílddælingur og hefur hann varið löngum stundum á æskuslóðun- um, þar sem hann hefur stundað sjómennsku. Hann var meðal skipverja á fiskibátnum Jóni Hákoni sem fórst út af Ritnum Kristín Þorsteinsdóttir Vestfirðingur ársins 2015 í byrjun júlímánaðar. Þröstur vann mikið björgunarafrek er hann komst á kjöl eftir að bátn- um hvolfdi, þegar hann togaði tvo félaga sína upp úr sjónum, Björn Magnússon skipstjóra og Guðmund Reyni Ævarsson stýri- mann. Fjórði maðurinn, Magnús Kristján Björnsson, drukknaði. Þröstur hefur eftir slysið vakið athygli á öryggismálum sjó- manna, t.d. hugsanlegum göllum í björgunarbúnaði. Hann var á dögunum kosinn maður ársins í kosningu Rásar2. Í umsögnum um Þröst var hann sagður hetja og þar væri á ferð góður og gegnheill drengur. Aðr- ar umsagnir voru meðal annars: „Hann vann þrekvirki í sumar þegar hann bjargaði tveimur skipsfélögum sínum. Svo er hann svo hógvær og æðrulaus“ og „Barátta hans fyrir betri vinnu- brögðum á rannsókn sjóslysa.“ Bæjarins besta óskar þeim innilega til hamingju með kosn- inguna og þakkar lesendum þátttökuna. Aðrir sem fengu atkvæði í kosningunni að þessu sinni eru: Áhöfnin á Mardísi, Sigfús Ön- undarson og Jóhann Sigfússon. Gauti Geirsson, Guðjón M. Þorsteinsson, Kristín Jóna Þórar- insdóttir, Jón Guðni Pétursson, Hjörtur Traustason, Baldur Ben Ólafsson, Mikolaj Ólafur Frach, Ásgeir Guðmundur Gíslason, Óskar Jakobsson og Gísli Einar Árnason, Magnús Hauksson, Magna Björk Ólafsdóttir, Björg- unarfélag Ísafjarðar, Sigurjón Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson, Marinó Hákonarson, Ásgeir Överby, Benni Sig., Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir, Ómar Karvel Guðmundsson og starfsfólk Orkubús Vestfjarða. Á síðasta ári var það hjúkr- unarfræðingurinn Magna Björk Ólafsdóttir sem varð hlutskörpust í valinu. Áður hafa fengið nafn- bótina Vestfirðingur ársins þau Guðni Páll Viktorsson (2013), Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands (2012), Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2011), Benedikt Sigurðsson (2010), Halldór Gunnar Pálsson (2009), Egill Kristjánsson (2008), Arna Sigríður Albertsdóttir (2007), Sunneva Sigurðardóttir (2006), Sigríður Guðjónsdóttir (2005), Örn Elías Guðmundsson, Mugi- son (2004), Magnús Guðmunds- son (2003), Hlynur Snorrason (2002) og Guðmundur Halldórs- son (2001).

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.