Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 7. JANÚAR 2016
Vestfjarðarveg nr. 60 til að
safna áheitum fyrir skólaferð.
Vegalengdin var 120 km og
vegurinn illfær. Sundkrakkarn-
ir í Vestra syntu í sólarhring í
fjáröflunarskyni en þau ætla í
æfingaferð á næsta ári.
Efnt var til hreinsunarferðar á
Hornstrandir og komust færri að
vildu. Og í Bolungarvík vöknuðu
íbúar upp við allt annað en vond-
an draum því hugvitsamir íbúar
höfðu límt gula miða út um allan
bæ, á miðunum stóðu skemmtileg
textabrot úr íslenskum lögum
sem pössuðu við viðkomandi
stað.
Skjaldborgarhátíðin var á sín-
um stað á Patreksfirði
Júní
Í tilefni kvennafrídags var bæj-
arstjórn eingöngu skipuð konum
19. júní og fjölmennur hópur
vaskra kvenna gekk um götur
bæjarins til að fagna kvenna-
frídeginum, minnast þeirra sem
ruddu veginn og sameina krafta
til framtíðar. Hátíðardagskrá var
í Alþýðuhúsinu að lokinni göngu
og um kvöldið var skemmtun í
Edinborgarhúsinu.
Melrakkasetrið í Súðavík var
fimm ára í júní og sextánda Ólafs-
túnsveislan var haldin á Flateyri.
Kvikmyndin Albatross sem tekin
var upp í Bolungarvík sló í gegn
í Ísafjarðarbíói. Riddarar Rósu
hlupu maraþon til styrktar Önnu
Sigríði Albertsdóttur sem stefnir
á þátttöku á Ólympíuleikum.
Halldór Pálmi Bjarkason og
Preeti Bhide opnuðu ferðaskrif-
stofuna Wild Westfjords, þau
sérhæfa sig í ferðum um Vestfirði
og gera meðal annars út jeppa.
Dýrafjarðargöngum var hins
vegar frestað, eina ferðina enn
og framkvæmdir eiga fyrst að
hefjast 2017.
Slysavarnarfélagið Lands-
björg veitir Orkubúi Vestfjarða
viðurkenningu fyrir kerfisbundið
vinnuverndarstarf og forvarnir
sem stuðla að bættu starfsum-
hverfi og öryggi starfsmanna.
Gísli Einar Árnason og
Ósk ar Jakobsson hlaupa yfir
Sprengisand til að vekja athygli
á málefnum langveikra barna.
Önfirskur Stelkur tók að sér fjög-
ur egg Jaðrakana og á Ströndum
voru haldnir Furðuleikar, þar er
til dæmis keppt í trjónufótbolta.
Fjölskylduhátíðin Bíldudals-
grænar fór fram í sjöunda sinn
og Landsbankinn át Sparisjóðinn
í Bolungarvík. Tónlistarhátíðin
„Við djúpið” var haldin í tólfta
sinn og Kærleiksdagar voru
haldnir á Núpi í Dýrafirði.
Breiðafjarðarferjan Baldur
tók niður og skemmdist talsvert
og Geena Davis kíkti á Hljóð-
færasafnið á Ísafirði. Drangajök-
ull lætur ekki deigan síga og er
eini íslenski jökullinn sem ekki
hopar. Í Hjarðardal í Önundar-
firði króknaði fé á túnum eftir
miklar rigningar.
Mikill sinubruni varð í Laugar-
dal í Súðavíkurhreppi og telur
Pétur Markan sveitarstjóri ein-
sýnt að lélegar raflínur hafi valdið
brunanum og hvetur Orkubúið
til að endurnýja raflagnir sínar.
Svissneskt þjófapar rændi og
ruplaði á kjálkanum en var að
lokum hneppt í bönd og frekju-
hundur með hótanir um vonda
dóma á Trip Advisor gerði ferða-
þjónum lífið leitt. Á Hólmavík
halda menn hamingjudaga og
það í tíunda sinn. Á Tálknafirði
lokar Landsbankinn.
Lengst út í rassgati (LÚR) var
haldin listahátíð og fór hún vel
fram og Þorsteinn Goði Einars-
son keppti fyrir Íslands hönd í
borðtennis á Norræna Barna- og
unglingamótinu sem fram fór
í Færeyjum. Ólöf Dómhildur
var valin bæjarlistamaður Ísa-
fjarðarbæjar.
Júlí
Aðalfrétt júlímánaðar var
ákvörðun mjólkurvinnslunnar
Örnu í Bolungarvík að hækka
ekki verð á sínum vörum, þrátt
fyrir ákvörðun Verðlagsnefndar
um hækkanir á mjólkurafurðum.
Fréttin vakti gríðarlega athygli.
Hrólfur Einarsson ÍS var seldur
til Noregs en hann var gerður út
frá Flateyri. Í Holt í Önundarfirði
mættu allmargir miðlar sem fyrir
utan hefðbundinn miðilsfund,
tóku myndir af framliðnum
í illræmdum draugahúsum á
Flateyri. Engum sögum fer að
myndunum.
Með köldustu júlímánuðum
en samt var haldin hin árlega
Hlaupahátíð. Sjókvíar við Fla-
teyrarhöfn ollu deilum enda
engin leyfi fyrir þeim þar. Og
óprúttinn náungi á Suðureyri létt
Björgunarsveitina Björgu greiða
fyrir sig eldneytið, hann fékk
fyrir vikið dóm. Súgfirðingar
héldu eigi að síður sína árlegu
Sæluhelgi.
Markaðshelgin var haldin í
Bolungarvík, þar tróðu upp bæði
Björn Thoroddsen og María
Sinubruni í Laugardal.
Markaðsdagar í Bolungarvík.