Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 7. JANÚAR 2016 Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Nýtt ár nýtt ár Spurning vikunnar Ferðu í messu yfir hátíðirnar? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 629. Já alltaf, sögðu 172 eða 27% Stundum, sögðu 175 eða 28% Nei aldrei, sögðu 282 eða 45% Nú höfum við kvatt enn eitt árið og nýtt og spennandi ár er framundan. Forsætisráðherra segir okkur að hætta að kvarta og forsetinn ætlar að hætta að vera forseti. Veðurguðinn tekur mildi- lega á okkur svona fyrstu daga ársins og dagarnir fara að lengjast. Margir höfðu skoðun á því hver ætti að vera Vestfirðingur ársins en flestir voru þó á sömu skoðun, Kristín Þorsteinsdóttir sund- drottning hlaut tæp 70% atkvæða og er hún vel að þessum titli komin. Kristín hefur staðið sig með eindæmum vel á árinu og rað- að inn verðlaunum, hún er sterk og metnaðarfull og stefnir ótrauð áfram. Kristín býr ekki við kjöraðstæður hér á Ísafirði til að stunda sína íþrótt, hér er aðeins 16 m sundlaug en á mótum keppir hún í 50 m sundlaugum. Hér hefur hún mikla yfirburði og oft ein að æfa. Árangur hennar er því einstakur og sýnir hvílíkt heljarmenni hún er. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan verðskuld- aða heiður. Þröstur Leó Gunnarsson hlaut allmörg atkvæði en hann bjargaði tveimur skipfélögum sínum þegar Jón Hákon BA sökk út af Aðal- vík í júlí, einn maður fórst. Þröstur hefur frá slysinu lagt áherslu á að slysið og aðdragandi þessi verði rannsakaður. Björgunarbátar opnuðust ekki og allt of langur tími leið þar til menn áttuðu sig á að skipið væri í hættu. Sú nýbreytni var tekin upp í þessu fyrsta blaði nýs árs að hripa niður það sem fréttnæmast þótti á miðlum okkar á liðnu ári, skrifa nokkurskonar annál ársins. Annállinn er nú svona á léttum nótum og mest í punktaformi. Bæjarins besta og bb.is líta með bjartsýni til framtíðar, af okkar góða fólki hér á Vestfjörðum er alltaf eitthvað að frétta og við ætl- um að koma því öllu til skila, eins samviskusamlega og við getum. Sem fyrr eru allar ábendingar um fréttnæma viðburði og fallegar myndir vel þegnar því við getum ekki verið allstaðar. Við óskum lesendum okkar velsældar og ómældrar hamingju á nýju ári og þökkum lestur á liðnum árum. BS Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Umsóknarfrestur til og með 22. janúar U.þ.b. 60 milljónir til ráðstöfunar • Veitir styrki til atvinnuþróunar- og nýsköpunar- verkefna, menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana • Kemur í stað Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtar- samnings Vestfjarða • Allar upplýsingar og sérstakt umsóknareyðublað á www.vestfirdir.is/Uppbyggingarsjodur Umsóknir sendast á uppbygging@vestfirdir.is Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er rekinn innan vébanda Sóknaráætlunar Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsóknarfrestur til og með föstudeginum 22. janúar 2016 Þröstur Leó Gunnarsson var valinn maður ársins af hlustend- um Rásar 2. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar fiskibáturinn Jón Hákon Þröstur Leó maður ársins hjá Rás 2 Þröstur Leó Gunnarsson. Mynd: RUV.is frá Bíldudal fórst út af Aðalvík í sumar. Þröstur hefur frá slysinu barist fyrir því að báturinn verði tekinn upp og slysið rannsakað í þaula. Þröstur er búsettur á Bíldudal ásamt fjölskyldu sinni og óskar bb.is honum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.