Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 07.01.2016, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. JANÚAR 2016 Aðalskipulag Tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 Kaldárvirkjun og Þverárvirkjun Kynning á vinnslustigi Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Ísa- fjarðarbæjar 2008-2020 eru nú til kynningar á vinnslustigi. Um er að ræða tvær tillögur: Kaldárvirkjun Önundarfirði: Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjun við Kaldá í Önundarfirði. Þverárvirkjun Önundarfirði: Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjun við Þverá í Önundarfirði. Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar og á heimasíðu Ísafjarðar- bæjar www.isafjordur.is. Hægt er að koma með ábendingar vegna fyrirhugaðra aðal- skipulagsbreytinga. Ábendingar skulu berast til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, skriflega eða í tölvupósti á netfangið olofva@isafjordur.is eigi síðar en 28. janúar 2016. Að lokinni kynningu á vinnslustigi verða til- lögurnar lagðar fyrir bæjarstjórn og ákvarðanir teknar um auglýsingu þeirra. Á auglýsingatíma gefst almenningi kostur á að gera formlegar athugasemdir við tillögurnar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Ísafirði 7. janúar 2016 Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð eru á www.nmi.is Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið hildur@nmi.is. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til árfestinga s.s. í tækjum og tækjabúnaði. Umsóknarfrestur til kl. 12:00 á hádegi þann 21. janúar 2016 Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari ármögnun sjóða og árfesta Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja Markmið verkefnis: Hönnun Afþreyingu í ferðaþjónustu Sérstök áhersla er lögð á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnu- sköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunar- fyrirtækja. Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni? Átak til atvinnusköpunar Gísli Jón skipstjóri á Öldunni er Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri betri en enginn. Ítrekað hefur hann gaukað að sveitinni umtalsverðum fjárhæðum og nú síðast færði hann þeim dýrindis GPS tæki, kort og dýptarmæli fyrir björgunarbát sveitarinnar. Þetta eru verðmæt tæki og munu Rausnarleg gjöf frá Gísla Jóni nýtast björgunarsveitinni vel við störf sín. Að sögn Björns R. Gunnars- sonar formanns Sæbjargar hafa margir verið rausnalegir við sveitina í gegnum árin og vill hann koma á framfæri þakklæti til Gísla Jóns og allra hinna sem bregðast alltaf vel við beiðnum um styrki. Fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu hafa nú lagt sveitinni til umtalsverða fjármuni til að styrkja flugelda- sýningu fyrir íbúa Flateyrar og sömuleiðis hefur flugeldasala gengið mjög vel. Aldan. Gísli Jón Kristjánsson afhendir gjöfina.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.