Bæjarins besta - 28.01.2016, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. JANÚAR 2016
Hið árlega og víðfræga Sunnu
kórsball var haldið sama kvöld
á Hótel Ísafirði og við inngang í
veislusalinn spilaði lúðraveitinn
við mikinn fögnuð viðstaddra.
Gestir voru prúðbúnir að venju
og veitingar voru ekki af verri
endanum, dýrindis rjómapönnu
kökur og snittur af fínustu sort.
Sunnukórinn er einn elsti bland
aði kór landsins en hann var
stofnaður árið 1934.
Sunnukórsball
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Þorrinn genginn í garð
Spurning vikunnar
Hvaða skoðun hefur þú á klæðaburði fólks í sauna?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 297.
Það á að vera bannað að vera nakin(n) í sauna, sögðu 79 eða 27%
Það á að banna sundföt í sauna, sögðu 66 eða 22%
Þetta á að vera val hvers og eins, sögðu 152 eða 51%
Nú í Þorrabyrjun ber það helst til tíðinda að Kári nokkur Stefáns
son fer nú hamförum á alheimsnetinu og safnar liði fyrir hönd
heil brigðis kerfisins. Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta framtak
kappans enda gætir ónákvæmni í framsetningu kröfunnar um
endurreisn heilbrigðiskerfisins. Eðlilega þykir mörgum það rýra
gildi átaksins en engu að síður kvitta tugþúsundir manna undir á
vefnum endurreisn.is. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þjóð
in á því að heilbrigðiskerfið skipti miklu máli, þegar við veikjumst
ætl umst við til þess að fá bestu mögulegu þjónustu og flestir vilja
greiða jafnóðum í púkkið, ekki bara þegar veikindin herja á enda
veikist buddan um leið og skrokkurinn.
Framundan er enn ein baráttan um hagsmuni almennings, þjón
ar það hagsmunum almennings að selja bankana, sama hvað! Á að
selja þá af því að „ríkið á ekki að standa í bankarekstri“ eða er það
einfaldlega hagkvæmt fyrir þjóðarhag að selja þá. Og hvernig verða
þeir seldir, horfum við fram á sama óskapnaðinn og þegar síðasta
einkavæðing banka fór fram og verða hagsmunir almennings aftur
fótum troðnir. Síðustu uppákomur bankanna sýna svo ekki verði
um villst að þeir hafa ekkert lært, Arion banki splæsir rausnarlega
á bestu vini aðals við sölu á hlutum í Símanum og Landsbankinn
hafði bara ekki hugmynd að hann hefði selt sínum bestu vinum
gullgæs. Regluverkið um fjármálafyrirtæki hefur ekki verið styrkt
nægjanlega til að hægt sé að hleypa þessum fyrirtækjum aftur laus
um og almenningur þarf aðeins lengri tíma til að undirbúa sig fyr
ir annað hrun. Það er nefnilega þannig að hvort sem bankar eru
einkafyrirtæki eða í eigu almennings, það verður alltaf dýrara fyrir
þjóðarbúið að láta þá fara á hausinn en að bjarga þeim. Það er því
alltaf sama sagan, einkavæðing á þeim þýðir að hagnaðurinn er
einkavæddur en tapið fellur á almenning.
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn vinni með almannahag
að leiðarljósi og við eigum rétt á því að geta treyst því að það sé gert.
Þegar fyrir liggur að hagsmunir stjórnmálamanns og almennings
geta stangast á, verður hann að víkja, skilyrðislaust.
BS
Heimavellir leigufélag auglýsir til leigu 3 og 4
herbergja íbúðir í fjölbýlishúsinu við Múlaland 14.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu
félagsins heimavellir.is eða á facecook síðu
félagsins. Sími: 517-3440.
Til leigu á Ísafirði