Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.02.2016, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 18.02.2016, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 18. febrÚAr 2016 eða fáum einhverja gúrúa í heim- sókn til að kenna okkur að herma eftir þeirra menningararfi. En við eigum bágt með að sjá hver er arfleið okkar í túnfætinum heima. Enda er það orðið sjaldgæft, að eiga túnfót heima!“ Lagði sjálfa sig og dótturina á vogaskálarnar „Eftir skilnað árið 2010 flutt- um við aftur suður með eins árs gamla dóttur okkar. Ég fór þá í nám í umhverfis- og auðlinda- fræði til að reyna að átta mig á þessu sjálfbærnihugtaki, sérstak- lega félagslegri sjálfbærni og hvernig hún gæti átt við í málefn- um Árneshrepps og hvort hægt væri að styðjast við hana til að fá í gegn einhverjar aðgerðir sem stutt gætu við þessa viðkvæmu byggð á viðsjárverðum tímum. Þar kynntist ég svo hugtakinu um menningarlega sjálfbærni og byrjaði á rannsókn minni um hvað væri menningarleg sjálf- bærni í Árneshreppi og hvernig og hvort hægt væri að efla hana barnsföður hennar. Hún segist strax hafa bundist Stóru-Ávík sérstökum böndum. „Það var Guðmundur sem lagði fyrir mig örlögin á brúð- kaupsdaginn minn. Ég var að hitta hann þá í fyrsta sinn og hann sagði við mig svellkaldur: Svo komið þið hingað Elín mín, þú tekur við skólanum, þið eign- ist börn og svo getið þið búið í Stóru-Ávík. Þetta hefur nú allt gengið eftir. En Guðmundur dó langt fyrir aldur fram árið 2009, örfáum vikum áður en dóttir mín fæddist. Húsið í Stóru-Ávík er ekki nógu gott fyrir vetrarsetu svo við fluttum okkur um set yfir víkina í húsnæði í Norðurfirði. Þar erum við enn og fer vel um okkur, enda eigum við sérlega góða nágranna þar.“ Elín segist hafa heyrt af forvitni fólks um þennan búskap þeirra í Stóru-Ávík í gegnum sveitunga sína og það hafði farið svo að hún hafi hvorki haft tíma né næði til að skrifa meistararitgerðina. Draumurinn að reisa torfbæ á stað þar sem enn er pláss fyrir sögustundir „Núna eru að verða komin fimm ár af búsetu í Árneshreppi með örlitlu hléi í miðjunni. Draumur minn er að reisa hér torfbæ og vera með lítið bú, það er í raun niðurstaða númer tvö í þessari eilífðar rannsókn minni á menningunni hér. Þessi torfbær yrði þá þjóðmenningarbú, og partur af þeim búskap er að bjóða fólki heim sem vill íhuga þessi mál, ræða og iðka saman þennan hversdagsleika og sögu sem hér enn lifir, því hér er vissulega óslitinn menningarættleggur sem er ekki falinn í hinu sérstaka eða dreginn fram á tyllidögum, hann er hér einmitt í hversdagsleikan- um og þessari ljúfsáru staðreynd að við erum hér enn, en kannski bara síðustu daga byggðarinnar.” Elín Agla hefur nýfengið réttindi sem löggiltur vigtar- maður sem hún segir falla vel að starfslýsingu þjóðmenningar- bónda. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að taka við löndunarstarf- inu hér af aldursforseta okkar, Gunnsteini Gíslasyni. Ég verð því á bryggjunni í sumar að landa og vonandi hlusta á sögur og kannski segja einhverjar. Lífið er auðvitað bara saga og sögur sem við deilum og hér er nefnilega enn pláss fyrir sögustundir, hvort sem maður er í kaupfélaginu, í saumaklúbbi eða bara á förnum vegi. Fólk í Árneshreppi hefur enn tíma til að segja sögur og það eru alger forréttindi á að fá að kynnast því hér. Þannig hef ég kynnst ófáum forfeðrum fólksins hérna sem ég hef aldrei hitt sjálf, og þannig verður líka til pláss fyrir sögur af mínum forfeðrum. Þau fá líka stað hérna og pláss með mér og Jóhönnu Engilráð.“ Í námi hjá Stephen Jenkinson „Þegar ég bjó í Reykjavík árið 2010, og var að garfast í meistara- verkefni mínu um Árneshrepp, rakst ég iðulega á þennan vegg: hvernig getur maður talað af einhverju viti um það sem er að gerast í Árneshreppi án þess að það hljómi bara eins og þessi eilífa barátta fyrir bættum sam- göngum. Hvers vegna getum við ekki talað um þetta hreint og beint, í takt við þær tilfinningar sem bærast í brjóstinu um hvað er í húfi við að missa þessa byggð. Því ég sé að þessi staða snertir við fólki, stjórnmálamönnum sem og leikmönnum. Fólk almennt virðist alls ekki vilja að byggð leggist hér af, en einhvern veginn eigum við erfitt með að koma orðum að því og hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur. Þá rakst ég á fyrirlestur með Stephen Jenkinson á netinu og einhvern veginn fannst mér hann vera að tala um þessi málefni, þó auðvitað minntist hann ekki einu orði á Ísland eða Árneshrepp. En það var einhver þráður og tónn sem kveikti von hjá mér um að hann hefði kannski orðtakið, hugsunina, sem ég væri alltaf að leita eftir. Jafnvel þó það væri á ensku.“ Elín Agla lagðist þá yfir að skoða ofan í kjölinn fræði Jenk- inson og meðal þess sem hún komst að var að hann rekur skóla í kringum lífsspeki sína á sveitabæ sínum í Kanada. Skólann kallar hann Orphan Wisdom School sem kalla mætti á íslensku nám í visku hinna munaðarlausu. „Ég sendi honum langt bréf þar sem ég sagði honum frá Árneshreppi og stöðunni hér og hvort það sem hann fjallaði um í skólanum gæti gagnast mér í þeirri vinnu. Hann svaraði um hæl og sagðist ekki tala um mik- ilvæg mál í tölvupósti en hvatti mig til að koma í skólann. Ég fór í fyrstu lotuna í apríl 2010 og kláraði svo þetta tveggja ára nám síðasta haust. Það voru sem sagt tvær viku lotur á ári í 2 ár sem þetta nám tekur en hann býður líka upp á framhaldsnám sem ég hef núna í aprílmánuði. Það er ekki auðvelt að draga saman hvað við stúderum í þessum skóla, en bækurnar sem við höfum lesið er til dæmis Bjólfskviða, Gilgames- arkviða og söguleg skáldsaga um hungursneyðina á Írlandi og þjóðflutninga þeirra vestur um haf um miðja 19. öldina. Þetta er því nám sem er byggt á sögu okkar á Vesturlöndum en tilgangurinn er að fá betri innsýn í þá menningarstrauma sem nú flæða um okkar part af heimin- um þar sem einmitt hið smáa og hið sérstaka er í algeru hruni – á mörkum algerrar eyðingar. Stephen Jenkinson er mjög frumlegur hugsuður og iðkandi þessa rótfasta lífs þar sem ræktað er minni þess hvaðan við komum, Heimilið í miðbænum, Kaupfélagshúsið í Norðurfirði. Stephen Jenkinson, hinn mikli hugsuður og lærifaðir Elínar Öglu er væntanlegur með námskeið í Árneshrepp í sumar við annan mann. Höfnin í Norðurfirði þar sem Elín Agla ætlar að verja drjúg- um tíma í sumar. Stóra-Ávík. með einhverjum hætti. Fyrsta niðurstaða þeirrar rannsóknar var í raun ósköp einföld og sjálfsögð. Að flytja aftur í Árneshrepp því það sem vantar hér fyrst og fremst er fólk. Ég hafði þar sjálfa mig og dóttur mína til að leggja á vogarskálarnar.“ Elín Agla segir það ekki hafa verið fórn á nokkurn hátt, frekar ástríða. Hún segir það þó ekki alveg sjálfgefið að taka upp á því að flytja norður í Árneshrepp, einstæð móðir, jarðnæðislaus og atvinnulaus. „Hverjum dettur slíkt í hug? En hér vil ég búa, hér á ég heima, það tók mig bara nokkur ár að horfast í augu við það og viðurkenna. Mér er eðlilegast að kalla það örlög. Það eru örlög mín að eiga heima á þessum stað, – og geta ekkert annað.“ Starfandi þjóðmenningarbóndi Mæðgurnar fluttu í Stóru- Ávík, sumarið 2014. Síðasti bóndinn þar, Guðmundur Jóns- son, var mikill vinur Elínar Öglu og fóstri og svaramaður „Ég átti auðvitað ekki landið þar né nokkur húsdýr, samt fannst mér ég vera að gera eitthvað – vera að yrkja eitthvað. Þegar ein vinkona mín hér spurði mig hreint út hvað hún ætti að segja við þessum spurningum lagði ég höfuðið í bleyti og sagði henni að hún gæti sagt að ég væri þjóðmenningarbóndi og Stóra- Ávík þjóðmenningarbýli og ég stend við þetta enn þó við höfum flutt okkur yfir í „miðbæinn“ í Norðurfirði. Hluti af því að vera þjóðmenn- ingarbóndi er að vera ekki alveg viss um hvað það er og samt að glíma við þá gátu í hversdegin- um. Þannig að núna ef ég fæ þessi viðbrögð: hver heldurðu eigin- lega að þú sért? Þá er þetta svar mitt og ég stend við það keik: ég er þjóðmenningarbóndi, punktur. Og þar sem ég er ekki á launum hjá neinum, þá á enginn í raun þá kröfu á mig að ég gefi skilmerki- lega lýsingu á því í hverju það felst. En ef einhver hefur áhuga á að ræða það sérstaklega þá er sá hinn sami velkominn í kaffi hingað í Norðurfjörð.“

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.