Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.03.1993, Síða 5

Bæjarins besta - 24.03.1993, Síða 5
BÆJARINS BESTA ■ Miðvikudagur 24. mars 1993 5 Hluti ísfirsku slökkviliðsmannanna að lokinni æfingu í yfirtendrunargáminum. F.v. Flosi Jónsson, Gunnar Björgvinsson, Jón Halldórsson, Hafsteinn Ingólfsson og Svavar Tryggvason starfsmaður slökkviliðsins í Reykjavík. ísafjöröur: Slökkviliðið kynnir sér að- stöðuna á Keflavíkurflugvelli Tækjabúnaður slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli skoðaður. Jón Halldórsson, Gísli Ulfarsson og Gunnar Björgvinsson hlýða hér á frásögn starfsmanns slökkvi- liðsins. SEX menn úr Slökkviliði Isafjarðar fóru um síðustu helgi í kynningar- og æfinga- ferð til slökkviliðanna á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík. Aður höfðu níu aðrir slökkviliðsmenn farið suður sömu erindagjörða og er ánægja á meðal liðsmanna með ferðirnar. Gunnar Björgvinsson starfs- maður Slökkviliðsins á Isa- firði var einn þeirra sem fóru í ferðina um síðustu helgi. Hann sagði í samtali við blaðið að ferðin hefði verið öll hin ánægjulegasta og mjög fróðleg. „Við byrjuðum ferðina á því að fara upp á Keflavíkur- flugvöll þar sem aðstaða og tæki slökkviliðsins þar voru skoðuð. Þá skiptust menn á skoðunum um hin ýmsu mál er snerta okkar vinnu og voru þær viðræður mjög fróðlegar. Daginn eftir, þ.e. á laugardag, fórum við til slökkviliðsins í Reykjavík þar sem þeirra að- staða var skoðuð. Því til við- bótar fengum við æfingu í reykköfun í yfirtendrunargámi og var það mjög fróðlegt. Við erum mjög ánægðir með ferðina og gámurinn var sérstaklega athyglisverður. I honum var farið yfir far eldsins í húsbrunum og kom þar margt á óvart” sagði Gunnar í sam- tali við blaðið. _c Leikfélag Akureyrar: Guðrún leikur hlutverk Adele í Leður- blökunni FÖSTUDAGINN 26. mars nk. verður frum- sýning á óperettunni Leð- urblökunni eftir Johann Strauss hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Fáar óperettur hafa notið jafn mikillar hylli og Leðurblakan - enda er hún með sönnu nefnd „drottning óper- ettunnar” en þar fara sam- an hrífandi Vínartónar valsakóngsins Strauss og gáskafullur leikur. Eitt aðalhlutverkið í sýn- ingunni er í höndum Guð- rúnar Jónsdóttur, sópran. Guðrún er ísfirðingur, dóttir þeirra hjóna Geirþrúðar Charlesdóttur og Jóns Guð- jónssonar, og kemur hún Guðrún Jónsdóttir, sópran. beint frá Ítalíu þar scm hún hefur stundað framhaldsnám um þriggja ára skeið, til þess að syngja og leika hlutverk Adele. I öðrum aðalhlut- verkum eru þau Jón Þor- steinsson. tenór sem túlkar hlutverk Eisenstein og Ingi- björg Marteinsdóttir, sópran sem fer með hlutverk eigin- konu Eisenstein. ísafjöröur: Yfirlögreglu- þjónninn prófdómari JÓNMUNDUR Kjartans- son, yfirlögregluþjónn á Isa- firði hefur verið ráðinn próf- dómari hjá Umferðarráði. I framhaldi af ráðningunni mun Jónmundur dæma í öku- prófum í Isafjarðarsýslum sem og á Isafirði og í Bolung- arvík. Starf Jónmundar fyrir Um- ferðarráð er á engan hátt tengt störfum hans hjá Lögreglunni á Isafirói og tók hann við nýja starfinu í fullu samráði við yfirmenn sína. o W LAJÍ LEGGUR OGSKEL fataverslun barnanna Félagasjóður Landsbankans - öflug fjármálaþjónusta fyrir öll félög: Húsfélög - Ungmennafélög - íþróttafélög Góðgerðarfélög - Kóra - Félagið þitt Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.