Bæjarins besta - 19.05.1993, Qupperneq 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 3
Miðstöð bílaviðskipta á Vestfjörðum • Skeiði 5 • ísafirði • & 4300 & 4448 • fax 4300
Ernir tekur umboð
fyrir Bílheima
I síðustu viku var gengið frá samningum þess efnis að
bílaleigan Ernir tæki við sölu- og þjónustuumboði Bíl-
heima hf. á Vestfjörðum.
I framhaldi af undirskrift þess samnings getum við
nú boðið Isuzu, Opel og General Motors bifreiðar. Fyrir-
huguð er sýning á bifreiðum þessum í byijun næsta
mánaðar.
Emir hefur sölu á
heyvinnuvélum og
dráttarvélum
I síðustu viku var einnig gengið
frá samningum þess efnis að bíla-
leigan Ernir tæki við sölu- og
þjónustuumboði á vélum og tækjum
frá véladeild Ingvars Helgasonar
hf.
Meðal þess sem boðið verður til
sölu, eru Massey Ferguson dráttar-
vélar, Kverneland og Claas hey-
vinnuvélar, Linde lyftarar, Dresser
og Furukawa þungavinnuvélar og
fleira o.fl. Aætlaö er að halda bú-
véla-, vinnuvéla- og vinnubílasýningu í næsta mánuði.
Sérstök áhersla verður lögð á góða þjónustu við bændur
og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður í því skyni.
Hann mun heimsækj a bændur og aðstoða þá eftir þörfum.
Nissan og Subaru
bílasýning
Auk ofangreindra umboða hefur bílaleigan Ernir sölu-
og þjónustuumboð fyrir Nissan og Subarubifreiðar frá
Ingvari Helgasyni hf. Til stóð að halda sýningu á þessum
bifreiðategundum á svæðinu frá Patreksfirði til Isa-
fjarðar um næstu helgi en vegna óviðráðanlegra orsaka
hefur þeirri sýningu verið frestað til 3. júní næstkomandi.
Sýningin verður auglýst nánar síðar.
Góð sala á vélsleðum
Bílaleigan Ernir hefur undanfarin ár haft sölu- og
þjónustuumboö fyrir hina vinsælu Arctic Cat vélsleða
frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum hf. Síðastliðinn
vetur var salan eins og best verður á kosið, yfir 30 sleðar
seldust, sem segir sína sögu um ágæti og vinsældir
þessara farkosta. Mjög góð vara- og aukahlutaþjónusta
er á staðnum.
Fullkomin mótorstillitölva
Ábílaverkstæði bílaleigunnar Ernis er m.a. boðið upp á mótorstillitölvu sem er ein sú frdlkomnasta sem völ
er á í dag.
Tölvan býður upp á Qögurra efna afgasmælingu, möguleika á aö prófa hvern cylinder fyrir sig og fylgd
neista frá upphafi upphafi til enda. Tölvan er sú eina sinnar tegundar á Vestfjörðum sem gefur kost á að sjá
ástand spíssa í dísilvélum á grafískum tðlvuskjá auk þess sem hún býður upp á tímastillingu fyrir olíuverk
og er þaö verk framkvæmt með geislabyssu.
Ábílaverkstæðinu er einnig boðið upp á almenna smurþjónustu og hjólbarðaskipti auk almennra bílavið-
gerða. Þá höfum við á verkstæðinu bilanaleitartölvu fyrir Subaru bifreiðar. Á verkstæðinu er einnig starfandi
járnsmið sem aðstoðar fólk viö rennslu í bekk og suður.
Nýir og notaðir bílar í björtum
og rúmgóðum sýningarsal
Eins og komið hefur fram er Bílaleigan Emir með
sölu" og þjónusuumboð frá hinum ýmsu bíla-
umboðum. Bifreiðarnar eru til sýxús og sölu í björtum
og rúmgóðum sýningarsal okkar að Skeiði 5, Isafirði.
Þá seljum við einiúg notaðar bifreiðar og eru þeir
ófáir sem koma með bifreiðar sínar í sölu hjá okkur,
enda er okkar aðalsmerki þjónusta, lipurð og
sveigjanleiki. Láttu sjá þig, þaó er aldrei að vita
hvað við getum gert fyrir þig.
Ernir fær
viðurkenningu
Nýlega var bílaleigunni
Erni veitt viðurkenning frá
Ingvari Helgasyni hf. fyrir
mestu aukningu í sölu
vara- og aukahluta á veg-
um umboðsins. Viðurkenn-
ingin er mikil hvatning
fyrir starfsmenn Ernis,
sem eru staðráðnir í að gera
enn betur á þessu ári. Þetta
er ekki eina viðurkenn-
ingin sem fyrirtækið hefur
fengið á sínum stutta ferli.
Á síðasta ári fékk Ernir
bikar fyrir mesta sölu-
aukningu á bifreiðum frá
Ingvari Helgasyni hf.
Hyundai
og Ladaá
leið vestur
Þá er enn ótalið sölu- og
þjónustuumboð á bifreið-
um frá Bifreiðum og land-
búnaðarvélumhf. Frá þeim
koma meðal annars bif-
reiðategundirnar Hyundai
og Lada. Fyrirhugað er að
halda sýningu á þessum
bifreiðum dagana 12. og
13. júní og í framhaldi af
henni veróur farið í sýn-
ingarferð um Vestfírði.
Alpen Kreuzer
tjaldvagnar
Bílaleigan Ernir hefur
einnig til sölu hina vinsælu
Alpen Kreuzer tjaldvagna.
V agnarnir hafa farið sigur-
fór um heiminn enda er
hér um sérstaklega vand-
aða smíði að ræóa. Hægt
er að fá þá í tveimur út-
færslum og eru nýja ár-
gerðin talsvert breytt frá
fýrra ári ogýmsar nýjungar
kynntar. Líttu inn og kann-
aðu málið áður en þú
heldur í fríið.
Hvar viltu
skila bílnum?
Eins og nafn fyrirtækis-
ins gefur til kynna er bíla-
leiga einn aðalþátturinn í
starfsemi fyrirtækisins.
Bílaleigan er sú stærsta á
Vestfjörðum oghefur sann-
að gildi sitt svo aö um
munar á liðnum árum.
I sumar verða á boð-
stólum níu bifreiðar sem
standa til þjónustu reiðu-
búnar hverjum þeim sem
til þess hefur réttindi og
þarf á þeim að halda. Hægt
er aö taka bifréiðarnar á
Isafiröi eða í Reykjavík og
skila þeim nánast hvar sem
er á landinu. I sumar verða
í boði sérstök leigukjör, sem
nánar veröa kynnt síðar.