Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 19.05.1993, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 5 ísafjarðarhöfn: Breyttar reglur um hafasöguskyldu Á FUNDI hafnarstjórnar ísafjarðar sem haldinn var 4. maí síöastliðinn var lögð fram tillaga um breytingu á hafnsöguskyldu í IsaQarðar- höfn og var tillagan sam- þykkt með þremur sam- hljóða atkvæðum. Tillagan er þess efnis að hafnarstjórn getur veitt undan- þágu frá ákvæðum greinar 8.2 fyrir Isafjarðarhöfn og veitt skipstjórum takmörkuð hafn- söguréttindi í ísafjarðarhöfn. Skilyrði fyrir undanþágunni eru að skipstjóri hafi siglt skipi, yfir 500 brl. að stærð eða meira en 60 m heildar- iengd, til hafnarinnar reglulega a.m.k. átta sinnum á síðast- liðnu tólf mánaða tímabili og ekkert athugavert verið við þá siglingu. Undanþága þessi er háð því skilyrði að stjórn- búnaður skips sé fullnægjandi að mati hafnarstjómar. Undan- þágan skuldbindur viðkomandi skipstjóra til að hafa náið sam- band við Isafjarðarhöfn og hlíta í einu og öllu fyrirmælum vakthafandi hafnarvarðar, ella má svipta þá réttindum fyrir- vararlaust. Þá segir í tillögunni að hafi skipstjóri ekki gegnt skip- stjórnarstörfum í tvö ár falli réttindi samkvæmt samþykkt- inni niður. Hafnarstjórn Isa- fjarðarhefur lagt til að tillagan verði samþykkt í bæjarstjórn. -,v. ísafjarðarhöfn. Hafnarstjóm ísafjarðar hefur lagt til við bæjarstjóm að hún samþykki tillögu þess efnis að skipstjómm verði veitt takmörkuð hafnsöguréttindi í Isafjarðar- höfn. Skipstjóri með slík réttindi getur siglt skipi sínu til og frá ísafjarðarhöfn án þess að hafnsögumaður sé um borð. Skipstjóri með slík réttindi getur siglt skipi sínu út úr Isa- fjarðarhöfn án þess að hafn- sögumaður sé um borð og falla þá niður greiðslur fyrir hafn- sögubát. ■ ■............................... ■ ■ . N A N L A N D S 77/ Reykjavíkur frá: ísafirði 5.830 Patreksfirði 5.660 Þlngeyri 5.600 / / Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram Fokker 50flyturpig og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og að áfljúgandiferð milli Reykjavíkur dvalið sé lengur en þrjár nætur. Bókunum er ekki hægt og níu dfangastaða að breyta. Flugvallarskattur, 330 krónur, er inni- á íslandi á ótrúlegu APEX verði falinn og sætaframboð er takmarkað. Það hefur aldrei verið jafnhagstætt að fljúga innanlands. FLUGLEIDIR þjóðbraut innanlands

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.