Bæjarins besta - 19.05.1993, Page 6
6
MJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993
Lesendur hafa orðið:
LESANDI einn hafði
samband við biaðið í gær-
dag og kvaðst óánægð
með þjónustu leigubif-
reiðastjóra á ísafirði. Sem
dæmi nefndi hún að sölu-
maður sem staddur hefði
verið á ísafirði á mánudag
hefði reynt árangursiaust
að fá ieigubíl í um hálfa
klukkustund tii þess að
komast í flug til Reykja-
víkur.
Þá nefndi hún annað dæmi
af konu sem reyndi í lengri
tíma að fá leigubíl frá Hótel
ísafirði og inn í Ljón á föstu-
dagsmorgun.cn án árangurs.
Blaðið hefur einnig haft af
því spumir að mjög erfitt sé
að fá leigubíla eftir dans-
leiki og eigi margur dans-
gesturinn í mestum erfið-
leikum að komast til síns
heima.
Hólmavíkur. Við erum á sjö
leigubíium um helgar og
yfirleitt gengur vel að ná í
okkur,” sagði Elías.
aftur á hornið
MIG langar til að bera
fram ósk sem ég vona að
verði tekin til athugunar.
Ég hef heyrt hjá mörgum
sem búa í efri bænum á ísa-
firði að þeir sakni mjög
Kaupfélagsins „áhorninu”á
Hlíðarvegi. Ég veit að það
var lokað vegna kvartana um
hávaða i kælitækjum en eru
ekki til kælitæki scm cru ckki
eins hávaðasöm? Ef svo er,
af hverju ekki aðreynaaftur?
Það væri mjög gott ef svo
yrði, svo fólkið hér i efri
bænum þyrfti ekki að fara
alla leið niður í bæ, vantaði
það t.d. bara mjólk.
Ykkar eirtlœg „húsmóðir”.
Uppáfallandi
dæmi
ELÍAS Sveinsson leigu-
bílstjóri á ísafirði sagðJ I
samtali við blaðið að þessi
tvö dæmi væru uppáfall-
andi. Tveir leigubílstjórar
væru í fríi og hinir þrír
sem eru á dagvakt hefðu
verið uppteknir.
„Við erum fímm á dag-
vaktinni og þar af eru tveir í
fríi. Ég sjálfur hef verið upp-
tekinn á morgnaná við að
aka bömum í sund frá Súða-
vík og annar þeirra sem eftir
er var í verkefni inni í Súða-
vík og hinn mætti ekki. Það
hefur bara hist þannig á að
sá eini sem var á vakt var
staddur inn í Súðavík um
leið og flugvélin kom. Hinn
sem mætti ekki var búinn að
hlaða bílinn fullan af harð-
fiski og var á leiðinni til
Ekki á dagskrá að
„á horninu”
BLAÐIÐ hafði samband
við Kaupfélag ísfirðinga
vegna lesendabréfsins hér
að ofan. Fyrir svörum var
Sigríður Matthíasdóttir
sem er staðgengill kaup-
félagsstjóra Guðríðar
Matthíasdóttur.
„Þetta hefur ekkert verið
rætt hér innan Kaupfélagsins
og ég geri ekki ráð fyrir að
af því geti orðið, þó svo að
ég ráði engu þar um. Mín
persónulega skoðun er sú að
opnun verslunar á Hlíðar-
veginum sé of kostnaðar-
söm svo að af því geti orðiö.
Þaðer rétt hjá húsmóðurinni
að vcrsluninni var lokað
vcgna hávaða í kælitækjum
og þaö hefur ekki komið til
tals að opna þar aftur,”
sagði Sigríður.
UTBOÐ
Fyrir hönd Alþýóuhúss ísfiróinga óskar
Tækniþjónusta Vestfjarða eftir tilboóum í
klæóningu utan á Alþýóuhúsið á Isafirói,
meó STENI og STENEX klæðningu.
Um er aö ræða 630 m2 klæddan
einangraóan flöt og 250 m2 óeinangraðan
flöt, kantar inrtifaldir.
Verklok: 15. september 1993
Útboðsgögn veröa afhent hjá
Tækniþjónustu Vestfjarða Austurvegi 1,400
ísafirði frá og með 21. maí 1993gegn10.000,-
kr. skilatryggingu.
Tilboóin veröa opnuð á skrifstofu
verkalýósfélaganna Pólgötu 2, ísafirði
þriöjudaginn 8. júní 1993, kl. 14:00.
Tækniþjónusta Vestfjarða hf.
Austurvegi 1
400 ísafirði, sími 94-3902
Sóltún, hús ísfirðingafélagsins:
Þrí- og fjórbókað um
hverja helgi í sumar
MIKIL ásókn er í gistingu
í Sóltúni, húsi ísafirðinga-
félagsins í Reykjavík, við
Hlíðarveg á Isafirði. Allt
síðastliðið sumar var húsið
uppbókað og nú er svo komið
að hver vika frá 4. júní til 9.
september er þrí- eða fjór-
bókuð.
Guðfinnijr Kjartansson
stjórnarmaður í Isfirðinga-
félaginu í Reykjavík sagði í
samtali við blaðið að gisti-
möguleikamir hefðu mælst vel
fyrir hjá félögum í Isfirðinga-
félaginu og væm bókanir í viku
gistingu í húsinu fleiri en ráð
var gert fyrir. „Húsið er þræl-
bókaó í allt sumar, alveg frá 4.
júní til 9. september og eru
flestar vikurnar þrí- eóa fjór-
bókaðar. Til að mæta á-
sókninni höfum við sett þær
reglur að sá hefur forgang sem
hefur greitt árgjaldið flest árin
og síðan fellur sá út sem hefur
fengið úthlutað. Ef menn
standa jafnir að vígi er aldur
viðkomandi látinn ráóa. Þess-
ar reglur hafa mælst vel fyrir
og komið vel út að okkar
mati.”
Guðfinnur sagði ennfremur
að nokkuð væri um að fólk
sem hefði verið í húsinu á
síðasta ári heföi pantað aftur
í sumar og það eitt segi aðeins
það að fólki líkaði veran í
húsinu og heimabyggðinni.
Húsið er leigt frá föstudegi til
föstudag og kostar hver vika
kr. 14.400. -í.
Sóltún, hús ísfirðingafélagsins í Reykjavík á ísafirði. Mjög
mikil ásókn er í gistingu í húsinu í sumar
ísafjörður:
Kristbjöm Sigurjónsson framkvæmdastjóri Núps hf. í nýju versluninni ásamt dætrum
sínum, þeim Óddnýju Kristínu og Katrínu Sif.
Núpur
flyturí
Ljónið
BYGGINGAVÖRU-
VERSLUNIN Núpur hf. sem
verið hefur við Silfurtorg á
þriðja ár flutti sig um set í
síðustu viku og opnaði á
föstudag í nýju húsnæði í
Verslunarmiðstöðinni Ljón-
inu Skeiði.
Að sögn Kristbjörns Sigur-
jónssonar eins eiganda Núps
og framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins er hér um þrefalda
stækkun á húsnæði að ræða
og getur verslunin nú boðið
allar sínar vörur á einum gólf-
fleti í staðinn fyrir að vera
með lager á mörgum stöðum.
„Við vorum með lagerinn
okkar út um allan bæ en nú
getum við haft allt á einum
stað sem gerir okkur kleift að
veita betri þjónustu. Þá er öll
aðkoma að versluninni mun
betri en á gamla staðnum og
þá kannski sérstaklega fyrir
viöskiptavini okkar. Samfara
stækkuninni höfum við aukið
vöruúrvalið mikið og sem
dæmi má nefna að við höfum
aukið gólfefnaúrvalið um
3000 fermetra sem er með því
mesta sem þekkist hér,” sagði
Kristbjöm.
Hann sagði ennfremur að
fyrstu tveir opnunardagarnir
lofuðu góöu um framhaldið.
Salan í tvo daga hefði numið
sama og á þriggja vikna tíma-
bili á gamla staðnum og því
væri hann bjartsýnn á fram-
tíðina. Eigendur Núps eru
Teppaland-Parketgólf hf. í
Reykjavík, BYKO, Hjálmar
Guðmundsson, Magnús Rafn
Magnússon og Kristbjöm Sig-
urjónsson. Teppaland-Parket-
gólf er stærsti hluthafinn og er
fyrirtækið rekið sem sjálfstætt
fyrirtæki.
-s.
Verslunarmiðstöðin Ljónið:
Haustveður
á Vordögum
VERSLUNARMIÐ-
STÖÐIN Ljónið á Skeiði á
Isafirði hélt sína árlegu vor-
daga á föstudag og laugar-
dag í síðustu viku. Þrátt fyrir
nafnið „Vordagar” var veð-
ur líkast því sem gerist á
haustdögum og dró það
aðeins úr aðsókn frá vestur
fjörðunum.
Talið er að hátt í þúsund
manns hafi komið á vordaga
að þessu sinni og voru versl-
unareigendur í Ljóninu
ánægðir með viðbrögðin,
þrátt fyrir leiðinlegt veöur.
Herdís Viggósdóttir í Legg og
Skel sagðist í samtali við
blaðið vera ánægð með að-
sóknina þrátt fyrir að veðrið
Svanhildur Þórðardóttir og Herdís Viggósdóttir í Legg og
Skel. Þær voru ónægðar með „Vordagana” þrátt fyrir
haustveður.
hefói sett strik í reikninginn.
Hún sagði ennfremur að til
stæði að vera með ýmsar
uppákomur í sumar til þess að
vekja meiri athygli á þeirri
þjónustu sem væri í boði á
Skeiðinu og tók sem dæmi úti-
markað og fleira.
Vestfirðingar geta því átt
von á lífi og fjöri í og við
Verslunarmiðstöðina Ljónið
á komandi mánuðum. _<•