Bæjarins besta - 19.05.1993, Side 11
BÆjARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993
11
Bylgjan á ísafirði:
Mikið hringt inn...
ÚTVARPSSTÖÐIN Bylgj-
an nýtur mikilla vinsælda á
Isafirði. Hún á sér útibú hér
í bæ, sem útvarpsstjórinn,
Gunnar Atli Jónsson hefur
yfirumsjón með. Hann
sendir út milli hálfsex og sjö
á virkum dögum, auk þess
að útvarpa öll föstudags- og
laugardagskvöld og er þá
yfirleitt meira en nóg að gera
við að svara í síma vegna
óskalaga og fleira.
En hvað olli þessum feiki-
legu vinsældum, var orðin þörf
fyrir útvarpsstöð sem þessa?
Til að svara þessum spurn-
ingum hafði blaðamaður sam-
band við Gunnar Atla.
„Já, það var tvímælalaust
orðin þörf fyrir svona útvarps-
stöð, allavega ef miðað er
við þann fjölda fólks sem
hringir hingað inn um helgar,
þá er það ekki nokkur spuming.
Hápunkturinn hingað til var
án efa um páskana, þá ætlaði
síminn aldrei að stoppa, það
var sama hvenær ég tók upp
tólið, þaó var alltaf einhver í
símanum.”
- Hvernig byrjaði þetta allt
saman?
„Þetta byrjaði í ágúst þegar
ég og nokkrir félagar mínir
starfræktum útvarpsstöð sem
sendi út dagskrá þann tíma
dagsins sem Stöð 2 var með
útsendingar. Þess á milli send-
um við út dagskrá Bylgjunnar
með því að tengja okkar tækja-
búnað við afruglara sem við
höfðum.”
- En af hverju hættuð þið
útsendingum eftir áramótin?
„Það stóð aldrei til að starfa
lengur en til áramóta. En eftir
áramótin hringdu þeir frá
Bylgjunni í Reykjavík og vildu
endilega halda útvarpinu gang-
andi áfram. Ég setti því upp
mjög frumstæðar græjur og
hóf útsendingar, en gallinn er
hins vegar sá að ég nýt engra
styrkja, ég hef aðeins tekjur af
auglýsingum sem því miður
eru í litlu magni. En það er allt
í lagi, fyrst þetta stendur undir
sér og er ekkert á leiðinni á
hausinn”.
- Hvernig er framhaldið?
„Eg mun halda áfram þar til
ljósleiðarinn kemur hingað
vestur, hvenær svosem það nú
verður. En þegar hann verður
kominn verður útvarpsstöðin
starfrækt á svipaðan hátt og
gert er á Akureyri, þ.e. út-
sendingar milli kl. 5 og 7 á
daginn og Bylgjan í Reykjavík
alla aðra tima dagsins”.
- Og munt þú standa einn í
þessu öllu saman?
„Nei, það verða líklega tölu-
verðar breytingar í sumar því
Guimar Atli Jónsson útvarpsstjóri meðmeiru við hinn frumstæða búnað sinn.
við munum senda út á kvöldin.
Ég er nefnilega síður en svo
ánægður með það hvernig
Bylgjan í Reykjavík hefur
staðið sig. Þeir eiga að senda
okkur efni gærkvöldsins á spólu
svo við getum útvarpað því
kvöldið eftir. Þetta hefur oftast
brugðist og því hef ég ákveðið
í samráði við félaga mína að
senda út á kvöldin í sumar.”
Þegar þarna var komið var
lagið í útvarpinu búið og
komið að Gunnari að kynna
næsta lag. Við það kveður
blaðamaður BB útvarpsstjór-
ann og smellir mynd af honum
í “stúdíóinu” sem staðsett er á
skrifborðinu í herbergi hans.
-hþ.
ísafjörður:
Gangstígurinn verður að koma,
hver svo sem greiðir hann
- segir Smári Haraldsson, bæjarstjóri um þá beiðni íbúa í Holtahverfi að gangstígur
verður lagður á milli hverfisins og Ljónsins
EINS og kom fram í síðasta
blaði gengu tveir fulltrúar
íbúa í Holtahverfi á fund
bæjarstjórans á Isafirði á
mánudag í síðustu viku og
afhentu honum undirskrifta-
lista frá 187 íbúum hverfisins
þar sem krafist var úrbóta á
hinum ýmsu málum í hverf-
inu s.s. lagningu göngustígs á
milli hverfisins og Verslunar-
miðstöðvarinnar Ljónsins.
Bréfið var tekið fyrir á
fundi bæjarstjórnar á fimmtu-
dag og að sögn Smára Haralds-
sonar bæjarstjóra var tækni-
deild falið að gera kostnaðar-
áætlun vegna verksins auk þess
sem henni var falið að ræða
við Vegagerð ríkisins um
öryggi gangandi vegfarenda á
svæðinu. „Það er öllum ljóst
að þarna verður aó koma
gangbraut og reyndarekki bara
þarna þó að þörfin sé mest
þar. Ég stóð í þeirri meiningu
að þessi stígur væri hluti af
þessum vegi og væri því hlut-
verk Vegagerðarinnar að öllu
leyti en það er víst ekki rétt.
Hins vegar er ljóst að það
verða engar framkvæmdir
þarna án samráðs við Vega-
gerðina og ég vona að þeir
taki þátt í þessari framkvæmd.
Málið verður skoðað vel.
Við hundsum þetta ekki og ég
vona að lausn finnist fyrr en
síðar,” sagði Smári.
-s.
Aætlaður byggingarkostn-
aður tæpar 22 milljónir
VEGAGERÐ Ríkisins
hefur þurft að moka á
hverjum degi þessa viku,
þó komið sé „sumar”.
Skafrenningur er mikill
á heiðum og hálka sömu-
leiðis fyrir þá sem skiptu
yfir á sumardekkin á
réttum tíma.
Allar heiðar Vestfjarða
eru l'ærar að sögn Kristins
Jónssonar hjá Vegagerð-
inni, en hann varar hins
vcgar við mikilli hálku og
segir skafrenning mikinn.
Djúpleiðin er fær, nema
um Hestakleifina, en hún
verður væntanlega mokuð
dag.
ísafjöröur:
Vestfjarða-
mót í atskák
SKÁKSAMBAND Vest-
fjarða heldur Vestfjarðamót
í atskák um næstu helgi á
annarri hæð í Kaupfélaginu.
Aðgangur er öllum heimill
og ókeypis.
Fyrirkomulag atskáka er
þannig, að umhugsunartími
hvers keppanda er hálftími og
er keppnin í útsláttarformi.
Keppni hefst næstkomandi
föstudag klukkan átta, annar
hluti stendur milli fjögur og
sjö á laugardaginn og mótinu
lýkur á lokaspretti milli eitt og
fjögur á sunnudag. Strax að
móti loknu verða verðlauna-
peningar veittir. Skráning til
þátttöku fer fram hjá Ægi Pál
Frióbertssyni í síma 4645.
Mótsstaður er á 2. hæð Kaup-
félagsins og er aðgangur öllum
heimill og ókeypis.
BYGGING spennistöðvar
Orkubús Vestfjarða við
Mánagötu á Isafirði gengur
samkvæmt áætlun að sögn
forsvarsmanna Orkubúsins.
Undirstöðuplata hússins er
tilbúin og mun uppslætti
ljúka 30. júlí nk.
Áætlað er að spennistöðin
verði tilbúin 3. september nk.
og þá með fullum rofa- og
stjórnbúnaði og með hellum,
gangstéttum, fullvöxnum trjám
og runnum að utan. Það eru
Eiríkur og Einar Valur hf. sem
hafa með byggingarfram-
kvæmdir að gera og arkitekt
hússins er Elísabet Gunnars-
dóttir. Heildarkostnaður við
bygginguna áætlaður um 21,8
milljónir.
-hþ.
Ísafjörður/Hnífsdalur/Súðavík:
ísafjarðarprestakall, 23. mai 1993:
Aida Gná Guðmundsdóttir, Hnífsdalsvcgur 1, ísafirði.
Árni Þór Einarsson, Eyrargata 6, Isafirði.
Baldur Páll Hólmgeirsson, Fjaróarstræti 55, ísafirði.
BirnaTryggvadóttir, Árholt 1, ísafirði.
Eva Dögg Pétursdóttir, Árholt 3, ísafirði.
Guðbjörg Björnsdóttir, Hlíðarvegur 43, ísafirði.
Hildur Sigurðardóttir, Sundstræti 24, ísafirði.
Magnús Freyr Ingjaldsson, Túngata 3, Isafirði.
Ósk Mubaraka, Góuholt 9, ísafirði.
TheodórÞórTheodórsson, Mjógata 5, Ísafírði.
Örvar Eyjólfsson, Urðarvegur 24, ísafirði.
ísaf jarðarprestakall, 30. maí 1993:
Atli Frcyr Rúnarsson, Hlíðarvegur 45, Isafirði.
Atli Þór Jakobsson, Hliðarvegur 20, ísafirði.
Ágústa Sigurðardóttir Ringsted, Sundstræti 30, ísafirði.
Áslaug Hrönn Reynisdóttir, Góuhojt 6, Isafirði.
Eiríkur Gíslason, Lyngholt 9, ísafirði.
Esthcr Ósk Amórsdóttir, Eyrargata 8, Isafirði.
Geir Oddur Ólafsson, Hafraholt 22, ísafirði.
Halldóra Harðárdóttir, Fagraholt 2, Isafirði.
Haukur Gylfason, Fjarðarstræti 12, ísafirði.
Hjördis Erna Ólafsdóttir, Engi, ísafirði.
Jóhanna Fylkisdóttir, Fjarðarstræti 15, Isafirði.
Jón Kristinn Hafsteinsson, Hlíðarvegur 25, ísafirði.
Karen Pálsdóttir, Tárigagata 6, Isafirði.
Kristján Ragnar Halldórsson, Urðarvegur 66, ísafirði.
Marta Jónsdóttir, Túngata 18, Isafirði.
Óraar Rafn Skúlason, Smiðjugata 4, ísafiröi.
Sigrlður Élín Guðjónsdóttir, Hlíðarvegur 33, ísafirði.
Sigrún Halla Tryggvadóttir, Móholt 7, Isafirði.
Sturla Stígsson, Kjarrholt 4, ísafirði.
Hnífsdalskapella 30. maí 1993:
Auður Finnbogadóttir, Bakkavegur 11, Hnífsdal.
Hilmar Skúli Hjartarson, Garðavegur 4, Hnífsdal.
íngibjörg Sigrún Jóhannsdóttir, Strandgata 7, Hnífsdal.
Jón Albert Harðarson, Garðavegur 6, Hnífsdal.
Rakel Guðmundsdóttir, Bakkavegur 1, Hnífsdal.
Snorri Hinriksson, Bakakvegur 10, Hnífsdai.
Súðavíkurkirkja 31. maí 1993:
Alda Björk Óskarsdóttir, Fögrubrekku, Súðavík.
Asta Ýr Esradóttir, Grund, Súðavík.
Ema Rut Steinsdóttir, Túngata 9, Súðavík.
Jakob Einar Úlfarsson, Túngata 20, Súðavík.
Jörundur Ragnarsson, Nesvegur 9, Súóavík.