Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.05.1993, Síða 14

Bæjarins besta - 19.05.1993, Síða 14
14 RÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 19. maí 1993 Jens Kristmanns SPAUGARI síðustu viku, Guðjón Þorsteinsson í Vídeóhöllinni skoraði á Jens Kristmannsson, for- mann IBI að koma með næstu sögu og hér kemur framlag hans. „Steingrímur Eyfjörð Einarsson læknir var eitt sinn á ferð til Siglufjarðar og kom við á Olafsfirði. Séra Ingólfur Þorvaldsson og Steingrímur voru skóla- bræður og góðir kunningjar. Nú stóð svo á, er Stein- grímur heimsótti prestinn, að hann var að messa. Bar því fundum þeirra ekki saman að þessu sinni, því læknirinn var á hraðri ferð. Hann gat þó ekki á sér setið nema að hnippa í vin sinn, klerkinn, og skildi eftir til hans miða með þessum vísuorðum: Ingólfurerað messa, orðin hans margan hressa gáfu- og guðdómleg. Þó hefur hann til þessa þrammað hinn breiða veg. Þegar Ingólfur sagði Jón- ataníu, móður sinni frá kersknivísu Steingríms, svaraði hún samstundis: Steingrímur lærði að lækna, lagði þar hönd að frækna, það votta þorum vér. Meinsemdum margra eyðir, - mest þeirra, sem hann deyðir. Heiðir þeim heiður ber. Sagt er að Steingrími hafi líkað svarið. Eg skora á Kristján Guð- mundsson, rafmagnsfræð- ing hjá Orkubúi Vestfjarða að koma með næsta fram- lag. W/ fí/FJARTNS BF.STA er og hefur ávallt verið prentað á umhverfisvænan pappír úr skógunt Finnlands. V Báran í slipp ísafjörður: Súðavík: Bessinn með 100 tonn Frá því við sögðum síðast aflafréttir frá Súðavik hafa íjögur skip lagt upp afla sinn hjá Frosta hf., samtals um 150 tonnum. Bessi ÍS-410 landaði í gær 100 tonnum og var uppistaðan í afla skipsins grálúða. Þá landaði Kofri einnig í gærdag 16 tonnum af rækju. I síóustu lönduðu síðan tvö rækjuskip, Sig- hvatur Bjarnason 16 tonn- um og Haffari 18 tonnum. Flatevri: Jónína með 19 tonn eftir flórar lagnir Þá hefur okkur loks- ins tekist að fá afla- fréttir frá Flateyri og vonumst við til að ekki verði misbrestur á því í framtíðinni. A þriðjudag í síðustu viku lönduðu þrír færa- bátar á Flateyri samtals 4,225 kg. úr átta róðrum og var Stella með mestan afla 1.455 kg. úr einni ferð. Tveir línubátar lönduðu samtals 8.415 kg. úr sex róðrum og Jónína landaði 19 tonnum eftir fjórar lagnir. A mánudag landaði sí ðan Valur 40 tonnum eftir viku útivist á línu. Guðrún Ottarsdóttir sem er í eigu Reynis Traustasonar og fleiri aðila er nú í vélar- upptekt og fer að henni lokinni á úthafsrækju- veiðar og landar á ísafirði. Snurvoðarbáturinn Osk- ar er byrjaður veiðar og hefur fengið þokkalegan afla af kola. Rækiuveiðar: Léleg veiði við mið- línuna Fjögur íslensk rækju- veiðiskip eru nú við veiðar við miðlínuna milli Islands ogFæreyja, en þar hafa færeysk skip verið við veiðar upp á síðkastið. Islensku skipsins sem eru á svæðinu eru Beitir NK, Margrét EA, Klara Sveinsdóttir SU og Skut- ull IS. Fremur dræm veiöi er á svæðinu sem stendur en þokkalega veiði var á svæðinu vikuna áður. Bolungarvík: Færabátamir með 26,8 tonn í 73 löndunum Algjört gæftaleysi hef- ur verið hjá minnstu bátunum í Bolungarvík að undanförnu. Færa- bátarnir á staðnum lönduðu í síðustu viku aðeins 26,8 tonnum í 73 löndunum sem er með því lélegast sem gerist. Fimm línubátar lönduðu í Víkinni í síðustu viku. Guðný landaði 14,5 tonn- um úr fimm róörum, Jakob Valgeir 5,4 tonnum úr tveimur róðrum, Haforn 8,4 tonnum úr þremur róðrum, Þjóðólfur 4,2 tonn- um úr fjórum róðrum og Haukur 2 tonnum úr þrem- ur róðrum. Páll Helgi sem er á dragnót landaði 6 tonnum úr §órum róðrum og smábátarnir sem eru á línu lönduðu samtals 10,6 tonnum í tólf löndunum. Þessa dagana er verið að undirbúa Flosa IS á úthafs- rækjuveiðar og mun hann hefja veiðar um leið og veður lægir. Flosi mun leggja upp afla sinn hjá Þuríði hf. ísafjörður: Góður túr hjá Júlíusi Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson IS-270 landaði á fimmtudag í síðustu viku 202,7 tonnum af frystum fiski og var uppistaðan í afla skipsins grálúða. Afli Júlíusar var að verð- mæti 41,2 milljónir króna sem telst mjög gott en það samsvarar 277 tonnum upp úr sjó. A fóstudag landaði síðan Páll Pálsson 80 tonnum af blönduðum afla og Guðbjörg landaði í gærdag 110 tonnum. Þingevri: Sléttanesið til sýnis í dag Ef allt hefur gengið að óskum á Sléttanesið að vera komið til heima- hafnar sinnar á Þing- eyri. Þegar blaðið hafði samband við KD rétt fyrir hádegi í gær var áætlað að skipið færi fi*á Akranesi síðdegis og yrði komið til Þ ingeyrar í morgunsárið. Skipið mun verða til sýnis í dag og á morgun en gert er ráð fyrir að það haldi á veiðar um næstu helgi. Er þar með lokið fimm mánaða fjarveru skipsins frá veiðum en eins og kunnugt er þá var skip- inu breytt í frystiskip í Póllandi og var áætlaður kostnaður við breytingar- nar um 150 milljónir króna. Sömu sögu er að segja frá Þingeyri og frá Bolung- arvík og Suðureyri. Mjög lítill afli hefur borist á land eins og sést á meðfylgjandi tölum. Bibbi Jóns 4,2 tonn í 3 róðrum, Björgvin Már 6 tonn í 3 róðrum, Dýrfirð- ingur 1,4 tonn í 2 róðrum, Máni 1,2 tonn í 1 róðri, Mýrarfell 4,1 tonn í 3 róðrum og Tjaldanes II 4,7 tonn í 3 róðrum. Þá landaði Auðunn 39 tonnum. Uppi- staðan í afla línubátanna á Þingeyri var þorskur og steinbítur. ísafjörður: Grunnvíking- ur úreldur Hnífsdælingur hf. hefur fengið 6,7 mill- jóna króna úreldingar- styrk úr Hagræðingar- sjóði vegna Grunnvík- ings ÍS. Skipið er 53 brl. að stærð, smíðað úr eik á Isa- firói árið 1945. Skipið hefur að undanfómu legið í Isafjarðarhöfn og var meðfylgjandi mynd tekin af skipinu þar á sunnu- dag. Vestfirðir: Lakasta steinbíts- vertíðin Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu Islands var steinbítsaflinn á Vestfjörð- um frá áramótum og fram til 11. maí síðastliðinn rúmlega 3.800 tonn. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt bráða- birgðartölum Fiskifélags- ins fyrir tímabilið frá jan- úarbyrjun til aprílloka í fyrra var steinbítsaflinn á Vestfjöröum þá 6.500 tonn, óslægt. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta tölu- blaði Fiskifrétta. Fiiran rælgu- skip með 172 tonn Fimm rækjuskip hafa landað á Isafirði frá þvi á þriðjudag í síðustu viku, samtals tæpum 172 tonnum. A miðvikudag landaði Albert GK 301, daginn eftir lönduóu Huginn VE 24 t, Bergur VE 16 t, Gullberg VE 13,2 t og Hilmir NK 53 t af frystri rækju. Á fostu- dag landaði síðan Isleifur VE 7,6togJöfuríS landaði á laugardag 28 tonnum af frystri rækju aó verðmæti um 9,7 milljónir króna.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.