Bæjarins besta - 29.09.1993, Side 1
ÓHÁÐ
FRÉTTABLAÐ
/
A
VESTFJÖRÐUM
AÐILIAÐ
SAMTÖKUM BÆJAR- OG
HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
IMIÐVIKUDAGUR
29. SEPTEMBER 1993
39.TBL. ■ 10. ÁRG
Verð kr. 170,-
með virðisaukaskatti
Vestfirðir:
Sameining
sveitarfélaga
- sjá bls. 2, 4 og 8
ísafjörður:
Hamraborg í
aldarfjórðung
- sjá bls. 5
BB-viðtal:
OPIÐ KL. 09-12
OG KL. 13-17
FLUGLEIÐIR
- SÖLUSKRIFSTOFA -
MJALLARGÖTU 1 • ÍSAF/RD/
Nýjungíprentþjónustu á
Vestfjörðum _ kann/ðmám
H-PRENTHF
SOLGOTU 9. ISAFIRÐI, SIMI 4560
Héraðsdómur Vestfjarða:
Áhöfhin ó Guðnýju ÍS
sýknuð of ókæru um brol
á dýravemdunaifegum
Áhöfnin á Guðnýju f S-266 var á mánudaginn sýknuð af kröfu ákæruvaldsins um að hafa
broti dýravemdunarlög er skipveijar drápu ísbjöminn fræga í júní síðastliðnum.
HÉRAÐSDÓMUR Vest-
fjarða sýknaði á mánu-
daginn, áhöfnina á Guðnýju
ÍS 266 frá Bolungarvík en
henni hafði verið gefið að
sök að hafa brotið lög um
dýravernd, með því að hafa
í félagi náð að fanga ísbjörn
sem var á sundi, með snöru,
og síðan sannmælst um að
deyða dýrið og framkvæmt
það með því að útbúa og
bregða snöru um háls dýrsins
og eftir það hert að hálsi
þess við skipshliðina þar til
það drapst eftir nokkrar
mínútur en þá innbyrtu á-
kærðu hræið.
Atburður þessi átti sér stað
fimmtudaginn 24. júní síðast-
liðinn er skipið var á grálúðu-
veiðum um 67 sjómílurnorður
af Horni. Ákæruvaldið krafð-
ist þess að ákærðu yrðu
dæmdir til refsingar og til upp-
töku ísbjarnarhræsins en verj-
andi ákærðu Björn Jóhannes-
son hdl., krafðist þess að
ákærðu yrðu sýknaðir af
öllum kröfum í málinu og að
allur sakarkostnaður, þar með
talin hæfileg málsvamarlaun,
yrðu greidd úr ríkissjóði.
I niðurstöðu dómsins segir
m.a.: „Eins og máli þessu er
háttað verður við úrlausn þess
að leggja til grundvallar sam-
hljóða framburð ákærðu um
málsatvik. Er þannig ósannað,
að með ákærðu hafi vaknað
ásetningur til að bana ís-
birninum fyrr en búið var að
hífa hann úr sjó og bjöminn
farinn að láta ófriðlega og
berja kröftuglega í síðu skips-
ins. Við þær aðstæður verður
þaö ekki virt ákærðu til lasts,
þótt þá brysti kjark til að
innbyrða björninn lifandi, en
ósannað er að þeir hafi átt
þess kost að losa vírsnöruna af
birninum og sleppa honum
þannig í sjóinn. Þar sem engin
skotvopn eða lagvopn voru um
borð í skipinu verður að
fallast á það með ákærðu, að
þeim hafi í stöðunni verið
nauðugur einn kostur að
hengja björninn við skips-
síðuna. Er ósannað, að á-
kærðu hafi dvalið lengur við
þann verknað en nauðsyn bar
til. Einnig er ósannað, að á-
kærðu hafi við deyðinguna
valdið birninum ónauðsyn-
legum þjáningum. Ber því
samkvæmt 45. og 46. gr. laga
um meðferð opinberra mála
nr. 19/1991 aö sýkna ákærðu
af ætluðu broti.”
Samkvæmt málsúrslitum og
með vísan til ótvíræðs orða-
lags 3. tl. 1. mgr. 69.gr.
almennra hegningarlaga var
kröfu ákæruvaldsins um upp-
töku ísbjarnarhræsins einnig
synjað. Allur sakarkostnaður
var lagður á ríkissjóð, þar með
talin málsvarnarlaun skipaðs
verjanda, Björns Jóhannes-
sonar hdl., kr. 75.000, að við-
bættum vsk. s.
Bjössi Helga
sportidjót
- sjá opnu
Skíðasvæðið:
Deilt um skipu-
lagsbreytingar
- sjá bls. 8
ísafjörður:
Kartöflurækt
á haugunum
- sjá bls. 11
Bæjarstjórn Bolungarvíkur:
Sækir um að vera
reynslusveilarfélag
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum
á mánudagskvöld, að sækja um að Bolungarvíkurkaup-
staður verði reynslusveitarfélag og hefur bréf þess efnis
verið sent félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur,
en frestur til að sækja um að verða reynslusveitarfélag
rennur út 1. október næstkomandi.
Hinn 8. maí sl. samþykkti
Alþingi eftirfarandi tillögu til
þingsályktunar: „Alþingi ályk-
tar að heimila félagsmálaráó-
herra að hefja undirbúning að
stofnun allt að fimm reynslu-
sveitarfélaga, er starfi frá 1.
janúar 1995 til 31. desember
1998, á grundvelli hugmynda
sem fram koma í skýrslu
sveitarfélaganefndar. Með
hliðsjón af því skipi félags-
málaráðherra fjögurra manna
verkefnisstjórn sem hafi yfir-
umsjón með framkvæmd
þessa tilraunverkefnis.”
I bréfi sem verkefnastjómin
sendi sveitarstjómum 29. júlí
sl. vekurnefndin athygli sveit-
arstjórna á þessu verkefni og
h vetur sveitarfélög sem hyggja
á sameiningu til að sækja
sameiginlega um þátttöku í
verkefninu, með fyrirvara um
sameiningu. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins mun Bol-
ungarvíkurkaupstaður vera
eina sveitarfélagið á norðan-
verðum Vestfjörðum, sem
þegar hefur sótt um aðild að
verkefninu, en bæjarráð Isa-
fjarðar óskaði eftir því á fundi
sínum 13. september sl. að
bæjarstjórn Isafjarðar myndi
óska eftir því að ísafjörður
yrði reynslusveitarfélag.
í bréfi verkefnastjórnarinnar
er innihald tilraunaverkefnisins
tilgreint í sex liðum. Þar segir
m.a. að ákveðin verkefni sem
nú eru verkefni ríkisins eða
samstarfsverkefni ríkis og
sveitarfélaga verði flutt yfir
til þeirra reynslusveitarfélaga
sem um það sækja. Þau verk-
efni sem m.a. koma til greina
eru: Málefni fatlaðra, rekstur
heilsugæslustöðva, öldrunar-
þjónusta, tilraun með nýja
verkskiptingu ríkis og sveitar-
félaga í hafnamálum og gjald-
skrá hafna í sveitarfélaginu
verði gefin frjáls og að gerð
verði tilraun með að auka
sjálfstæði sveitarfélagaí ýms-
um málaflokkum s.s. félags-
legum húsnæðismálum, skipu-
lagsmálum og byggingarmál-
um á grundvelli umsókna frá
þeim. Þá er gert ráð fyrir
rekstri framhaldsskóla í sveit-
arfélaginu, sé um það að ræða
sem og rekstur sjúkrahúss, af
sömu ástæðu.
Einnig er gert ráð fyrir að
ýmsar kvaðir verði felldar
niður hjá reynslusveitarfé-
lögunum, ef viðkomandi ráð-
uneyti fellst á og Alþingi
samþykkir. Má þar nefna sem
dæmi ákvæði í lögum um húsa-
leigusamninga, lög um orlof
húsmæðra, leiklistarlög, orku-
lög um að ráöherra skuli stað-
festa gjaldskrá hitaveitna,
íþróttalög um að sveitarfé-
lögum sé skylt að leggja til
endurgjaldslaust hentug lönd
undir íþróttamannvirki og lög
um æskulýðsmál og ákvæði
um lágmarksframlög sveitar-
félaga.
RITSTJÓRN B8 4560 - FAX S 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT 7T 4570
o