Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 10

Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993 Halldór Jónatans SPAUGARI síðustu viku, Sölvi R. Sólbergsson, deildar- tæknifræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða á ísaflrði skor- aði á Halldór Jónatansson verkstjóra innanbæjarkerfis Orkubús Vestfjarða í Bol- ungarvík að koma með næstu sögu og hér kemur framlag hans: Það var áhugasamur lax- veióimaður sem ákvað að bregða sér í laxveiði kvöld eitt í september. Ain var að vísu í einkaeign en honum fannst það nú ekki koma að sök þar sem orðið var hálf- dimnit og það sæi nú hvort eð er enginn hvað hann væri að bauka. Hann stendur hinn ánægðasti á bakkanum og sér þá skyndilega hvar landeig- andinn er kominn hinu meginn á bakkann, svo hann sér þann kost vænstan að flýta sér í burtu og það ekki seinna en strax. Hleypur hann sem mest hann má meðfram bakkanum og sér þá hvar landeigandinn hleypur líka af stað. Etja þeir kapphlaup þarna sitt hvoru meginn við bakkann og hlaupa báðir sem mest þeir eiga. „Hann skal nú ekki ná mér núna helvískur,” hugsar veiði- maóurinn með sér. Hann nær að kornast undan eigandanum, upp á veg og drífur sig heim. Hann er nú aldeilis feginn að hafa sloppið í þetta skiptið, ja og þau fyrri líka því þetta var nú hans helsta sport aó veiða án veiðileyfis. í vinnunni daginn eftir hittir hann vin sinn og veiðifélaga og segir honum farir sínar ekki sléttar kvöldið áður og spyr hvort vinurinn hafi ekki farió í veiði líka. Jú, hann hafði nú reyndar gert það og hafði svipaða sögu að segja. Höfðu þeir þá verið þarna báðir fél- agarnir á sama tíma og hlaupið eins og skrattinn sjálfur væri á hælunum á þeim sitt hvoru meginn á bakkanum. Land- eigandinn mun hafa verið í fastasvefni og fjarri góðu gamni það kvöldið. Eg varpa núna boltanum til ísafjarðar og skora á Sigur- laug Baldursson vörubílstjóra að koma með nœstu sögu. ísafjörðtrr: Áhöfnin á Guðbjarti æl'öi björgun úr sjó í síðustu landlegu áhafnarinnar á skuttogaranum Guðbjarti tók hún sig til og æfði björgun úr sjó. Var þetta gert til að viðnalda kunnáttu skipveria og fór æfingin fram við sfðu Guðbjartar þar sem nann lá í ísafjarðarhöfn. Var áhöfnin ánægð með hvemig til tókst er Ijósmyndari blaðsins leit við rétt í þann mund er æfingunni íauk. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æftngunni og sýnir önnur þetrra hluta áhafnarinnar við að hvolfa gúmmí- björgunarbát og hin sýnir þann hluta áhafnarinnar scm var uppi á dekkt. F.v. Gréuir Þórðarson, skipslióri, Sigþór Sigurðsson, Stefín Reynir Kristjánsson, Miguel Rodríguez og Ingvar Antonsson. Bolungarvík: Dagrún með 35 tonn efitir fjóra daga Dagrún IS landaði í Bolungarvík í gær 35 tonnum af blönduðum afla og var þetta í annað skiptið á §órum dögum sem skipið kemur inn til löndunar, en skipið var einnig í landi a föstudaginn um kom þá með 40 tonn af þorski auk þess sem sett var í einn gám. Heiðrún landaði einnig í gærdag 25 tonnum afblönduðum afla og Flosi landaði 15 tonnum af rækju. I síðustu viku komu tvö loðnuskip til Bolungarvíkur. Sighvatur Bjarnason VE landaði 437 lestum og Kap VE landaði 633 lestum. Tólf færabátar voru á sjó frá Bolungarvík í síðustu viku og fengu samtals 5,6 tonn. Aflahæstur var Tóti með 1,2 tonn t einum róðri. Þrír netabátar fóru einnig á sjó í vikunni og fengu þeir 2,6 tonn í átta róðrum. Aflahæstur var Sigurgeir Sigurðsson með 1,2 tonn í fjórum róðrum. Ellefu línubátar fengu 16 tonn í síðustu viku og var Snorri afi aflahæstur með 3,9 tonn í þremur róðrum. Þá voru fjórir dragnótabátar á sjó og fengu 5,2 tonn í níu róðrum. Aflahæstur var Jakob Valgeir með 2,4 tonn í þremur róðrum. Súðavík: Góður rækjuafli Góður rækjuafli hefúr borist á land í Súðavík að undanfömu. Á fimmtudag í síðustu viku kom Haffari með 44 tonn og á laugardag kom Orrinn með 37 tonn af rækju. Á mánudag kom síðan Kofri með 38 tonn af rækju og sama dag kom skuttogarinn Bessi að landí með 35 tonn af blönduðum afla eftir rúmlega fimm sólarhringa úti- veru. Virðist sem afli togaranna hafi farið ört minnkandi að undanförnu eftir skotið um miðjan mánuðinn. ísafjörður: Pólsvogir um borð í Blæng Á sjávarútvegssýningunni sem lauk í Reykjavík fyrir stuttu, staðfestu fúlltrúar Póls-rafeindavara hf. á Isa- firði og Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, samning um kaup Síldarvinnslunnar á fimm vogum frá Póls í rækjuvinnslulínu í hinn nýja togara sinn Blæng NK. I vinnslulínunni verða þrjár flokkunarvélar og sem fefa 25 tonna sólarhringsaf- öst, sem er með því afkasta- mesta sem gerist um borð í íslensku skipi. Hluti Póls í línunni er eins og áður sagði fimm vogir til vigtunar og skömmtunar í pakkningar ásamt hugbúnaði til eftirfits. Á sjávarútvegssýningunni sýndi Póls-rafeinaavörur hf. einnig nýjan formflokkara, sem vakið nefúr mikla athygli sem og samvalslínu, sem hentar vel til vinnslu í smá- pakkningar. fsafjörður; Hrannar- menn hand- sala pöntun Það voru fleiri en Póls- rafeindavörur hf., sem gerðu samninga á sjávarút- vegssýningunni. Rafboði- Rafur hf., í Garðabæ gerði samning um sölu á tog- vindukerfi í togarann Víði frá Akureyri og er kerfið hliðstætt pví sem sett var upp í Skutíi ÍS-180. „Síðan er búið að hand- sala við okkur pöntun á öllum mótorum og stjórn- búnaði fyrir togvindur og hjálparvindur fyrir nýsmíð- ina fýrir Hrönn h£, á ísa- firði, sem nú gerir Guð- björgina út. Þetta hvort tveggja er liðugar hundrað miljjonir og vinna fyrir verk- stæði okkar fram á næsta ár og því mikilvægt fyrir okk- ur/ sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins í samtali við Verið, sjávarútvegsblað Morgunblaðsins. Ásgeir Erling er ísfirð- ingum að góðu kunnur en hann var meðal annars framkvæmdastjóri Pólstækni hfi, um árabil. Þingeyri: Framnesið með 68 tonn Framnesið frá Þingeyri kom til heimahafnar sinnar á föstudag með 68 tonn af þorski eftir viku útiveru. Dragnótabátar staðarins fóru í prjár ferðir í vikunni og var neildaraflinn 5,4 tonn. Aflahæstur var Mýrar- fell með 2,8 tonn í einni sjó- ferð. Aðeins einn handfæra- bátur fór á sjó frá Þingeyri í síðustu viku, Stígancfi sem fékk 250 kg., í einni sjóferð. Sléttanesið er enn úti af Reykjanesi, þar sem skip- verjar reyna að ná sem mestu af karfa og grálúðu. ísagörður: Júlíus með 35 milljón króna aflaverðmæti Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom til ísafjarðar á fimmtudag í síðustu viku með um 300 tonn upp úr sjó að verðmæti um 35 milljónir króna. Á laugardaginn kom síðan rækjutogarinn Skutull með 140 tonn afrækju, en hann mun hafa farið á sjó síðastliðna nótt eftir viðgerðir á skut en eins og kemur fram annar staðar hér í blaðinu, sigldi Arnarfelhð á Skutul á laugar- daginn og olli á því nokkrum skemmdum. Á laugardag landaði einnig Hersir, 30 tonnum af rækju. Á mánudag landaði síðan Guðmundur Péturs 25 tonnum af rækju og 2 tonnum af fiski, Hafberg kom með 30 tonn af rækju, PálIPálsson kom með 90 tonn, mestmegnis þorsk og Guðbjartur landaði 60 tonnum af þorski. I gær lönduðu svo Stefmr 37 tonnum og Auðunn 25 tonnum en hann er gerður út á línu. ATVINNA Óskum eftir harðduglegum og jákvæðum starfskrafti til að annast sölu ogkynningarávandaðriíslenskrimatvöru í verslunum, mötuneytum og víðar. Laun samkvæmt afköstum. Upplýsingar í síma 91-674433. Til sölu - Skipagata 8 Tilboð óskastí Skipagötu 8, ísafirði, sem er 240 m2 raðhús m. bílskúr, suðursvölum og rœktaðri lóð. Uppiýsingar gefa Valgerður og Haukur í síma 3583.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.