Bæjarins besta - 29.09.1993, Blaðsíða 12
Fljúgið
með elsta
starfandi áætlunar-
flugfélagi á íslandi
FLUGFÉLAGIÐ
ERNIRf
ISAFJARÐARFLUGVELU
© 4200 • □ 4688
Hólmavík:
Óká
hross
og lésl
BANASLYS varð um
helgina á þjóðveginum við
Skeljavík, rétt sunnan við
Hóimavík er sautján ára
piltur frá Hólmavík ók á
hross sem var í hrossahópi
rétt við veginn.
Pilturinn sem var einn í
bílnum var á suðurleið er
slysið átti sér stað. Engin
bremsuför voru sjáanleg á
slysstað og bendir það til
þess að óhappið hafi borið
brátt að og að ekki hafi
gefist tími til hemlunar.
Lausaganga hrossa í
Hólmavíkurhreppi er bönn-
uð sjö mánuði ársins, frá
október og fram í maí og er
því aðeins tæp vika þar til
bannið tekur giidi. Hinn
látni hét Kjartan Friögeir
Þorsteinsson, til heimilis að
Hafnarbraut 33 á Hólmavík.
Hann var fæddur 30. júní
1976.
-S.
íþróttahúsið:
Arnar og
Leifur ráðnir
Á SÍÐASTA fundi
bæjarstjórnar ísafjarðar
var ákveðið að ráða þá
Arnar Þór Stefánsson og
Leif Halldórsson sem
starfsmenn nýja íþrótta-
hússins á Torfnesi.
Þrettán umsóknir bárust
um störfin tvö og óskuðu
þrírumsækjenda nafnleynd-
ar, þar á meðai Arnar Þór.
Aðrir umsækjendur um
stöðumar voru Arnór Jóns-
son, Auður Björnsdóttir,
EyþórÖm Óskarsson, Grétar
T. Birgisson, Guðmundur
Heigason, Guðmundur
Jónsson, Kristinn Óskarsson,
Preben Jón Pétursson og
Þórður K. Andrésson.
BlLALEIGAN
'RNIR
Þar sem
bílarnir skipta
um eigendur
SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI
© 4300 • © 4448
Fyrir hann...
... og hana
áfjÓNBS
ÍTIgunna
Ljóninu, Skeiói, ísafirði, sími 3464
Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Togaraútgerðar Isafjarðar skoðar hér skemmdimar á Skutli ásamt
skipstjóranum á Amarfelli og Gunnlaugi Gunnlaugssyni hafnarverði.
ísafjörður:
Amarfellið sigldi á Skutul
- tjónið á Skutli áætlað um ein milljón. Skipið hélt til veiða í nótt
FLUTNINGASKIPIÐ Arnarfell sigldi á rækjutogarann
Skutul ÍS-180 þegar það var að leggjast upp aðí Isafjarðar-
höfn um kl. 11 á laugardagsmorgun. Skemmdir á Skutli
reyndust minni en talið var í upphafi og litlar skemmdir
urðu á Arnarfellinu. Áætlaður kostnaður við viðgerðina á
Skutli er um ein milljón. Ráðgert var að viðgerð lyki að
mestu í gærkvöldi og átti skipið þá að halda á miðin.
Þegar óhappið átti sér stað
var strekkingsvindur út fjörð-
inn og kann það að hafa áhrif
á hvemig fór. Líklegast er talið
að skipstjórinn á Amarfellinu
hafi misreiknað þann vind sem
kom aftan á skipið og því farið
sem fór. Er Arnarfellið rakst á
Skutul slitnuðu landfestar og
rakst skipið því utan í Júlíus
Geirmundsson sem lá fyrir
framan. Engar skemmdir urðu
á Júlíusi. Starfsmenn Skipa-
smíðastöðvar Marsellíusar hf.
hófu þegar viðgerð á Skutli
og átti henni að ljúka í gær-
kvöldi.
„Við erum kannski að tala
um tjón upp á eina milljón
króna. Það hefurgengið betur
að rétta gálgann en talið var í
upphafi og því er tjónið ekki
meira. Við munum klára að
gera við gálgann í dag (þrióju-
dag), og rekkverkið og annað
smáræði verður klárað þegar
skipið kemur næst í land en þá
mun þaó stoppa í um vikutíma
vegna utanlandsferðar áhafn-
arinnar,” sagði Sigurður Jó-
hannsson, verkstjóri hjáSkipa-
smíðastöð Marsellíusar hf. í
samtali við blaðið.
-s.
Vestfirðir:
Enginn landshluti tapar eins
fiskv
miklum kvóta á einu
• r %
eioiari
- mesta hrunið er á Bíldudal og á Suðureyri
ENGINN landshluti hefur tapað eins mikilli hlutdeild í heildarbotnsfiskkvótanum á
nýbyrjuðu fiskveiðiári og Vestfirðir. Hluti Vestfirðinga í upphafi nýbyrjaðs fiskveiðiárs
er 9% minni en við upphaf síðasta kvótaárs en þá voru Vestfirðingar með 12,76%
heildarbotnsfiskkvótans á móti 11,59% á nýbyrjuðu kvótaári. Vestfirðingar hafa því 2.800
tonna minni botnsfiskkvóta í þorskígildum en þeir hefðu haft, ef hlutdeild þeirra hefði ekki
breyst á milli ára.
Ailirútgerðarstaöirá Vest- minnkaði úr 0,73% af heild
fjörðum hafa tapað hlutdeild niður í 0,20%. Á Suðureyri
nema ísafjörður og Súðavík minnkaðihlutdeildinúr0,68%
og mest hefur hrapið orðið á í 0,17%, á Patreksfirði úr
Bíldudal, þar sem hlutdeildin 1,13% í 0,88%, á Tálknafirði
úr 0,79% í 0,74%, á Þingeyri
úr 1,55% í 1,31 %, á Flateyri úr
0,81% í 0,80% og í Bolungar-
vík minnkaði hlutdeild í heild-
araflanum úr 1,58% í 1,54%.
ísafjörður eykur við sig
hlutdeild í heildaraflanum úr
4,40% í 4,60%, þrátt fyrir að
tonnafjöldinnminnki um 1.271
tonn. Súðvíkingar auka einnig
við sig í prósentum talið, fara
úr 1,09% í 1,35%, en þar eyks
tonnafjöldinn um 193 tonn.
-s.
OHAÐ
FRÉTTABLAÐ
A
VESTFJÖRÐUM
Breiöadalsheiöi:
Farþega
saknað
RÚTUBÍLSTJÓRI á
ferð yfir Breiðadalsheiði
tilkynnti til lögreglu klukk-
an korter yfir fimm, að-
faranótt sunnudags, að
einn farþegi hanssem farið
hafði út að létta á sér, væri
saknað.
Myrkrið var það mikið
að leit rútubílstjórans bar
engan árangur. Lögreglan
sendi því alla bíla sína upp
eftir og undirbjó ýmsar
varúðarráóstafanir og var
meðal annars tilbúin að gera
björgunarsveitum viðvart.
Tuttugu mínútum síðar
fannstmaóurinnheill áhúfi,
hann hafði gengið of langt
frá rútunni, var staddur
norðanmegin við Kinnina
og hallinn í skarðinu orðinn
of mikill til að snúa við og
taldi hann því betra að fara
niður alla brekkuna og
ganga aftur upp með veg-
inum sem tók hann um
tuttugu mínútur.
ísafjörður:
Eltu klif-
urketti
Á FIMMTA tíma að-
fararnætur sunnudags
barst lögreglunni tilkynn-
ing um mannaferðir á
vinnupöllunum við Al-
þýðuhúsiðen þar reyndust
fullorðnir menn að hættu-
legum leik.
Þegar lögreglan var komin
á staðinn tók einn mann-
anna, sem þá var kominn
niður af pöllunum, á rás og
klifraði upp eftir niðurfalls-
röri á húsi Kaupfélags Isa-
fjarðar. Þegar lögreglu-
bílinn nálgaðist Kaupfél-
agið sáu Iögregluþjónarnir
hvar maðurinn stökk niður
af rörinu á jöróinaog slasast.
Kallaó var á sjúkrabíl en á
endanufn varð að flytja
manninn í lögreglubíl þar
sem hann þarfnaðist fylgdar
lögregluþjónaásjúkrahúsið.
-hþ.
RITSTJÓRN Ð 4560 - FAX S 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT Ð 4570