Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 2
2
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993
BB spyr:
GuðmundurH. Ingólfsson.
hátt,” sagði Guðmundur að
lokum.
-hþ.
Afmæli:
Árinu eldri
í dag
í DAG 29. september er
þetta örverpi hennar
mömmu sinnar orðin einu
ári eldri en í fyrra og gettu
nú.
Hún tekur á móti hörðum
pökkum heima hjá sér að
Eyrargötu 8, á Isafirði fram
að hádegi á sunnudag. Til
hamingju með þennan
merka áfanga.
Vinir og vandamenn,
hinum megin við fjöllin.
Lagt fíl að sveitarfélögum
verði fækkað um 153
Málið kynnt almenningi
í næsla mánuði
Ertu búiti(n)
að taka slátur?
Hildigunnur
Högnadóttir:
„Nei, ég er ekki búin að
því en það stendur til.”
Ásthildur Cesil
Þórðardóttir:
„Nei, þetta er í fýrsta
skipt.i sem ég tek ekkí
slátur. Það er rrunna á
boðstólnum eftir að
sláturhösið hérna hætti
störfum.”
JónasMagnússon:
„Nei, ég hef heldur ekki
gert það um árin og það
stendur ekki til að breyta
Hörður Þorsteinsson:
„Nei, en ég ætla að gera
Sólveig Sigurðardóttir:
„Nei, það hef ég aldrei
gert og æda mér það
ekkert frekar íár.”
UMDÆMANEFNDIR heimamanna í öllum kjördæmum
landsins hafa skilað tillögum sínum um sameiningu sveitar-
félaga á landinu. Almennar kosningar um tillögurnar fara
fram iaugardaginn 20. nóvember næstkomandi og verður
kosið á almennum kjörstöðum. Nefndirnar átta gera tillögur
um að sveitarfélögum fækki um 153, eða úr 196 í 43. Kosið
verður í 186 af 196 sveitarfélögum.
Verði þessar tillögur sam-
þykktar verða sveitarfélög
með innan við 500 íbúa þrjú
talsins en þau voru 142 hinn 1.
desember sl. Sveitarfélög með
500-1000 íbúa yrðu ellefu
talsins en voru tuttugu og tvö,
sveitarfélög með 1000-2000
íbúa yrðu þrettán en voru
sautján, sveitarfélög með
2000-10.000 íbúa yrðu ellefu
en voru tólf, sveitarfélög með
10.000-100.000. íbúa yrðu
fjögur en voru þrjú og áfram
yrði eitt sveitarfélag með yfir
100.000. íbúa. Samþykkt þess-
ara tillagna hefði í för með
sér mesta fækkun minnstu
sveitarfélaganna eða úr 142 í
3 eins og áður er vikið að.
Þau þrjú sveitarfélög sem
hefðu færri en 50 íbúa væru
Raufarhöfn með 372, Reyk-
hólahreppur með 357 og aust-
anvert Snæfellsnes með 324
íbúa.
Umdæmanefndimar kynna
nú tillögur sínar í öllum kjör-
dæmum landsins. Grundvallar-
hugmyndin um sameiningu
sveitarfélaga hefur þegar verið
kynnt í bæklingi sem sendur
hefur verið inn á hvert heimili
í dreifbýliskjördæmunum.
Markmióið með samein-
ingu sveitarfélaga er að treysta
byggó í landinu og efla stjóm
heimamanna, að auðvelda
flutning verkefna frá ríki til
sveitarfélaga og að auka þjó-
nustu við íbúana og gera
sveitarfélögunum betur kleift
að takast á við núverandi verk-
efni og væntanleg. Við gerð
tillagna sinna hafa umdæma-
nefndirnar ennfremur haft að
markmiði að sveitarfélögin
myndi heilstæð atvinnu- og
þjónustusvæði þannig að þétt-
býli og sveitir umhverfis það
séu í sama sveitarfélagi; að
tekið sé tillit til landfræði-
legra aðstæðna og samgangna
eins og kostur er til að tryggja
gott samgöngukerfi innan
hvers sveitarfélags og að reynt
verði að jafna tekjumöguleika
sveitarfélaga frá því sem nú er.
Undirbúningur sameiningar
sveitarfélaga hefur staðið yfir
lengi og víðtækt samráð hefur
verið haft við sveitarstjórnar-
menn um land allt. Alþingi á-
kvað á sínum tíma að fela
umdæmanefndum í hverjum
landshluta að gera tillögur um
ný umdæmi sveitarfélaga í
samráði við heimamenn. A
Vestfjörðum leggur umdæma-
nefndin til að sveitarfélögum
fækki um tuttugu, úr tuttugu
og fjórum í fjögur. Vestur-
Barðastrandasýsla verði eitt
sveitarfélag í stað fimm nú
með tæplega 1.700 íbúa. Þar
eru Barðastrandahreppur,
Rauðasandshreppur, Patreks-
hreppur, Tálknafjarðarhreppur
og Bíldudalshreppur.
Vestur-ísafjarðarsýsla,
Norður-Isafjarðarsýsla, Isa-
fjarðarkaupstaður og Bolung-
arvíkurkaupstaður verði eitt
sveitarfélag í stað tólf með
liðlega 6.400 íbúa. Þar eru
Þingeyrarhreppur, Mýrahrepp-
ur, Mosvallahreppur, Flat-
eyrarhreppur, Suðureyrar-
hreppur, Bolungarvíkurkaup-
staður, Isafjarðarkaupstaður,
Súðavíkurhreppur, Ogur-
hreppur, Reykjafjarðarhrepp-
ur, Nauteyrarhreppur og Snæ-
fjallahreppur. Þá leggur nefnd-
in til að Strandasýsla verði
eitt sveitarfélag í stað sex, með
alls liðlega eitt þúsund íbúa.
Sveitarfélög þar eru Arnes-
hreppur, Kaldrananeshreppur,
Hólmavíkurhreppur, Kirkju-
bólshreppur, Broddaneshrepp-
ur og Bæjarhreppur.
Um kosningamar sjálfar eru
vert að taka fram eftirfarandi:
Meirihluta greiddra atkvæða
þarf til að tillaga um sam-
einingu teljist samþykkt. Það
þýðir að vilji menn stuðla að
sameiningu á sínu heimasvæði
verða þeir að mæta á kjörs-
tað.
Hljóti tillagan ekki sam-
þykki í öllum sveitarfélögunum
sem lagt er til að sameinist, en
í að minnsta kosti 2/3 þeirra,
er viðkomandi sveitarstjómum
heimilt að ákveða sameiningu
þeirra sveitarfélaga sem sam-
UMDÆMANEFND Vestfjarða mun í lok október kynna
sameiningu sveitarfélaga fyrir Vestfírðingum og hefur þegar
staðið fyrir kynningarfundi í Súðavík þess efnis. I sumar
hefur BB staðið fyrir dálki einum sem nefnist BB SPYR og
í síðustu viku var spurt hvort viðkomandi væri hlynntur
sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Það vakti athygli
blaðamanns að af þeim átta handahófskenndu aðilum á
lögaldri sem spurðir voru, vildu aðeins fjórir tjá sig um
málið og aðeins þrír vissu um hvað það snerist. Þá vaknaði
sú spurning hvort almenningur sé í raun nógu meðvitaður
um þýðingu sameiningarinnar og viti um hvað hún snýst.
Blaðið hafði samband við
Guðmund H. Ingólfsson, for-
mann umdæmanefndar Vest-
fjaróa sem hefur umsjón með
kynningu sameiningarinnar, og
spurði hann hvort fyrirhugað
væri að kynna Vestfirðingum
sameiningaráformin fyrir
kosningarnar.
„Við erum í þann mund að
hefja kynningarfundi vítt og
breitt um Vestfirði og komum
til með að setja fullan kraft í
kynningarherferðina seinni-
partinn í október. Eg hef
skipulagt fundina þannig að
þeir verða ekki í þessu hefð-
bundna formi, ég byrja á því
að gera grein fyrir samein-
ingunni og hvet svo fundar-
gesti til aó tjá sig um málið og
koma með spumingar og ég
reyni jafnframt að laða fram
skoðanir þeirra á samein-
ingunni,” sagði Guðmundur
H. Ingólfsson í samtali við
blaðió fyrir síðustu helgi en
þá var hann að undirbúa ó-
formlegan kynningarfund sem
fram fór síðastliðið fimmtu-
dagskvöld í Súðavík.
Guðmundur segir nauðsyn-
legt að allir geri sér grein fyrir
þýðingu sameiningunnar svo
að kosningarnar gefi rétta
mynd af skoðun almennings
og bendir meðal annars á eina
leið til upplýsinga. „Það er
tilvalið fyrir fólk að skrifa
lesendabréf í bæjarblöðin
varðandi sameininguna, ég
mun góðfúslega svara þeim
spumingum sem fram koma
og útskýra málið á sem bestan
Núverandi sveitarfélagaskipan á Vestfjörðum.
Sveitarfélög á Vestfjörðum samkvæmt tillögum umdæma-
nefindar.
þykkt hafa, enda hamli ekki
landfræðilegar ástæður.
Verði tillaga um sameiningu
felld en umdæmanefnd telur
að vilji íbúanna standi til
annars konar sameiningar er
henni heimilt að leggja fram
nýjar tillögur fyrir 15. janúar
1994. Greiða þarf atkvæði um
hinar nýju tillögur innan tíu
vikna þar frá, þ.e. eigi síðar en
26. mars 1994.
-slf.
Sameining sveitarfélaga á Vestfjöröum:
Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum: