Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 4
4
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993
Óháð vlkublað
á Vestfjörð-um,
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
■b1 94-4560
□ 94-4564.
Ritstjóri:
Sigurjón cJ.
Sigurðsson
•a 4277 &
985-25362.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson og
Halldór
Sveinbj örns s on
* 5222 &
985-31062.
Blaðamaður:
Hermann Þór
Snorrason.
Útgáfudagur:
Miðvikudagur.
Prentvinnsla:
H-prent hf.
Bæjarins besta
er aðili að
samtökum
bæjar- og
héraðsfrétta-
blaða.
Eftirprentun,
hljóðritun,
notkun ljós-
mynda og
annars efnis er
óheimil nema
heimilda sé
getið.
ísafjaröarhöfn:
Miðpunklur
skipaumferðar
EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum tókst þátttaka
ísfirskra fyrirtækja mjög vel á Sjávarútvegssýningunni í
Reykjavík um þarsiðustu helgi. Ljóst er að Isafjarðarhöfn
er orðin aðeins þekktari en fyrir þremur vikum í sjávarút-
vegsheiminum og hafði BB samband við Hermann Skúlason
hafnarstjóra og spurði hann álits á sýningunni og hvaða
áhrif hún hafi fyrir Isafjarðarhöfn.
„Það er enginn vafi að
sýningin hefur mjög góð á-
hrif, ekki bara fyrir Isafjarðar-
höfn heldur fyrir Isafjarðar-
kaupstað í heild sinni. Þarna
náðum við að minna á okkur
og auglýsa hvað Isafjörður
hefur upp á að bjóða,” sagði
Hermann. Umráðasvæði Isa-
fjarðarhafnar á sýningunni var
ekki stórt en það háði þeim
ekki og sannaðist þar að hægt
að gera góða hluti á litlu
svæði. Prentuð var vegleg
kynningarmappa um Isafjörð
þar sem nokkur fyrirtæki eru
meðal annars kynnt og átti
mappan sinn þátt í hve vel tókst
til. „Ef við verðum jafn brattir
að þremur árum liðnum þegar
ísafjöröur:
Dekkiasluldur með slæl
AÐ MORGNI miðviku-
dags í síðustu viku var lög-
reglu tilkynnt um dekkjastuld
fyrir utan bílaverkstæði
Sigurðar Stefánssonar á
Seljalandsvegi.
Stolið var dekki undan bíl
einum á bílastæði verkstæð-
isins og setti þjófurinn annað í
staðinn. Gallinn var bara að
„nýja” dekkið var miklu eldra
og af annarri stærð.
Málið er í rannsókn og sá
sem grunur hefur fallið á, hefur
verið yfirheyrður.
-hþ.
ísafjarðarsýsla:
Lausagangur
skepna til trafala
MIKIÐ hefur verið hringt
og kvartað undan nokkrum
bændum sem hafa hross og
kýr í búi sínu vegna lausa-
gangs dýranna. Sérstaklega
hefur verið kvartað undan
þremur aðilum að undan-
förnu í Isafjarðarsýslu.
Lögreglan á Isafirði segir
þessi mál ekki á lausagang
rollanna bætandi þar sem þær
hafi löngum gert ökumönnum
lífið leitt á þjóðvegum lands-
ins. Lögreglan segir skýr-
inguna vera slæman frágang
bænda á dýrunum og segir
jafnframt að oftast sé um sömu
dýr og bændur að ræða.
-hþ.
Hermann Skúlason með kynningarmöppuna sem inni bæjarkort og upplýsingar um
fyrirtæki og staðsetningu þeirra ásamt ágripi af sögu Isafjarðar.
næsta sjávarútvegssýning
verður haldin, þá má vel vera
að við notumst við sama
sýningarfyrirkomulag og end-
urtökum leikinn.”
Flateyri:
Leikfélagið
setur upp
Stundarfrið
Guðmundar
LEIKFÉLAG Flateyrar
vinnur nú að uppsetningu á
Stundarfriði eftir Guðmund
Steinsson og verður verkið
frumsýnt í lok október.
Hér er um að ræða gaman-
leik með pólitísku ívafi og taka
tíu leikarar þátt í sýningunni
en alls standa 20 manns að
uppfærslunni. Stundarfriður
var frumflutt í Þjóðleikhúsinu
fyrir 14 árum en leikstjóri þess
nú er Guðjón Ingi Sigurðsson
og framkvæmdastjóri sýning-
arinnar er Halldóra Jónsdóttir.
Leikfélag Flateyrar áætlar
að sýna verkið í nágranna-
byggðarlögunum í nóvember.
Formaður Leikfélags Flateyrar
er Sigrún Gerða Gísladóttir.
-s.
Framtíð ísafjarðarhafnar er
björt, miklar framkvæmdir
hafa verið í sumar og fyrir-
sjáanlegt er að skipaumferð á
enn eftir að aukast töluvert.
„Vió verðum miðpunktur
skipaumferðar á Vestfjörðum
þegar jarðgöngin verða tiibúin
og það er eins gott að höfnin
sé vel undir það búin. Skipin
sem hingað komaeru ekki bara
gagngert í þeim tilgangi að
flytja hingað vörur, hér koma
einnig við skip sem leið eiga
hjá Islandi og enn önnur koma
hingað til viðgerða.
Hafnaraðstaðan gerist sí-
fellt betri, nýja hafnarvogin
sem hönnuð var ög uppsett af
Póls hf. hefur reynst mjög vel
og dýpkunarframkvæmdir í
Sundahöfn ganga sem best
verður á kosið og búist er við
að þeim framkvæmdum Ijúki
um miðjan næsta mánuð.
Með tilkomu endanlegrar
mynd Sundahafnarinnar verð-
ur til dæmis hægt aó leggja
fragtskipum og minni
skemmtiferðaskipum aðhöfn
og það eru ýmsir möguleikar
sem eftir eiga að opnast í
þessum málum,” sagði Her-
mann Skúlason hafnarstjóri.
-hþ.
Sundlaug Suðureyrar
Opnunartímar í vetur
Mánudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími
kl. 19:00-20:30 Fullorðinstími
Þriðjudaga kl. 17:15-20:00 Almennur tími
Miðvikudaga kl. 17:15-19:00 Pottatími
Fimmtudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími
kl. 19:00-20:30 Fulloróinstími
Föstudaga kl. 17:15-20:00 Almennurtími
Laugardaga kl. 13:00-16:00 Almennurtími
Sunnudaga kl. 13:00-16:00 Almennurtími
Sundlaugargestir fari upp úr ekki seinna en
15 mín. fyrir auglýstan lokunartíma.
Leiðarinn:
Um hvað verður kosið í nóvember?
Víða um land fer nú fram umræða um sameiningu sveitar-
félaga, en í nóvember nk. verður atkvæðagreiðsla þar sem
almenningi gefst kostur á að gera grein fyrir afstöðu sinni.
Af umræóunni má marka aó nokkuð skiptar skoðanir eru
um sameiningarmálin. Sínum augum lítur hver á siifriö.
Eins og oft vill vcrða í viðkvæmum málum, þar sem til-
finningumhættirtilaðbera skynseminaofurliði, verðaöfgarnar
fyrirferðarmeiri t umræðunni en ella. í flestum tilfellum er
þetta til tjóns.
Undir þá gagnrýni má taka, að sameiningarmálin scu það
umfangsmikil að miklu meiri kynningar sé þörf til að
almenningur geti náð áttum og gengið að kjörborðinu með
ákveðna og mótaða stefnu, byggða á upplýsíngum um megin
þætti málsins, en ekki á með- og móti-upphrópunum, þar sem
hrópendurnir gera í fæstum tilfellum tilraunir til að komast að
kjamanum.
í stuttum skrifum er engan veginn unnt að brjóta til mergjar
kosti og galla sem fylgja sameiningu margra smárra sveitar-
félaga í eina eða fáeinar stærri einingar. Sumt ætti þó að liggja
ljóst fyrir. Það hlýtur t.d. að segja sig sjálft, að innan vió
hundrað manna samfélög eru ekki til stórræða. Sjáifsagt geta
þau skrimt á horriminni, eins og þau hafa gert af gömlum vana,
en ekkert umfram. Þetta á einnig við úm „stærri gerðina” af
fámennum sveitarfélögum, sem hættir til aó ofmeta mátt sinn
og megin.
Þegar almenningur gengur að kjörborðinu í nóvember á
hann vissulega í vanda. Atkvæóagreiöslan er að því leyti
frábrugðin alþingiskosningum, að kjósandinn getur ekki
huggað sig við að gera betur næst. í þessu tilviki veit enginn
hvenær eða yfir höfuð hvort það veröur kosið aftur um
samciningu. Það er enginn kominn til með að scgja, að við
getum bara tekið næsta strætisvagn. Biðin eftir næsta vagni
verður örugglega bæði löng og dýrkeypt.
Fram til kosninga hvílir sú skyldaá bæjarstjórnum og hrepps-
nefndum að kynna almenningi, sem frckast er kostur, um hvaö
málið snýst og snýst ekki. Á þessari kynningu veltur hver
úrslitin verða. Eftir kosningar er of seint í rassinn gripið að
iðrast.
Nefnum fáein dæmi um hvað sameiningin snýst: Öflugri
sveitarfélög, tilbúin að takast á við stærri verkefni, sem
hingað tíl hafa veriö í höndum rtkisvaldsins, m.ö.o. meiri
sjálfstjóm; greióári samgöngur innan sveitarfélagsins, sem
þýðir m.a. betri nýtingu mannvirkja og aukna atvinnu-
möguleika; minni yfirstjórn og sparnað og þar með betri
meðferð fjármuna.
Sameiningin snýst aftur á móti ekki um persónu félagsmála-
ráðhérra, eins og sumir gáfumenn hafa látió í veðri vaka; ekki
um einstök sýslumannsembætti eöa hreppstjóratitla og skrif-
stofu í þessu húsi eða hinu; ekki um sjálfstæóisyfirlýsingar
þótt menn hafi taugar til Bjarts í Sumarhúsum og er þá fátt eitt
nefnt.
Sameining sveitarfélaga er eina von landsbyggðarinnar gegn
þeirri þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu. Svo einfalt
er það nú.