Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993
3
Slysavarnafélag íslands:
Stendur fyrir ótaki í
slysovömum barna
HERDÍS Storgaard,
barnaslysafulltrúi Slysa-
varnafélags Islands kom í
fundaferð um Vestfirði í
síðustu viku til að kynna
bæjarátak í slysavörnum
barna sem þegar er hafið á
nokkrum stöðum á landinu.
Herdís hélt fund á Isafirði á
þriðjudaginn í síöustu viku,
því næst í Bolungarvík á mió-
vikudagskvöld og á Suðureyri
og Flateyri á fimmtudaginn.
Hún var ánægð með ferðina í
heild en sagðist þó hafa búist
við betri fundasókn Isfirðinga.
Njaróvíkingar og Keflvík-
ingar voru fyrstir Suðumesja-
manna til að taka þátt í
einskonar reynsluátaki um
öryggi barna sem lauk síðast-
liðið voren það var upphafið
af formlega bæjarátakinu sem
nú er hafið í öðrum lands-
hlutum. „I þessum ferðum
mínum er ég að kynna niður-
stöður mínar úr reynsluátakinu
og um leið að fá fólk til um-
hugsunar í viðkomandi bæjar-
félögum um hvort það vilji
taka þátt í þessu bæjarátaki
Slysavarnafélagsins.
Þarna er um borgarafundi að
ræóa auk þess sem ég ræði
einnig við forráöamenn og
aðra starfsmenn grunnskóla,
leikskóla og annara stofnana
sem á einhvem hátt umgangast
börn,” sagði Herdís Storgaard.
Starf Herdísar er margþætt,
þó þaö snúi aðallega að barna-
slysum. Eitt verkefna Herdísar
lýtur að reglugerðamyndun á
öryggi barna og hún hefur
notað fundarferðina til að
kynna það verkefni líka. „A
Islandi gilda engar öryggis-
reglur um barnaleikvelli eða
hönnun þeirra og engin ör-
yggisúttekt hefur verið fram-
kvæmd á þeim. Eg hef unnið
að þessu í þrjú ár og undan-
farið höfum við skoðað
evrópska staðlaröð yfir leik-
svæði barna. Núna er starf-
andi tæknihópur á Islandi og
áætlað er að gera þessar reglur
að lögum árið 1995. Viðerum
að gefa yfirvöldum tíma og
tækifæri til umhugsunarog lag-
færinga á leikvöllum svo allt
verði tilbúið að tveimur árum
liðnum.”
Herdís Storgaard.
Herdís hefur sinnt þessu
starfi í þrjú ár og á meðal
annars sæti í nefnd skipaðri af
menntamálaráðherra, sem
vinnur að öryggi almennings
á sundstöðum. Hún segir það
allt of algengt að sundlaugar-
verðir séu jafnvel ekki syntir.
Nefndin gerði meðal annars
könnun á drukknun barna til
að sanna sitt mál og er þessa
dagana að skila af sér reglu-
gerð um öryggi laugargesta.
Frá því að BB tók viðtalió
við Herdísi í síðustu viku,
hefur eitt alvarlegt slys átt sér
stað í Kópavogslauginni eins
og greint hefur verið frá í fjöl-
miðlum. Nefna mætti einnig
reglugerðir um setlaugar, heita
potta og fleira sem nú þegar
eru samþykktar.
Eitt af því sem Herdís hefur
unnið að eru svokallaðar
bamaöruggar umbúðir og hafa
hreinsiefni verið þar efst á lista.
Eitt þeirra er hreinsiefnið
Finish en það var kynnt á Isa-
firði í síðustu viku. Efnió er
til á mörgum heimilum og gerst
hefur að börn leggi sér það til
munns. I því er ætandi efni,
eins og raunar í öllum hreinsi-
efnum. Það brennir meltingar-
veginn að innan og gerir
viókomandi erfitt fyrir að
kyngja það sem eftir er æv-
innar. Tvö til þrjú dæmi eru
um þetta á hverju ári á Islandi
samkvæmt skýrslu öryggis-
nefndarinnar.
UmbúðirFinish voru gerðar
barnaöruggar í sumar og eru
breytingamar fólgnar í því að
þrýsta þarf á lok' pakkans á
tveimur stöðum í einu og snúa
Hreinsiefiiið Finish sem fór
í bamaöruggar umbúðir í
sumar.
um leið til að opna. Þessi
hönnun loksins er samkvæmt
ISO staðli sem Evrópubanda-
lagið setur. Þetta er marg-
prófað og söluaðilar telja þetta
mikla by ltingu í öryggismálum
barna hvað þetta varðar.
„Það verkefni sem ég byrj-
aði síðast á, varðar laus fót-
boltamörk. Það hafa til dæmis
orðið tvö mjög alvarleg slys á
Akureyri í sumar vegna fót-
boltamarka sem fallið hafa á
börnin. Við viljum fá eitthvað
gert í málunum og höfum eina
norska hugmynd í huga, það
eru sérstakar festingar sem nota
má á margs konar undirlagi.
Það er slæmt að þurfa að horfa
upp á slysin þrátt fyrir ýmsar
ábendingar. Það er nauðsyn-
legt að gera einhverja aðila
ábyrga sem geta fylgst með
mörkunum og tryggt að þau
séu föst,” sagði Herdís að
lokum.
-hþ.
HAMRABORG HF.
HAFNARSTRÆTI7, ÍSAFIRÐI, SÍMI3166
HAMRABORG HF. A
starfsafmœlifimmtudaginn 30. september.
ítilefni dagsins er viÖskiptavinum
verslunarinnar boÖiÖ til smáveislu milli
klukkan þrjú og sjö á afmœlisdaginn.
Á boröum veröa samloka og Pepsi eÖa íspinni.
Velkomin í veisluna