Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.12.1993, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 29.12.1993, Blaðsíða 5
R£JARINS BESTA • Miðvikudagur 29. desember 1993 5 Á gatnamótum Skólastígs og Hafnargötu. Hálfdánsbúð er til hægrí og þá sést einnig í Hringsbúð (hvita húsið til hægri) en það er verbúðin sem höfundur bjó í. Þá sést sparisjóðurinn sem byggður var 1934. Ljósmyndirnar tók Geir Guðmundsson i Bolungarvík. SigurðurJ. Jóhannsson skrífar: Þegar drengurinn kom út á hlaðið fyrir framan bíslagið nuddaði hann stírurnar úr augunum. Sólskinið blindaði hann svo að haninn, semhreykt hafði sér á trönumar, sem pabbi drengsins hafði sett upp til heimaslátrunar fyrir neðan húsið, varð að svartri ófreskju þar sem hann bar við himinn. Gaggið í hænuskaranum, sem vappaði í hring fyrir neðan herra sinn, kom drengnum aftur til vemleikans. Svarta ófreskjan leystist upp í morg- unskininu. Athafnasemi pútn- anna benti til að marnma eða amma drengsins hefði gaukað að þeim hnefafylli af byggi. Mamma drengsins hafði beðið hans í eldliúsinu þegar hann kom niður af svefn- loftinu. -Osköp varstu lengi að klæða þig, væni minn, sagði hún. Ég var margbúin að kalla á þig. Geitumar bíða. A þessu augnabliki var drengnum hjartanlega sama um geitarskammimar. Hann vissi sem var, að hann kæmist ekki undan því að reka þær upp í Bólin, þar sem þær undu sér daglangt. Svo yrði hann að sækja þær þegar kvöldaði. Hann skyldi ekki þessi læti útaf geitunum. Það var fjarri honum að viðurkenna, að eins og honum þótti gott að elta pabba út í geitakofann, þegar hann fór að mjólka, dýfa litla, emeleraða málinu sínu í fötuna og drekka spenvolga geita- mjólkina, þá varhann stundum latur við geitarreksturinn. Drengurinn tók á rás í áttina að geitakofanum. Hann æddi gegnum hænuhópinn og kærði sig kollóttan um fjaðrafokið sem hann olli. Honum var mikið niðri fyrir. Eftirrekst- urinn í mömmu hans átti sér orsakir. Hún ætlaði í kaupstað í dag. Það féll ferð inneftir. En það sem meira var, hann átti að fá að koma með. Hamagangurinn í drengnum var svo mikill að hann stein- gleymdi að bjóða Kolla, vini sínum, góðan daginn þar sem hann sleikti sólskinið undir móhlaðanum. Þeir Kollihöfðu verið óaðskiljanlegir frá fyrsta degi þegar pabbi hans kom með hvolpinn heim. Er, nu var Kolur, en svo hét Kollt réttu nafni, orðinn fullvaxinn hund- ur. Drengurinn hafði snörhand- tök við að hleypa geitunum út. Hann kunni lagið á þeim og gætti þess vel að þær sæu brauðhleifinn, sem mamma hanshafðiréttnáðaðfáhonum áður en hann þaut út. Geitumar vom svo vitlausar í brauð, að drengurinn hafði stundum velt því fyrir sér hvort hægt væri að teyma þær á heimsenda meó brauði. Hann var þó efins. Heimsendir var víst svaka langt í burtu og mamma hans átti ekki svo niikið brauð. Þegar hann hafði gefið geitunum að smakka á brauð- inu rölti hann af stað og gætti þess að þær sæu hvað eftir var af góðgætinu. Það var tilgangs- laust að ætla aó reka geitur. En þær eltu brauðið. Þegar í hagann kæmi fengju þær rest- ina. Tilhlökkunin um kaupstað- arferðina gerði drenginn léttan í spori og hann fór að hlaupa á undan geitunum. Kolli, sem var vanur að fylgja honum, skyldi ekkert í þessi írafári. Venjulega gat hann tekið spretti út og suður, ef eitthvað markvert bar fyrir augu, og skotist síðan aftur til drengsins, þar sem hann rölti letilega á undan geitunum. En nú var Kollilítiðmeiraenhissa. Kolla langaði að gelta til að ná athygli drengsins. En hann vissi að þá rnyndu geitumar setja undir sig hausinn og munda homin til vamar. Og Kolli vissi af langri reynslu að þá var flótti eina vöm hans. Mamma hans var tilbúin til fararinnar þegar hann kom heim frá geitarrekstrinum. Uppi á rúmfletinu hans biðu betri föt. Formaðurinn á mótorbátn- um var búinn að setja vélina í gang þegar þau komu út á Brjótinn. Niðri við varar- veggina innan við brjótinn undi mávurinn sér í gömlum fiskúr- gangi og þar sem af nógu var að taka ríkti sátt í fugla- heiminum. Það glampaði á kúskeljahraukana á kambinum. Þar öttu drengimir oft skelja- kapp. I skeljakappi reið á að fmna nógu þykka skel, sem gat maskað allar skeljar and- stæðingsins. Það var hálffallinn sjór svo formaðurinn þurfti aó hjálpa farþegunumumborð. Mamrna drengsins var létt á sér, en honum fannst skondió að sjá formanninn baxa við hinar tvær konumar, sem vom helmingi stærri en mamma hans. For- maðurinn varó eldrauður í framan. -Og svo er það böggullinn, sagði hann, um leið og hann tók sterklegum lúkum undir hendur drengsins. Drengurinn kom sér vel f yrir frammi á lúkamum. Báturinn klauf sléttan sjóinn og harrn dundaði sér við að telja gár- umar frá stefninu án þess að fá nokkra niðurstöðu. Þegar kom inn undir Hólana kom örlítill andvari og framundan Kálfa- dalnum kom hann auga á sel. Drengurinn virti selinn vandlega fyrir sér. Tilvist bátsins truflaði selinn í engu aðnjótaveðurblíðunnar. Hann virtist kunna vel við að láta gámmar frá kinnungi trillunnar vagga sér og stór, spyrjandi augu mændu á drenginn, sem öfundaði sjávarbúann af sund- kunnáttunni. Þegar selurinn stakk sér sá drengurinn hversu gríðar stór hann var og ósjálf- rátt varð honum litið á kon- umar tvær, sem sátu við hlið móður hans á lestarlúgunni. Til að stytta sér leið sagðist formaðurinn ætla að Norður- tangabryggjunni. Það haföi fallið meira út og meðan verið var að hosa konumar upp á bryggjuna undi drengurinn sér við að skoða gróðurinn á bryggjustaumnum. Honum fannst gaman að geta horft í gegnumbryggjuna. Brjóturinn heima var úr grjóti og steypu. Drengurinn heyrði formann- inn segja konunum að þær yrðu aö vera komnar hingað aftur á tilteknum tíma. Hann gæti ekki beðiö. Sjálfurhafði drengurinn ekki áhyggjur af þessu. En hann sá að mamma hans og hinar konumar kinkuðu kolli. Það var fyrst farið heim til Imbu frænku á Bökkunum. Imba frænka átti heima á efri hæöinni í stóm húsi. Svo fannst drengnum að minnsta kosti í samanburði við gömlu ver- búðina, sem hann átti heima í. Það var ekkert bíslag við húsið og tröppumar fyrir framan vom svo háar að drengurinn, lágur til hnésins, átti í erfiðleikum með að klofa upp á þær. Eftirkaffiðhjálmbu frænku, sem sagði að þau hefðu hitt vel á þar sem hún var að enda við að baka grautarlummur, og margendurteknar kveðjur þar sem mamma sagðist inn á milli kossanna reikna með að fara beint á bryggjuna þegar kæmi aó heimferð, skoppaði dreng- urinn ýmist við hlið móóur sinnar eða á eftir henni upp í bæinn. Og nú tók við ný og áður óþekkt veröld. Kaupstaðurinn var stór og frábmgðinn þorpi drengsins. Þama vom margar götur og mörghús og stór. Mammahans var greinilega að flýta sér og drengurinn átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Auk þess gleymdi hatm sér hvað eftir annað. En þama vora ekki bara mörg og stór hús. Drengurinn hefði ekki getað ímyndað sér að svona margar búðir væm til. Hver við hlióina á annarri. Hann haföi aldrei séð annað eins. Drengurinn hafói ákveðna hugmynd um að harrn fengi eitthvað fallegt í kaupstaðar- ferðinni. Hann impraði varlega á þessu nokkrum sinnum, jafnvel eftir að honum höfðu áskotnast nokkrir fallegir, bláir önglar og seglgarn, sem mamma hans keypti í einni búð, þar sem allt var fullt af allskonar verkfæmm, köðlum ogöóm dóti, semmammahans haföi engan áliuga á, svo senni- lega hafði hún bara farió í búðina til að kaupa krekjumar og færið fyrir hann. Nú gat hann veitt ufsa og litla þorska við Brjótinn. Hann fengi áreið- anlega ekki marga marhnúta á svona flottar krekjur. -Þetta kemur væni minn, sagði mamma hans. Tíminn er naumur sem við höfum og ég verö aö ljúka erindum núnum. Og þar vió sat. En móðir drengsins gleymdi honum ekki frekar en fyrri daginn. Allt í einu vom þau kornin í eina búðina enn. Fulla afbókum. Svonamargarbækur hafði drengurinn aldrei séð á einum stað. Sjálfur átti hann fáeinar bamabækur og hélt mikið upp á Kára litla og lappa, sem honum fannst stundum að væm hann sjálfur og Kolli. En þarna var fleira en bækur. Drengurinn stóð sem stein- mnninn. Hann heyrði ekki spurningar mömmu sinnar, hvort hann sæi ekki eitthvað sem hann langaði í, hvort hann langaði í bók eóa eitthvað annað. Hugur hans var í upp- námi. Hann varð ringlaðri og ringlaðri þar til augu hans staðnæmdust við lítið, glans- andi myndskreytt hús úrblikki. -Mig langar í þetta hús, mamma, sagði hann. Þegar kaupmaðurinn tók annan gaflinn úr kom í ljós að draumahúsið hafði aö inni- halda tvo litla bíla úr timbri, grænan og rauðan. Þarna var blaðra og svo var þama sæl- gæti. Litlar kúlur, karamellur og uppvafðir lakkrísborðar með mislitum kúlum í mið- junni. Drengurinn hlustaði ekki á frekari spumingar móður sinn- ar, hvort hann vildi ekki eitthvað annað og honum létti þegar kaupmaðurinn hafði pakkað húsinu inn í umbúða- pappír. Og þegar hann sagði honum að gjöra svo vel og rétti honum pakkann, vissi hann að ekki yrði aftur snúið. Formaðurinn tvístég á bryggjunni þegar þau komu. Konumar tvær vom hvergi sjáanlegar. Hannheyrði móður sína malda í móinn þegar for- maðurinn sagðist bara fara á undan kerlingunum. Þær gætu bara átt sig. Sjálfur var dreng- urinn hlutlaus í þessu máli og gætti þess eins, að ekkert kæmi fyrir húsið hans. Drengurinn og móðir hans vom komin um borð og for- maðurinn farinn að viðhafa orðbragð, sem drengurinn dirfðist ekki að viðhafa svo móðir hans heyrði, en þeir æfóu sig stundum á strákamir, þegar engir fullorðnir vom nærri. Þá sást til kvennanna þar sem þær stormuðu í átt að bryggjunni. Feróin úteftir var tíðinda- laus. Formaðurinn vildi enga greiðslu fyrir ferðina. Hann þurfti að fara þetta hvort sem var. Þegar drengurinn nálgaðist heimili sitt kom Kolli fagnandi á móti honum og flaðraði upp urn hann. Drengurinn hastaöi á hundinn og spurði hann hvort hann sæi ekki að hann væri með dýrmætt hús í fanginu. -Þótt þetta sé ekkert fyrir hunda, Kolli minn, skal ég samt sýna þér húsið mitt. En þú verður að bíöa rólegur. Um kvöldið þegar dreng- urinn hitti leikfélaga srna og þeir höfóu spurt hann hvar hann hefði verið allan daginn, sagói hann þeim frá kaup- staðarferðinni og fallega hús- inu með bí Iunum og sælgætinu og hann sagði þeim frá öllum myndunum sem vom á því og hann sagði þeim líka að hann ætlaði ekki aó koma út með það því svona hús ætti bara aö vera inni. Og hann hafði svo margt og niikið að segja leikfélögunum umhúsið góða, að hann mundi ekki eftir bláu önglunum og seglgaminum, sem þeir heföu þó áreiðanlega öfundað hann af að eiga. Tileinkað Birgi Erni, sonarsyni mínum. Hér áður fyrr var oft farið í kaupstað á bátunum og má segja að sú skipan hafi haldist fram undir 1950. Hér er Kristján ÍS-560 að fara eina slíka ferð. Formaður er jón Kr. Elíasson. Á dekkinu eru 18 manns.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.