Bæjarins besta - 29.12.1993, Blaðsíða 6
6
BíJARINS BETA • Miðvikudagur 29. desember 1993
*
Þau ólust bæði upp á Isaflrði þegar bærinn var kenndur við eldrauðan lit. Hann
fékk kratismann með móðurmjólkinni og reifst um pólitík í skólanum til varnar
föður sínum, skólastjóranum, sem var bæjarfulltrúi og ritstjóri Skutuls. Hún
missti móður sína fjórtán ára gömul og ólst upp með eldri systkinum sem sáu um
heimilið. I dag er Rannveig Guðmundsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins,
alþingismaður og þingflokksformaður krata. Hún og eiginmaður hennar Sverrir
Jónsson eru sammála um að ísafjörður hafí verið besti staðurinn á landinu í þá
daga til að vaxa úr grasi. Þar hafí verið manndómur í uppeldi og umhverfi sem
skóp afburða þjóðfélagsþegna. „Það er engin spurning að kratarnir lögðu
grunninn að þessu. Þeir stjórnuðu bænum svo lengi,” segir Rannveig. Um þetta
og fleira markvert ræða þau hjón í síðasta tölublaði Bæjarins besta á þessu ári.
Bómhins
rauða ísafjarðar
Sverrir kom til ísafjarðar
fimm ára gamall en hann er
fæddur á Flateyri. Rannveig er
hins vegar fædd á ísaftrði og
bjó í samahúsinu að Aðalstræti
26 frá fæðingu þar til hún
eignaðist fyrsta bam þeirra
hjóna. „Ég hef stundum velt
þessu fyrir mér. Þegar Sigur-
jóna dóttir mín var fimmtán ára
fluttum við í þetta hús hér í
Kópavoginum en þá var hún
búin að flytja fimmtán sinnum
með okkur,” segir Rannveig.
Rætur hennar liggja í Sléttu-
hreppi. Móðir hennar Sigur-
jóna G. Jónasdóttir var frá
Sléttu í Sléttuhreppi en faðir
hennar Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, skipstjóri, var frá
Aðalvík. Rannveig er næst
yngst af átta systkinum.
Fólk Sverris kemur hins
vegar frá Ingjaldssandi og Flat-
eyri. Móðir hans Sigríður
Jóhannesdóttir er frá Flateyri
en faðir hans, Jón H. Guð-
mundsson, kennari og skóla-
stjóri, var sonur Guðmundar
Einarssonar, refaskyttu frá
Ingjaldssandi. Sverrir á átta
systkini, þar af eitt hálfsystkini.
Hann er elstur í þessum stóra
hópi.
Rannveig: „Þannig að við
komum bæði frá dæmigerðum
stórfjölskyldum.”
Sverrir: „Ég held að viö
höfum bæði upplifað bestu
bemsku- og unglingsár sem
hægt er að hugsa sér.”
Rannveig: „Við emm alveg
sammála um það. Sennilega
hefur ekki fyrirfundist ákjósan-
legri staður til uppeldis á Is-
landi en Isafjörður á þessum
ámm. Bærinn var mikill fram-
fara- og menningarbær miðað
viðstærð. Margt, sem var sjálf-
sagt í lífi okkar krakkanna á
Isafirði, var ekki jafnsjálfsagt á
uppvaxtarámm krakkanna okk-
ar hér í Kópavogi. Ég nefni
sem dæmi íþróttahús og sund-
laug. Það var mjög gott að fá
þessa góðu íþróttakennslu sem
við Sverrir fengum. Þegar ég
lít um öxl til bemskuáranna sé
éghversu mikill menningarblær
var yfir öllu á Isafiröi. Þar var
mikið tónlistarlíf og frábærir
skólar.
Annað, sem var einnig hollt
og markvert fyrir böm á Isa-
firði, var þessi mikli æóasláttur
þjóðlífsins á öllum sviðum.
Maður var hluti af því. Böm
vissu hvað atvinnulíf var, hvort
heldur sem það var verksmiðju-
vinna, fiskverkun eöa sjó-
mennska.
Sverrir var
mesti prakkari
Þaö var allt til staðar á Isa-
firói á þessum tíma. Verslanir,
þjónustustofnanir, skósmiðir,
fatahreinsanir og klæðskerar.
Ég er alveg viss um að það er
mjög gott vegamesti að hafa
alist upp í þessum bæ. Þegar
við komum hingað í Kópa-