Bæjarins besta - 29.12.1993, Blaðsíða 2
2
EÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. desember 1993
Ásta S. Halldórsdóttir skíðadrottning:
, Stefni háHá
Óiympíuieikunum
ÁSTA S. Halldórsdóttir skíðakona frá Bolungarvík er fyrir löngu orðin
landsfræg fyrir afrek sín á sviði svigskíðaíþróttarinnar en hún er í íslenska
skíðalandsliðinu sem keppa mun á Ólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi
í febrúar næstkomandi.
Ásta er stödd í Bolungarvík þessa dagana, hún hyggst hafa hér tíu daga
viðd völ yfír jólin til að safna orku fyrir átökin framundan, eins og hún komst
sjálf að orði.
Blaðamaður BB átti stutt spjall við hana er hún var við útréttingar á
ísafirði síðastliðinn mánudaginn og rakti hún þá það helsta sem hún hefur
haft fyrir stafni undanfarið ár en það eina sem frést hefur af henni í vetur, er
að reglulega birtast örstutt fréttaskot í dagblöðunum þess efnis að Ásta hafí
enn og aftur náð stórkostlegum árangri.
„Ég hef nú verið að vasast í
ýmsu þetta árið. I fyrrasumar
var ég nær einungis við þrek-
æfmgar, lyftingar og hlaup hér
á Isafirði. Ég fór líka tvær
skemmtilegar skíðaferðir á
Snæfellsjökul en ég hefði nú
viljað fara oftar. Svo hélt ég
aftur utan til Svíþjóðar í haust,
þar sem ég hélt áfram námi
mínu við háskólann í Oster-
sund.
Meðal annars fór ég í þriggja
vikna skíðaferð ásamt skóla-
félögum mínum á jökul í
Noregi sem heitir Juvas. En
frá og með 10. nóvember var
kominn nægur snjór fyrir
okkur til að stunda skíða-
iðkunina í grennd við skólann,
þ.e.a.s. í 120 kílómetra fjar-
lægð frá Ostersund. Stundum
förum við jafnvel enn lengra,
því það er ágætis skíðastaður
um 30 kílómetrum utar við
þann fyrri.
Þannig er, að þegar rútan
ekur okkur kvölds og morgna
á skíði, þá notum við tímann
og sofum í henni - bæði vegna
þess að maður er svo syfjaður
á morgnanna og svo segir
þreytan fljótt til sín eftir
æfingamar þegar komið er
fram á kvöld.
Þama er um daglegar ferðir
að ræða en hver nemandi æfir
ekki oftar en þrjá til fjóra daga
í viku til þess að komast yfir
bóklegt námsefni afgang vik-
unnar. Svo reynir maður að
æfa lyftingar eða að komast á
skíði um helgar í staðinn fyrir
þann tíma sem tapast við bóka-
lesturinn.”
- Hvemig færðu daginn til
að ganga upp hjá þér, mér
heyrist þú eingöngu vera á
skíðum eða við bókalestur?
„Já, bóknámið hefur ekkert
gengið of vel - en gengur samt.
Þegar skíðaæfingunum er lok-
ið, þá bíða skólabækumar eftir
manni á skrifborðinu ákvöldin.
Ég er 1 svokölluðum „frjáls-
um áföngum”. Það þýðir að ég
ræð magni námsefnisins og
hversu hröð yfirferðin er.
Skólinn hefur aðallega sérhæft
sig í viðskiptafræðum en alls
er í honum um 4000nemendur,
þar af em um 900 nýir. Þrátt
fyrir smæð sína er hann alveg
sambærilegur Háskóla Is-
lands.”
Ég á mikið eftir
- Samtímis því að æfa sam-
fellt og stunda heimalær-
dóminn, hefur þú verið iðin
við skíðamótin í haust, hvaða
mót er þama um að ræða?
„Jú, ég hef hef haft töluvert
að gera við skíðamót, það em
Evrópubikarmótin. Ég tók þátt
í fjómm sameiginlegum mót-
um í Noregi í nóvember þar
sem ég náði þriðja sæti í stór-
svigi og sjöunda sæti í risa-
stórsvigi. Svo tók ég þátt í
fjórum rnóturn í Spindleruv í
Tékklandi, þar náði ég ellefta
sæti í svigi og svo keppti ég í
St. Sebastian í Austurríki þar
sem ég náði sjötta sæti, einnig
í svigi.”
- Um síðustu mánaðamót
varðst þú í öðm sæti á svig-
móti í Kimna í Svíþjóð og í
haust gat reglulega að líta fréttir
af stórkostlegum árangri þínum
í bloðunum, þar sem því var
m.a. slegið upp að þú værir í
þínu besta formi til þessa -
hvert er þitt eigið álit?
, ,Maður er náttúmlega aldrei
fullkomlega ánægður. En því
er ekki að neita að mér hefur
gengið alveg rosalega vel það
sem af er þessa vetrar. Reyndar
hefur mér gengið rnikið betur
heldur en undanfama tvo vetur.
Ég náði góðurn árangangri á
FIS mótinu á Isafirði í vor, þar
að auki varð breytt skíðatækni
í fyrravetur mér mjög til góða
og fyrir vikið mætti ég sterkari
til leiks í vetur.
En ég veit sjálf að ég get
gert mikið betur, ég á mikið
eftir - ég trúi því allavega.”
Mikill munur
að hafa
sjukraþjalfa
- Stóra stundin rennur upp í
febrúar, þe^ar þú öðm sinni
tekur þátt í Olympíuleikum en
í þetta sinn ertu í enn betra
formi. Hvemig hefurðu hagað
æfingum?
„Æfingamar hafa í raun
staðið yfir í tvö ár og þjálfunin
byggist á fjölda smáatriða. Auk
skólaæfinganna hef ég keppt
töluvert í vetur og á enn nokkur
mót eftir fram að Olympíu-
leikunum.
Ég tek þátt í fjómm mótum
á Spáni sem hefjast 8. janúar
næstkomandi. Því næst tek ég
þátt í tveimur mótum í Sviss
og framhaldið er svo að mestu
óráðið en það er þó ljóst, að
undir lok janúarmánaðar tek
ég mér einhvers konar
,Jtvíldar” viku í Svíþjóð fyrir
Olympíuleikana sem hefjast
12. febrúar.”
- Nú hefur Sigurveig
Gunnarsdóttir sjúkraþjálfi við
Fjórðungssjúkrahúsið á Isa-
firði verið valin sjúkraþjálfi í
Olympíuför ykkar. Það er ekki
nóg með að hún sé fyrsti
sjúkraþjálfinn með íslensku
skíðalandsliði á Olympíu-
leikum, heldur er hún að auki
ísfirsk og stómm hluta lands-
liðsins vel kunn. „Já, þaö er
mjög gott aðhafa einhvem með
í ferðinni sem við þekkjum
mjög vel og það var mjög
jákvætt framtak hjá íslensku
Olympíunefndinni aó leyfa
keppendunum sjálfum að velja
sér sjúkraþjálfa og hún mun
verða okkur til núkillar hjálpar.
Ég tognaði til dæmis á ökkla á
síðustu Olympíuleikum í Al-
bertville í Frakklandi og ég gat
með engu móti skilið frönsku-
mælandi sjúkraþjálfana og þá
var það enskukunnátta fara-
stjórans sembjargaði mér.”
- Ef þú lítur um öxl, yfir árið
1993 sem nú er brátt liðið á
enda, hvað er þaó þá sem
stendur upp úr?
„Þegar ég kom heim síðast-
liðið vor, þá veitti það mér
mikla ánægju að sjá hvað ég
hafði bætt mig mikið yfir
veturinn. Stærstu stundimar
hjá mér voru að ná ellefta
sætinu í Tékklandi og svo sjötta
sætinu á því næsta sem haldið
var í Austurríki. Svo ekki sé
nú minnst á það að sigra FIS
mótið héma á Isafirði síðast-
liðinn vetur með sex sekúndna
mun.”
- Asta, ein spurning að
lokum; hvert er takmark þitt í
Lillehammer í febrúar?
„Ég set markið á fimmtánda
sætið en rnyndi al veg sætta mig
við hvað sem er undir tutt-
ugasta sætinu,” sagði Asta
Halldórsdóttir.
-hþ.