Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 2

Bæjarins besta - 02.03.1994, Síða 2
2 MptfNS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994 ísafjörður: DANÍEL Jakobsson skíðagöngukappi var útnefndur Iþróttamaður Isafjarðar 1993 í hófi sem fram fór á Hótel Isafirði á fimmtudagskvöldiö í síðustu viku. Aðeins fjórir íþróttamenn voru tilnefndir í ár og er það nokkuð færra en búist var við en auk Daníels voru tilnefnd þau Sigríður B. Þorláksdóttir fyrir hönd Boltafélags ísafjarðar, Helga Sigurðardóttir fyrir Sunfélag Vestra og Sigurður R. Samúels- son fyrir Golfklúbb ísafjarðar. Daníel Jakobsson var til- nefndur fyrir hönd Skíðafélags ísafjarðar en tilnefningarnar fóru þannig fram að hverju og einu íþróttafélagi á Isafirði var gert að velja sinn fulltrúa til kjörsins, en eins og áður segir voru þeir aðeins fjórir talsins. Það var svo í höndum sérstakrar valnefndar að útnefna einn þeirra fjögurra sem Iþróttamann Isafjarðar, en nafnbótin hefur tekið smá breytingum, áður var hún Iþróttamaður ársins. Hinir tilnefndu voru allir vel að titlinum komnir og var út- nefningin síður en svo auðveld fyrir valnefndina enda hefur þessi hópur afreksmanna skarað mjög fram úr og verið íþrótta- félögum sínum og heintabæ til mikils sóma. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Halla Sig- urðardóttir afhenti hinum til- nefndu, eða fulltrúum þeirra, blómvendi við valið og tók Gísli E. Amason við veglegum bikar fyrir hönd Daníels.. Hófið á hótelinu var vel sótt og í alla staði veglegt. Avörp voru flutt og sumir gesta stigu í pontu og rifjuðu upp gamla tíma frá dögum Harðar og Vestra, gestum til mikillar skemmtunar. menn munu vera á atvinnu- leysisskrá. Framkvæmdaaðili verksins er Isafjarðarkirkja. -s. hálfan mánuð í senn en það gerir um 700 tíma á ári. Arangur Daníels í skíða- göngu á árinu 1993 var hreint frábær og í skjali sem Skíða- félag Isafjarðar færði val- nefndinni til stuðnings til- nefningunni segir m.a. að Dan- íel hafi orðið fjórfalduríslands- meistari; í 30 km göngu (rúmar átta mínútur á undan næsta manni), 15 km göngu (rúmar tvær mínútur á undan næsta manni) og í tvíkeppni. Þá vann hann einnig íslandsmeistaratitil í boðgöngu ásamt þeim Gísla Einari Arnasyni, og Árna Frey Elíassyni. Að auki sigraði Daníel eina bikarmótið sem hann tók þátt í. Af árangri á sænskri grundu má nefna að á síðastliðnu ári var Daníel í 2. og 6. sæti á Sænska meistaramótinu í flokki 19 til 20 ára og vann hann átta mót í þeim flokki. Og sarnan- lagt er Daníel í sjötta sæti í sínum aldursflokki yfir Svíþjóð alla. Daníel Jakobsson. Þá má einnig benda á að Daníel er eini Islendingurinn sem hefur hlotnast styrkur úr svokölluðum þróunarsjóði Al- þjóða Ólympíunefndarinnar, en styrkur þessi er veittur íþrótta- mönnum sem taldir eru vera efni í afreksmenn. Bæði Daníel og Helga Sigurðardóttir sundkona eru stödd erlendis við nám og íþróttaiðkun og því voru það fulltrúar þeirra sem tóku við blómvöndum. F.v. Sigríður B. Þorláksdóttir skíðakona, Sigurður Samúelsson kylfingur, Gísli E. Arnason stað- gengill Daníels og svo móðir og nafna fulltrúa sundfélags Vestra, Helga Sigurðar- dóttir. BÆJARSTJÓRINN á fsafirði hefur fyrir hönd ísafjarðar- kaupstaðar sótt um styrk til atvinnuleysistryggingasjóðs til sex starfa við byggingu ísafjarðarkirkju en áætlað er að verkið taki um sex vikur. Hérerumaðræðamúrhúðun munu starfa fjórir múrarar og kirkjunnar að innan en við það tveirhandlangararen allirþessir Eftir að útnefningin var kunn- gjörð, hringdi forseti bæjar- stjórnar, Einar Garðar Hjalta- son, úr síma sem tengdur var við hátalarakerfi borðsalsins, í Daníel sem þá var staddur á Ólympíuleikunum í Lille- hammer og óskaði honum til hamingju með titilinn og ræddi stuttlega við hann um gengi hans á leikunum. Frábær árangur Daníels á síðasta ári Daníel, sem nú er búsettur í Östersund í Svíþjóð, er fæddur 17. ágúst árið 1973 og er því tvítugur að aldri. Daníel hefur æft hjá Skíðafélagi ísafjarðar frá átta ára aldri en jafnframt æfir hann með Ásarna IK sem er eitt besta skíðafélagið í Svíþjóð. Daníel æfir yfirleitt sex daga í viku og jafnaði einn og ísafjörður: Qaníel Jakobsson valinn íbrúttamaður Isaíjarðar Bærinn sækir um styrk til atvinnu- leysistryggingarsjóðs Fjölvís skrifar: Hvar eruþingmenn? - missa Vestfirðingar síðasta maisvara sinn afþingiþegar Matthías fíættir? VESTFIRÐINGAR voru svo heppnir, til skamms tíma, að eiga á að skipa afburða þingmönnum. Þingmönnum sem höfðu áhrif og völd, bæði innan sinna flokka og í þjóð- félaginu. Margir þeirra voru ráðherrar, eða ráðherraígildi, sem þjóðin túk tillit til, virti og óttaðist. Þessir þingmenn höfðu frumkvæði og sjálfstæðar skoðanir á grundvallarmálum þjóðarinnar, en létu ckki mata sig á skoðununt „sérfræðinga" og afætulýðs. Þeir vissu á hverju þjóðin lifði, oggat lifað, og héldu vörð um líf sjávarútvegs og landbúnaðar. Og þeir sáu til þess að íslenskur iðnaður dafnaði og heilbrigð verslun var í landinu. Og í þeirra tíð áttu allir kost á menntun og læknishjálp, án tillits til sparisjóðsbókar eða ættartöllu. Já, þá var öldin önnur. Með einni undantekningu (Matthías Bjarnason) hafa þingmenn Vestfirðinga nánast ekkert fram að færa þjóðinni til framdráttar. Og allra síst að þeir. þ.e. þingmenn Vestfjarða, hafi eitthvað fram að færa Vestfirðingum til hjálpar um- fram aðra þingmenn þessa lands. Þeir spila á hörpu á meðan Vestfirðirbrenna. Und- antekningin er Matthias Bjarnason, aldursforseti þings- ins og jámkarl. sem aldrei sefur á verðtnum, en hefur nú, vegna aldurs og lasleika, ekki lengur kraft til að berja á forystu flokks síns og öðru þingliði. Það er vissulega skarð fyrir skildi. Sá úr þingmannaliðinu að vestan. sem gæti vissulega haft áhrif og komið fólkinu sínu til bjargar á örlagastundu. er Sighvatur Björgvinsson. Hann er mikill að burðum, hættu- lega greindur og kjaftfor, en virðist hafa skort hugrekki til að ná fram málum. Einhver breyting virðist þó vera í að- sigi. því Sighvatur, fyrstur manna úr þingmannastétt, sagði fyrir skömmu, að það væri nauösynlegt fyrir íslensku þjóðina að veiða nieira af þorski heldur en Hafrann- sóknastofnun hefur verið upp- álagt að segja að óhætt sé að veiða á yfirstandandi I iskveiði- ári. Undirþettatók síðanEinar Kristinn, Bolvíkingur.en aðrir þingmenn að vestan virðast mállausirmeðöllu(þegarþetta „smámál” ber á góma). Krist- inn H. Gunnarsson cr trúlega að hugsa upp eitthvert sam- særi gegn Ólafi Ragnari, Ólaf- ur Þ. að gefa kúm sínum í Borgarfirði og Jóna Valgerður að aðstoða bónda sinn við að hrista saman í einn graut Súðvíkinga og Bolvíkinga. Hvað varðar þcssa þing- menn heldur um auknar veiði- heimildir Vestfirðingum lil handa? Geta þeir ekki bara ræktað ánatnaðka, tálgað minjagripi úr rckaviði eða tekið við gestum í bændagistinguna átímabilinu l.júlítil 15.ágúst ár hvcrt? Hvflík niðurlæging að eiga slíka þingmenn, hví- líkur kross að bera. Eða eiga Vestfirðingar þetta skilið? Það skyldi þó ekki vera? Með afskiptaleysi sínu og dómgreindarskorti hafa þeir kallað yfir sig slíka hörmung. Með því að velja liðónýtt fólk til starfa á sjálfu Alþingi. Með því að láta það viðgangast að velja fólk, sem ekki veit á hverju tilvist fólksins í kjör- dæminu byggist. Með því að velja þingmenn sem nenna ekki að taka þátt f umræðunni um fiskveiðistefnunaog finnst það ekki neinu máli skipta hvort Vestfirðingarmegi draga fisk úr sjó eður ei. Ef Matthías Bjamason hættir að vera málsvari Vestfjarða eftir næstu kosningar. sem vissulega er líklegt. setur hroll að mörgum Vestfirðingnum. Hver mun taka við að halda uppi merkinu? Eru líkur á að núverandi „þingmenn", nái þeir aftur kjöri, taki sig á? Koma nýir alvöru þingnrenn tíi skjalanna? Eða er lausnin sú, að gera landiö allt að einu kjördæmi? Það myndi að minnstakosti 1 Vestfirðinga frá þeirri trú að þeireigi um þessar mundir vesælustu þingmenn þjóðarinnar. -Fjölvís.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.