Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1994, Side 5

Bæjarins besta - 02.03.1994, Side 5
RíJARINS BESTA • Miðvikudagur 2. mars 1994 5 ísafjörður: Grænlenskur heim- skautafari í heimsókn GRÆNLENSKI fyrirlesarinn og heimskautafarinn, Jens Jörgen „Ono” Fleischer kemur til landsins föstudaginn 4. mars nk., til að kynna Grænland sem ferðamannaland. Hann mun ferðast víða um land og segja frá grænlenskri menningu sein og ferðamöguleikum á Grænlandi auk þess sem hann mun segja frá ævintýralegu ferðalagi sínu og félaga síns, Jens Danielsens, frá Thule á norður Grænlandi um Kanada til Point Barrow í Alaska, 4000 km. ferð á hundasleðum sem tók 100 daga. Ono Fleischer kemur til Isa- fjarðar á sunnudaginn og fer kynning hans fram á Hótel Isa- firði og hefst kl. 20.30. Heim- sókn Ono Fleischers er hluti af samvinnuverkefni íslenskra og grænlenskra ferðamála- og samgönguyfirvalda sem hefur það að markmiði að auka ferða- mannastreymi milli landanna. Um þetta er í gildi þriggja ára samstarfssamningur íslensku ríkisstjórnarinnar og græn- lensku landsstjórnarinnar sent tók gildi unt áramótin. Ono Fleischer er bátasmiður, veiðimaður og barnakennari, sem hefur ferðast á hunda- sleðum um þvert og endilangt Grænland og víðar. Hann er mikill áhugamaður um græn- lenska tungu og menningu og er baráttumaður fyrir hvort tveggja. Hann er söntuleiðis áhugamaður um menningu inúíta (eskimóa) enda var eitt meginmarkmið sleðaferðar- innar miklu til Alaska að stuðla að betri og nánari tengslum milli bræðraþjóðann sem byggja norðurhjarann. -s/f. Snerpa, átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum: Heldur Kynningaif und á Hótel Isafirði í kvöld SNERPA, átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vest- fjörðum heldur kynningarfund á Hótel Isafirði í kvöld kl. 20.30. A fundinum mun Elsa Guðmundsdóttir, verkefna- stjóri kynna hvaða hlutverki verkefninu er ætlað að gegna sem og hvaða þjónustu það býður konum á Vestfjörðum. Þá verður farið í hugmyndaleit þar sem ýmsir möguleikar til atvinnusköpunar á svæðinu verða kannaðir. Verkefnið hefur verið starf- andi í tæpa sjö mánuði. A þessum tíma hefur verkefna- stjóri haldið kynningarfundi og sinnt fyrirspurnum frá konum sem hafa áhuga á að hefja fram- leiðslu eða stofna fyrirtæki. Viðbrögð kvenna hafa verið mjög góð og hafa þær óspart notfært sér þjónustu verk- efnisins. Árangur lætur ekki á sér standa því konur víðast hvar á Vestfjörðum hafa hafist handa við að þróa vörur og hugmyndir og hafa aðrar hafið framleiðslu og stofnað fyrirtæki. Smám saman eru konur að taka virkari þátt í uppbyggingu fjölbreyttari atvinnuhátta í sínum heima- byggðum með því að útfæra eigin hugmyndirtil tekjuöflunar og atvinnusköpunar. Fundir hafa þegar verið haldnir á Suðurfjörðunum og er fundurinn á Isafirði fyrsti liður í mars fundarherferð verk- efnisins. Næstu fundir verða haldnir á Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík, Súðavík og inni í Djúpi og verða tímasetningar þeirra auglýstar síðar. -slf Bolungarvfk: Óku Subaru að Galtarvita HANN gerist æ furðulegri ferðamátiun um fjöll og firn- inai landsins, sumir hjóla yfir Vatnajökul og aðrir reynaað aka yfir, en síðastliðinn föstu- dag óku þrír Bolvíkingar á Subaru Justy með aðstoð Willis jeppa, árgerð ’66, að Galtarvita í Keflavík. Ökumaður fólksbílsins var Reimar Vilmundarson, 21 árs, sem jafnframt er eigandi hans, en á jeppanum voru þeir Elvar Sigurgeirsson, 19 ára, og Ævar Þór Ólafsson, 17 ára. „Við héldum af stað um þrjúleytið og ókum upp Tungudalinn og tókum svo beina stefnu á Kefla- víkina. Það var mikill skari á leiðinni svo að bíllinn sökk lítið en við þurftum reyndar að draga Subaruinn upp tvær brekkur. En ferðin sóttist samt vel og við vorum komnir heim aftur klukkan hálfsex, þetta var bara skot-túr. Eg veit ekki alveg hvernig þetta kom til, þetta var eigin- lega bara gamall draumur og okkur virtist færið vera mjög ákjósanlegt á föstudaginn og slógum því til,” sagði Elvar en hann ereigandi Willys jeppans, sem er af árgerð 1966 -hþ. Það var ekið greitt þegar félagarnir komust loks upp Tungudalinn. Hér er Subaru bíllinn á hátindi ferðaleiðinnar. Komnir heim í hlað að Galtarvita. — Klippið út og geymið á éberandi slað — — — — — HEILSUGÆSLAN Í BOLUNGARVÍK Þjonustusimi heilsugæslunnar 7287 Neyðarnumer heilsugæslunnar 7444 Boðsími læknis , - 9Vr » ' *..........* Boðsími sjúkraflutningsmanna 984-5 f / neyðartilvikum má nota boðsíma læknis ef Vaktsími læknis er tengdur símsvara er veitir upplýsingar um lækni eða afieysara hans allan sólarhringinn. Ef vantar lækni á vakttíma, byrjið alltaf á að hringja í síma 7387. Vanti sjúkrabíl er einfaldast að hringja í síma Upplýsingar um boðsímakerfið er í • símaskránní. Hafirðu ekki tónvalsíma eða treystir þér ekki til að nota boðkerfið færðu aðstoð á Sjúkraskýlinu í síma 7147. ■■ Veí'í SYSLUMAÐURINN drdLCJ JJI Á ÍSAFIRÐI , ..... ... Áhugasömum er bent á að hafa sam- band við Önund Jónsson, yfxrlögreglu- þjón, sem veitir allar upplýsingar um starfið. Æskilegast er að viðkomandi hafi lokið prófi frá Lögregluskóla að hafa til að bera prúðmannlega fram- komu, góða íslenskukunnáttu og undir- stöðumenntun, auk þess að hafa nokkra reynslu af mannlegum samskiptum. Ökupróf er algert skilyrði. Umsóknum ásamt sakavottorði og meðmælum skal skila til yfirlögreglu- þjóns á Lögreglustöðinni á ísafirði eigi síðar en 23. marz 1994. LögreglustjÓrinn á Isafirði, 1. marz 1994. Ólafur Helgi Kjartansson.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.