Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 4
4 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Vinnumálastofnun stýr-
ir Evrópuverkefninu FREE en
mark mið þess er að efla frum-
kvöðla konur á landsbyggðinni
og hvetja þær til dáða í sínum
verk efnum. Segja má að verk efnið
sé áframhald Female verkefnisins
sem Vinnumálastofnun stýrði, en
það var einnig fræðsluverkefni
fyrir konur með staðbundnum
námskeiðum. Í því verkefni kom
í ljós að konur á landsbyggðinni
hafa oft ekki tök á því að ferðast
um langan veg til að taka þátt í
námskeiðum og kjósa að hafa
aðgang að fræðslu í gegnum
netið. Því var ákveðið að sækja
um styrk fyrir öðru verkefni sem
myndi þá einblína á þarfir frum-
kvöðlakvenna á landsbyggðinni.
Rannsóknir sýna einmitt að það
sem helst skortir á landsbyggðinni
er aðgangur að efni á netinu en
einnig telja konur mikilvægt að
hittast og mynda tengsl.
Verkefnið er samstarfsverkefni
sex aðila frá fimm löndum, en auk
Vinnumálastofnunar á Íslandi
tekur Byggðastofnun þátt ásamt
aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu,
Króatíu og Litháen. Samstarfið
gengur vel og vinna allir aðilar
vel saman að markmiðum verk-
efnisins.
Hvernig ætlum við að
efla konur til dáða?
Verkefnið skiptist í þrjá þætti:
Í fyrsta lagi verður boðið upp
á netnám í þáttum sem viðkoma
hugmyndavinnu og rekstri fyrir-
tækja. Má þar nefna stefnumótun,
útflutning, vöruþróun, markaðs-
setningu, kennslu í notkun samfé-
lagsmiðla, netsölu og fjármál. Nú
hefur verið opnað fyrir umsóknir
um netnámið en verið er að leggja
síðustu hönd á námsefnið. Mun
það verða aðgengilegt í gegnum
Moodle námskerfið á heimasíðu
verkefnisins.
Hér er umsóknin: http://
ruralwomeninbusiness.eu/is/
fraedsla-a-netinu/
Í öðru lagi þá verða settir
upp hæfnihringir á netinu, þar
sem þátttakendum gefst kostur
á að hitta aðrar konur í sömu
stöðu og ræða þar málefni sem á
þeim brenna. Notast verður við
„Google hangout“ kerfið sem er
gjaldfrjálst og krefst eingöngu
þess að G-mail aðgangur sé til
staðar hjá þátttakanda. Einnig
verður hægt að nálgast gagnvirkar
æfingar í persónulegri hæfni á
heimasíðu verkefnisins.
Í þriðja lagi hafa verið sett upp
tengslanet kvenna á þeim þremur
stöðum sem einblínt er á en það
eru Vestfirðir, Norðurland vestra
og Austurland. Íbúaþróun hefur
verið neikvæð á þessum svæðum
og ennfremur sýna rannsóknir að
konum fækkar meira á þessum
svæðum en körlum.
Tengslanetið byggir á hug-
myndafræði frá Bretlandi, en þar
hafa tengslanet kvenna í dreifbýli
Fyrir nærri tuttugu árum beit
ég það í mig að mig langaði að
læra að búa til vefsíðu. Það var
ekkert sérstaklega flókið, þurfti
bara gamla tölvu, áhuga og tíma,
já og auðvitað módem til að
geta hringt sig í sambandið við
internetið. En um hvað vefurinn
ætti að vera, það var aðeins
flóknara því þótt þetta hafi bara
átt að vera til gamans gert, þá
langaði mig að gera eitthvað
nýtt, eitthvað sem mér fannst
vanta. Ég áttaði mig á því að
þó að netið væri fullt af leikjum
þá voru það mikið skotleikir,
bílaleikir og yfirhöfuð leikir sem
mér fannst ekki spennandi. Ég
fann þó einstaka leiki sem mér
fannst skemmtilegir, sérstaklega
voru það dúkkulísuleikirnir sem
heilluðu, og ég fór að safna þeim.
Þessi leikir voru hér og þar á
netinu og mér datt í hug að ég
gæti auðveldað aðgengi að þeim
með því að safna þeim á einn
stað – það væri fínt efni í vefsíðu.
Svo liðu árin og þetta áhuga-
mál óx og dafnaði enda fannst
mér skemmtilegt að finna efni,
þróa síðuna og sjá að heimsókn-
irnar urðu alltaf fleiri og fleiri.
Svo kom að þeim tímapunkti
að það fór að verða auðveldara
að hagnast á vefsíðum. Og þá
meina ég að það var auðvelt að
fá auglýsingar til að setja á síðuna
en að fá notendur er ekki einfalt
og hefur aldrei verið.
Það var ekki fyrr en um
tíu árum eftir að vefurinn leit
dagsins ljós í fyrstu útgáfu, að
fyrirtækið Dress up games ehf
varð til. Síðan 1998 hefur margt
breyst þó innihaldið sé alltaf
Ert þú frumkvöðlakona?
Ertu með hugmynd sem
þig langar að framkvæma?
verið starfrækt í nokkurn tíma í
gegnum WIRE verkefnið. Hug-
myndafræðin byggir á þátttöku
og að deila upplýsingum og
þekkingu inn í tengslanetið.
Taktu þátt!
Hér á Vestfjörðum hefur
tengslanetið verið stofnað og var
fyrsti fundur þess haldinn á Ísa-
firði í febrúar. Góð mæting var og
mikill áhugi á verkefninu meðal
þátttakenda. Hluti af verkefninu
er þjálfun tengslanetsleiðtoga
á þessum þremur svæðum og
leiðir Bryndís Sigurðardóttir
tengslanetið hér. Fyrirhugað er að
hittast með reglubundnum hætti
og hafa fundi einnig á Suður-
fjörðunum þegar líða fer á vorið.
Sett hefur verið upp síða á
Facebook þar sem konur geta
tekið þátt í tengslanetinu og
haft áhrif á hvað á að fjalla
um þar og má nálgast hópinn
hér https://www.facebook.com/
groups/1435367403171496/
Einnig bendum við á heimasíðu
verkefninsins en þar má finna
nánari upplýsingar um verkefnið
og aðra samstarfsaðila www.
ruralwomeninbusiness.eu
Tengiliður verkefnisins á
Vestfjörðum er Guðrún Stella
Gissurardóttir, forstöðumaður
Vinnumálastofnunar Vestfjarða
en verkefnastjóri er Ásdís Guð-
mundsdóttir, starfsmaður At-
vinnumála kvenna.
gudrun.gissurardottir@vmst.is
asdis.gudmundsdottir@vmst.is
Ásdís Guðmundsdóttir.
Dress Up Games
það sama, dúkkulísuleikir. Ég
er ekki búin að fá leið á þeim
sem margir virðast vera hissa á
því algengasta spurningin sem
ég fæ, sérstaklega frá „bisness“
fólki er hvort ég ætli nú ekki
að fara að gera eitthvað annað,
eitthvað nýtt. En nýjungarnar
sem fylgja breytilegri tækni,
t.d. komu snjallsíma, veita mér
alveg nægar áskoranir og ég
ætla því að halda mig við þetta
um ófyrirséða framtíð. Ein
kona getur afrekað margt og
í mínu tilfelli dugar þetta eina
fyrirtæki mér – ég læt öðrum
eftir öll hin tækifærin!
Inga María Guðmundsdóttir
eigandi Dress up games ehf
Inga María Guðmundsdóttir.