Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 30

Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Kristín B. Albertsdóttir, er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þar stendur hún í brúnni í aðalstöðvunum á Ísafirði en starfsemi stofn- unarinnar nær yfir stærstan hluta fjórðungsins og veitir almenna heilbrigðisþjónustu í sveitarfélögunum Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi, Ísafjarðar- bæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi. „Sá rekstur sem ég stýri lýtur að heilbrigðisþjónustu og eru daglegu störfin afar fjölbreytt, s.s dagleg stjórnun, stjórn- sýsla, fundir, starfsmannamál, skipulagmál, o.fl. Hlutverk mitt sem forstjóri er að miklu leyti bundið í lög, en samkvæmt lög- um um heilbrigðisþjónustu ber forstjóri ábyrgð á að stofnunin starfi í samræmi við lög, stjórn- valdsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur forstjóra. Þá ber forstjóri ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir og að rekstrarútgjöld og rekstraraf- koma stofnunar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir hennar séu nýttir á árangursríkan hátt, en fjárlög ársins nema rúm- um tveimur milljörðum.“ Segir Kristín um víðfeðmt starf sitt, en til viðbótar við þetta bætist að forstjóri ber einnig ábyrgð á ráðningu starfsliðs stofnunar, þar sem starfa að jafnaði um 250 manns. Framkvæmdastjórn stofnunar starfar undir yfirstjórn forstjóra, en þar eiga sæti, fram- kvæmdastjóri lækninga og fram- kvæmdastjóri hjúkrunar og aðrir faglegir yfirmenn eftir atvikum. Ábyrgð forstjóra er því mikil og verkefnin margþætt. Kristín hóf störf við Heil- brigðisstofnun Vestfjarða þann 1.nóvember síðastliðinn. Hún er starfinu sem slíku ekki ókunn þar sem þrjú árin þar á undan gegndi hún samskonar starfi hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Starfið á gólfinu þekkir hún líka vel af eigin raun þar sem hún er menntuð sem hjúkrunar- fræðingur í grunninn og starfaði sem slíkur í mörg ár. Kristín lærði síðar lögfræði og er með lögmannsréttindi. Hún vann sem lögfræðingur í nokkur ár eða til 2013 er hún tók við sem forstjóri HSA. Þá er hún einnig lærður jógakennari og kenndi jóga samhliða starfi þar til hún flutti vestur. Kristín, sem er fædd árið 1963, er Austfirðingur í húð og hár, Fáskrúðsfirðingur nánar tiltek- ið. Vestfirðir eru henni þó alls ekki með öllu framandi slóðir en maður hennar er Birkir Þór Guðmundsson f. 1964 frá Hrauni á Ingjaldssandi. Um flutninginn til Ísafjarðar segir Kristín það að- allega komið til af því að Birkir, sem á þeim tíma var með skrif- stofu í Hafnarfirði, var kominn með nokkur verkefni á Vestfjörð- um í vinnslu. Hún var hins vegar að vinna á Austurlandinu svo þau sáu fram á mikla fjarbúð næstu misserin - eins og samgöngum er háttað milli Vestfjarða og Austfjarða: „Þegar ég sá stöðuna auglýsta ákvað ég að sækja um, eftir nokkra umhugsun og fékk starfið. Birkir hafði jafnframt tök á að flytja starfsstöð sína vestur, svo hingað erum við komin.“ Kristín og Birkir eiga saman talið átta börn, sem flest hver eru komin í fullorðinna manna tölu. Börn Kristínar eru þrjú á aldrinum frá 20-27 ára og á hún jafnframt eina tengdadóttur og barnabarn. Birkir á fimm börn á aldrinum 11 – 31 árs. Öll eru börnin búsett í Reykjavík. Fjölþætt verkefni forstjóra HVEST Kristín B. Albertsdóttir. Kristín segist ekki sjá eftir að hafa tekið sig upp og flutt vestur á firði: „Við Birkir eru bæði mikið dreifbýlisfólk og erum mjög sátt við að vera flutt hingað vestur. Við vildum gjarnan geta búið á Ingjaldssandi, en við eigum jörðina Hraun í dag. Þangað er hins vegar jafnan ófært og sjaldan rutt svo erfitt væri að sækja vinnu þaðan yfir vetrarmánuðina.“ Aðspurð um hvort hún telji vera mun á að vera kona eða karl í stjórnunarstöðu sem þessari segist Kristín ekki telja svo vera: „Nei, það held ég ekki. Stjórn- endur eru mismunandi, hvor sem þeir eru karlar eða konur. Ég held að persónubundnir þættir, s.s. persónuleiki, menntun og reynsla hafi meira vægi en kynferði.“ Vélsmiðjan Þristur hf var stofnuð á Ísafirði þann 1.mars 1986. Stofnendur voru hjónin Óli Reynir Ingimarsson og Vélsmiðjan Þristur - Hefur vaxið og dafnað í 30 ár Bjarney Guðmundsdóttir ásamt fyrirtækjunum Hraðfrystihúsinu Norðurtanginn hf, og Íshúsfélagi Ísfirðinga. Fyrirtækið var byggt upp á því að þjónusta sjávarút- vegsfyrirtæki og útgerð, á Ísafirði og í nágrenni, þar sem helstu verkin voru nýsmíði úr ryðfríu stáli, svo sem fiskvinnslulín- ur og önnur nýsmíði. Þar var einnig sinnt viðgerðum og unnin allra handa málmsmíði fyrir byggingarverktaka og einstak- linga. Fyrirtækið hefur vaxið vel og dafnað og árið 1994 var byggt við húsið og vélsmiðjan stækkuð ásamt því sem opnuð var véla- og verkfæraverslun undir sama þaki. Árið 1999 eignuðust Óli og Bjarney allt fyrirtækið og breyttu þau því þá í einkahlutafélag. Í ágúst árið 2004 stækkaði fyrirtækið enn frekar þegar það opnaði aðra verslun að Silfurgötu 5, þar sem verslað var með heimilistæki, stór sem smá, auk mikils úrvals af ljósum og miklu úrvali af gjafavöru. Þar var reistur grunnurinn að verslun- inni Þristi-Ormsson sem í dag er mikil bæjarprýði á Ísafirði, mitt í miðbænum. Það var mikið í gangi á ár- inu 2006, því að þá var ráðist í að kaupa húsnæði sem áður hýsti hinn margfræga Sjalla, við Hafnarstræti 12 á Ísafirði. Ærið verk var fyrir höndum og var allt rifið innan úr húsnæðinu og það gert fokhelt. Framhliðinni var breytt, nýir gluggar og hurð sett í ásamt því sem gólfið var fært niður í götuhæð. Hönnuðir að breytingum ásamt innréttingum voru úr röðum fjölskyldunnar. Þar var opnað þann 3.nóvem- ber 2006, með breiðri línu af heimilstækjum, sjónvörpum, hljómflutningstækjum, ljósum ásamt gjafavöru frá Rosendahl, Georg Jensen og fleiri þekktum aðilum. Hjónin Aðalheiður Óladóttir og Kristinn Mar Einarsson keyptu svo Vélsmiðjuna Þrist þann 1.mars 2016, en þau höfðu unnið hjá fyrirtækinu allt frá árinu 2002. Enn hefur verið bætt við úrvalið af gjafavöru, og eru þau að flytja inn danskar vörur frá Home art, Zone, Galzone og KJ collection. Einnig er mikið og gott úrval af vörum frá iittala, gott úrval af heimilistækjum frá AEG og sjónvörpum frá SAMSUNG. Aðalheiður segir áherslu hennar vera á að fyrirtækið sé vel rekið, og að viðskiptavinir þeirra fái góða og persónu- lega þjónustu, hvort sem er í Vélsmiðjunni eða í verslunum þeirra í Sindragötu 8 og í Hafnarstræti 12. Vélsmiðj- an Þristur hefur verið á lista Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árin 2015 og 2016, og segir Aðalheiður þau mjög stolt af þeim góða árangi. Aðalheiður og Bjarney.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.