Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Helga Guðný Kristjánsdóttir er bóndi í Botni í Súgandafirði þar sem hún býr og starfar með eiginmanni sínum Birni Birkis- syni. Sveitastörfin voru henni sannarlega ekki ókunn er hún fluttist vestur á firði upp úr 1980 úr Ölfusinu þar sem móðir hennar og móðurbróðir hafi stundað búskap. Helga segir það ekki hafa verið neina spurningu hvert ævistarfið myndi verða – hún hafi alltaf ætlað sér að verða bóndi, hún hafi í raun fæðst inn í starfið. Helga og Björn reka einskonar félagsbú með yngsta bróður hans, Svavari, sem býr með fjölskyldu sinni í Birkihlíð. Auk þeirra er nú á bænum vinnumaður í fullu starfi. Þau eru með um 300 fjár sem skiptist u.þ.b. til helminga milli bændanna og á búinu eru um 240 nautgripir sem eru sam- eiginleg eign, þar af um 65 mjólk- andi kýr, mjólkaðar í mjaltaþjóni og mjólkuðu þær rúmlega 510 þúsund lítra á síðasta ári, en greiðslumark búsins er hins vegar um 455 þúsund lítrar. Nautin eru alin í yfir tvö ár og þá send í slátrun. Allar vélar, tæki og útihús eru sameign og jarðirnar eru nýttar sameiginlega. Að auki eiga þau saman fyrirtækið Bænd- ur ehf sem svo á jörðina Fremri Breiðadal í Önundarfirði. Það er mikill annatími er heyskapurinn fer fram þar sem Helga og hennar fólk þurfa að fara um víðan völl til að sækja hey fyrir bústofninn sem þarf allt að 2300 heyrúllur yfir árið og heyja þau í Súganda- firði, Önundarfirði, Skutulsfirði og Álftafirði. Búskapurinn er fjölbreyttur og meðal þess sem bændurnir sinna er æðarvarp sem er í hólmum við lónin neðan við bæinn og gefur það í kringum 6 kíló af dún árlega. Þá er á býlinu heimilis- virkjun sem sér bæjunum nánast alveg fyrir rafmagni bæði til bús og heimilisnota. Einnig eiga þau ásamt Svavari, meirihluta í Dalsorku ehf, 550kw vatnsafls- virkjun, sem framleiðir rafmagn inn á veitukerfið. Helga er sannkölluð íslensk kjarnakona, hún og Björn eiga saman fjögur börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu, tvö eldri búa á Ísafirði og næst yngsta er bóndi á Suðurlandinu, en sú yngsta flutti fyrir skemmstu er hún hóf háskólanám í Reykjavík. Helga vinnur utan bús við veiðihúsaþrif á sumrin og í Húsamiðjunni/ Blómaval í hlutastarfi allt árið, hún er einnig öflug í félagsstarfi og fer á alla bændafundi sem hún kemst á. Helga segir þau störf afar mikilvæg þar sem fáir bændur séu á svæðinu og þeir verði að standa vel saman og gæta hagsmuna sinna. Helga segir að konur í bústörf- um séu bændur, sú nafngift eigi sannarlega ekki einungis við karlmenn. Hún segir þó skiptingu verka breytingum háð og ekki hafi allar konur skrokk í að djöfl- ast í erfiðisvinnu allan daginn. Það sé líka þannig að algengara sé að annar aðilinn á heimilinu vinni utan bús og í flestum til- fellum sé það konan. Af þessu leiði það að karlinn á heimilinu sé oft virkari í félagsstörfunum: „Oftast voru bara kallarnir á öllum fundum áður fyrr, en svo breyttist þetta og konurnar komu sterkar inn. En núna er þetta að fara til baka. Bændafundirnir eru aftur meiri karlasamkonur og ástæðan sennilega konurnar eru í vinnu útífrá og þá dagurinn Ég hafði stundað jóga hjá Mörthu Ernstdóttur í nokkurn tíma á meðan hún bjó hér á Ísafirði. Ég féll algjörleg fyrir þessum lífsstíl og þegar Martha ákvað að hverfa til annarra verka annarstaðar á landinu þá ákvað ég að ég vildi ekki hætta þessari ástundun og vildi einnig leyfa öðrum að njóta jóga. Ég fór í jógakennaranám hjá Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar og útskrifast frá henni haustið 2013 og byrja strax að kenna og var með mína fyrstu aðstöðu á Hlíf ll. Núna er aðstaðan í nýbyggðu húsi að Mávagarði á Ísafirði. Ég var fyrstu árin ein en það var síðasta haust að tvær flottar konur bættust í kennarahóp- inn hjá Jóga-Ísafjörður, þær Jenný Jensdóttir og Aðalheiður Jóhannsdóttir. Í kjölfar þess gátum við farið að bjóða uppá mun fleiri tíma og fjölbreyttari, hægt er að fylgjast með okkur og sjá stundatöflu á facebooksíðu okkar Jóga-Ísafjörður. Ég og Jenný kennum svokall- að Hatha jóga en Aðalheiður kennir Asthanga jóga. Ég er einnig að kenna jóga á einum leikskóla hér í bænum ásamt því að vera í klukkutíma á viku í frístund í Grunnskólanum. Eldri borgarar fá einnig sitt jóga, en á miðvikudagsmorgnum kl. 11 eru tímar uppá Hlíf ll í kjallaranum, þar eru allir heldri borgarar vel- komnir þeim að kostnaðarlausu, en við gerum jóga á stólum þar. Bæjarbúar og nágrannar hafa tekið þessu afar vel og eru dug- legir að mæta í jóga. Ég hef verið með lokað yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst þar sem mæting hefur alltaf minnkað þegar nær dregur sumri og fólk fer meira út að hreyfa sig sem er jú ein tegund af jóga að njóta þess sem náttúran hefur uppá að bjóða. Undanfarin sumur hef ég ver- ið með útijóga u.þ.b einu sinni í viku og hittumst við þá í Blóma- garðinum og gerum jóga. Einnig hef ég reynt að bjóða uppá jóga Naustahvilft a.m.k einu sinni á sumri og verður engin breyting á því í sumar. Minn áhugi er að yfir sumarmánuðina muni ég bjóða uppá gönguferðir sem innihalda jóga og tvinna þannig saman mín helstu áhugamál, Helga í Botni þeirra fulllestaður. Örugglega ekki áhugaleysi hjá þeim.“ Helga situr sjaldnast auðum höndum og nú eru Botnsbændur að skoða að taka kjöt frá sláturhúsi og vinna í neytendaumbúðir og einnig hafa þau líka til skoðunar að fara í ferðaþjónustubransann með einhverjum hætti. Helga við störf í Botni. Upphaf þess að Jóga- Ísafjörður varð til göngur og jóga. En jóga er fyrir alla, konur, karla og börn og er jóga stundað um allan heim í þeim tilgangi að auka heilbrigði og andlegan þroska hvers einstaklings. Jóga er ætl- að að þjálfa og sameina líkama og huga. Með því ræktum við heilbrigði í huga og á líkama og þannig leitumst við við að lifa í sátt við umheiminn og njóta lífsins til fulls. Lifa núna.“ Gunnhildur Gestsdóttir Gunnhildur Gestsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.