Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 10

Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 10
10 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Elísabet Gunnarsdóttir stend- ur að baki fyrirtækinu Kol og salt á Ísafirði. Fyrirtækið var stofnað 1988, sem fyrst um sinn var arkitektastofa, en fljótt fór starfssviðið að víkka út þar sem mikil eftirspurn var eftir alls kon- ar hönnun að sögn Elísabetar og segir hún verkefnin hafa blasað við hvert sem litið var. Elísabet er fædd og uppalin á Ísafirði. Í sjálfum tónlistarbæn- um lærði hún á píanó frá fimm ára aldri en ákvað að leggja ekki tón- listina fyrir sig og valdi arkitektúr í staðinn að loknu stúdentsprófi. Hún segir þó tónlistarnámið hafa nýst henni ótrúlega vel við allt sem hún hefur tekið sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Að stúdentsprófi loknu hélt hún út í hinn stóra heim og lærði arki- tektúr í Edinborg og París. Að námi loknu kom hún aftur heim til Ísafjarðar þar sem Kol og salt fæddist: „Lokaverkefnið mitt í arkitektúr fjallaði um skipulags- mál á Ísafirði og bæjaryfirvöld höfðu veður af því og báðu mig að koma vestur. Ég vildi ekki ráða mig hjá opinberum aðilum og stofnaði því mitt eigið fyr- irtæki.“ Elísabet er mikil samfélags- hugsjónakona og var hún ákveðin í því að flytja aftur heim til Íslands að námi loknu og vinna utan höfuðborgarsvæðisins þar sem frekar vantaði fólk með menntun á ýmsum sviðum. „Ég fór til útlanda til annarra starfa 2003-2012 og starfsemi fyrirtækisins hér heima lá niðri á meðan.“ Segir Elísabet, en þau ár bjó hún annars vegar í Noregi og hins vegar í Kanada þar sem hún stýrði verkefnum sem lögðu áherslu á að leiða saman listafólk og hönnuði annars vegar og fólk sem býr á jaðarsvæðum hins vegar til gagns fyrir báða aðila. Eftir að Elísabet kom heim aftur tók starfsemi Kol og salt að þróast í aðrar áttir: „Ég hef takmarkaðan áhuga á því að taka þátt í einhverju byggingaræði, starf arkitektsins hefur líka breyst svo mikið, materíalisminn virðist svo til einráður í þessu fagi eins og flestum öðrum. Ég vil frekar Kol og salt – Bætir lífið milli húsanna taka þátt í því að „bæta lífið milli húsanna.“ Fyrirtækið tekur ennþá að sér arkitektúrverkefni en ekki hvað sem er. Við sinnum einnig ýmsum verkefnum á sviði skapandi greina. Rekum gallerí og alþjóð- legar gestavinnustofur, en það er eitthvað sem ég hef sérhæft mig í frá því ég fékk styrk til að kanna útfærslumöguleika á þess konar starfsemi fyrir Ísafjörð um síðustu aldamót. Við erum að framleiða útvarpsþætti, nú er nýlokið námskeið í útvarpsþátta- gerð og til stendur að auglýsa eftir fleiri þáttagerðarmönnum og fleiri verkefni eru í bígerð.“ Elísabet segist aldrei hafa verið mjög upptekin af því að vera kona í fyrirtækjarekstri: „Kannski er ég bara engin kona. Það eina sem ég veit er að mig langar til að vinna að verkefnum sem gagnast samfélaginu.“ Hún hefur verið í brautryðjandastörf- um um langa hríð og segir að ef fókusinn sé fyrst og fremst á mál- efnunum frekar en flokkadráttum hvers kyns sem þeir eru, þá verði allt svo miklu skemmtilegra – þá gildi líka einu hvort þeir sem að þeim vinna séu karlar eða konur. „Ég hef auðvitað orðið fyrir mótbyr, en ekkert síður frá kon- um en körlum þannig að kynið skiptir greinilega ekki öllu máli. Mér finnst að konur ættu að forðast að presentera sig sem fórnarlömb, við missum okkur í það flest/flestar svona af og til, en til þess að fá hljómgrunn þá verður að nálgast hlutina úr annarri átt. Elísabet Gunnarsdóttir. Sunneva Halldóru- og Sig- urðardóttir á og rekur Verk- smiðjuna sem er að finna við Aðalstrætið á Ísafirði. Fyrir- tækið opnuðu hún og maðurinn hennar Kjartan Ágúst Pálsson Sunneva í Verksmiðjunni þann 8.mars 2016, á sjálfum baráttudag kvenna, en Sunneva segir að það hafi verið róið að því öllum árum að opna þann merkisdag. Það var kannski líka vel við hæfi en Sunneva ákvað að kýla á eigin rekstur eftir að hafa misst vinnuna er hún var gengin fjóra mánuði á leið með yngsta soninn, sem hún segir að hafi verið mikið áfall fyrir hana. Hugmyndin að Verksmiðjunni kviknaði þegar Sunneva var á námskeiði hjá Vinnumálastofnun í kjölfar atvinnumissisins, þar sem hún gat sótt um styrk til þró- unar á eigin viðskiptahugmynd. Á þeim tíma var Kjartan, sem er kjólameistari að mennt, með litla saumastofu í gamla Út- varpshúsinu og fannst þeim góð hugmynd að slá saman í eitt og opna sameiginlega hárgreiðslu- og saumastofu. Verksmiðjan var opnuð eftir að fæðingarorlofi lauk og Sunna segir það gott fyrir börnin þrjú að hafa foreldrana á sama stað og það sé líka ágætt að hafa þetta svona með tilliti til þess að mæta skilningi þegar að börnin veikjast og annað slíkt sem lýtur að því að vera barna- fjölskylda. Sunneva kann sannarlega sitt fag, enda er kominn dágóður tími síðan hún byrjaði að hafa hendur í hári fólks í bókstaf- legri merkingu. Hún byrjaði að læra hárgreiðslu árið 2002 og útskrifaðist sem sveinn 2006 og meistaranámið kláraði hún svo árið 2009. Á hágreiðslustofu Verksmiðj- unnar bíður Sunneva upp á flest alla þá þjónustu sem vænta má á slíkri stofu: Klippingu, hárlitun, permanett, lagningu, blástur og þvott svo einhver dæmi séu tekin. Hún segir það eina sem upp á vanti sé að geta boðið upp á rakstur með heilu blaði, en hún sé að safna fyrir rakarastól svo stefnan sé sett að veita þá þjónustu, en hún hinsvegar snyrtir skegg og segir nóg að gera í því. Í saumastofu Verksmiðjunnar selur Kjartan bæði nýjan og þó mest notaðan herrafatnað, sem hann snikkar til á viðskiptavinina, jafnframt því sem hann hefur í nægu að snúast við almennar fatalagfær- ingar. Frumkvöðlaeðlið er ekki víðsfjarri þar sem í skoðun er eigin framleiðsla af einhverju tagi. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera eigin herra í atvinnurekstri og Sunn- eva segir það reyna meira á að vinna sjálfstætt en að vinna fyrir aðra í faginu: „Það er miklu meira krefjandi að vinna sjálfstætt. Að rukka er það erf- iðasta sem ég geri. Þó ég viti að ég sé góður fagmaður þá er þetta alltaf erfitt. Það kannast líklega allar hárgreiðslukonur og menn við það. Það er mikið dekur að koma í stólinn til Sunnevu, það vita þeir sem hafa það reynt og aðspurð um hvað hún leggi mesta áherslu á í rekstrinum er hún fljót til svars: „Að bjóða upp á góða þjónustu, reyna að gefa hverjum og einum tíma í stólnum og að fólk fari frá mér endurnært. Það á að vera nota- leg stund að setjast í stólinn og að fá dekur.“ Sunneva Halldóru- og Sigurðardóttir.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.