Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Síða 12

Bæjarins besta - 08.03.2017, Síða 12
12 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Stelpuskott að mála með Magga Sölu. Bjarndís og Jón Björn að mála sjúkrahúsið við fremur frum- stæðar aðstæður. Bjarndís og Jón Björn með föður sínum málarameistaranum- Friðriki. Bjarndís við störf. Systkinin Bjarndís Dúi og Helgi Mar mála Vestrahúsið. Bjarndís Friðriksdóttir á Ísa- firði er málarameistari og starfar hún við iðnina árið um kring. Hún er Ísfirðingur í húð og hár og eftir að hafa klárað barna- og gagnfræðaskólann í heimabyggð dreif hún sig í Iðnskólann sem þá var starfræktur á Ísafirði og lagði stund á nám í málaraiðn. Í gegnum tíðina hefur hún svo farið á ótal mörg námskeið til að bæta við sig þekkingu í iðninni, sem og að sækja námskeið sem snúa að öðrum áhugamálum sem hún segist hafa haft gaman af. Það má kannski segja að fagið sé Bjarndísi í blóð borið, en faðir hennar Friðrik Bjarnason var málarameistari á Ísafirði og var Bjarndís 14 ára gömul er hún fór að mála með föður sínum á sumr- in. Þá stoppuðu vertíðarbátarnir á vorin og yfir sumartímann voru þeir skveraðir fyrir næstu törn eins og Bjarndís kallar það: „Þá Málarameistarinn Bjarndís voru allir málarar og sumarstrák- arnir á fullu og mamma fór oft að vinna í þessum törnum þegar hún komst frá okkur púkunum og hafði hún gaman af því.“ Allt í kringum Bjarndísi er málningarpensillinn gjarnan hafinn á loft og má með sanni segja að arfleið föðurins birtist í börnunum: „Jón Björn bróðir er málarameistari, Gummi Atli málaði mikið með okkur, við Dúi vinnum saman og Helgi Mar kemur iðulega i tarnir, sem og Kristján Ingi sonur minn. Hér hafa allir meira og minna verið með pensillinn i höndunum alla tíð. Við unnum öll saman hjá pabba og vinnum enn mikið saman. Þeir eru flottir, ekki bara bræður heldur líka sem vinnufé- lagar. Ég hef unnið með mörgum góðum vinnufélögum og vinum alla tíð.“ Áður en Bjarndís fór að mála hafði hún verið að vinna í Íshús- inu eins og ísfirskir unglingar gerðu iðulega og fyrir það sinnt barnapíustarfi eins og gerðist og gekk. Hún segist hafa í gegnum tíðina alltaf hafa unnið með flottu fólki - á öllum aldri. Þrátt fyrir að hafa kunnað vel við samstarfsfólkið í Íshúsinu þá fannst Bjarndísi alveg ómögulegt að vera lokuð inn í frystihúsi yfir sumarmánuðina og horfa á sólina út um gluggann, því var gott að komast í starf sem leyfði henni að vera undir berum himni við störfin: „Mér líkar virkilega vel og gerir enn að vera úti að vinna á sumrin.“ Eftir að gagnfræðaprófi lauk var Bjarndís ekki viss um í hvaða nám hún skyldi fara: „Þá spurði pabbi hvort ég vildi bara ekki koma á samning, svo gæti ég far- ið í annað nám ef ég vildi. Þarna var ég 17 ára og ólétt og skellti mér á samning, sem ég kláraði ásamt sveinsprófinu rúmlega tvítug. Ég hélt mínu striki og eftir sonurinn fæddist tók ég hann iðulega með mér i Iðnskólann með sérlega fallegum stuðningi frá foreldrum mínum og hvatn- ingu frá Aage Steins skólastjóra og Önnu konu hans, sem fannst það svo hjartans sjálfsagt að ég tæki hann með. Þau vildu alls ekki að ég hætti í skólanum, og ekki var síðri stuðningur allra skólabræðra minna. Svo svaf drengurinn í vagninum og þegar hann var vakandi fékk hann þvílíkan selskap af öllum i skólanum. Sannkallað dekur og ég vildi óska þess að allar ungar stelpur fengju svona stuðning.“ Í gegnum tíðina hafa karlmenn sótt í fagið í mun stærri stíl en konur og því ekki annað hægt en að spyrja hvort Bjarndís hafi fundið fyrir því að vera kona í þessu starfi. „Nei ég hef aldrei fundið fyrir því að það hái mér að vera kona í svona jafnréttisstarfi. Frá fyrsta degi tók hver einasti iðnaðarmaður, sem og allir mínir vinnufélagar hjá pabba og Sæmunum frændum mínum, mér með einstakri hlýju og velvild. Enda fór ég í þessa iðn á jafnréttisgrundvelli frá mínum bæjardyrum séð og ég held að þeir hafi alveg fundið að ég stóð undir því vinnulega séð, hvort sem það var að skottast með málningarföturnar um borð í bátana og togarana eða með stigana og stillansana. Þeir hafa sýnt mér alla tíð einlæga tryggð, verið skemmtilegir vinnufélagar og tryggir. Svo hafa þeir sem voru í eldri kantinum þegar ég byrjaði hætt störfum, en faðm- lagið er þétt er ég hitti þá og svo hafa þeir sem eru yngri og barn- ungir runnið inn í þetta iðnaðar samfélag.“ Bjarndís gantast þó með að hún voni að ekki heyrist þegar hún mætir á svæðið „kemur kerlingin!“ En hún segist ekki sjá að konum sé á nokkurn hátt vorkunn að fara á eigin forsend- um í iðnnám eða annað nám í dag: „Ég held að viðhorfið sé að konur fari í nám. Það er sjálfsagt að mennta sig, sama hvort það er í iðngreinum eða annarri menntun. En mér finnst það nú samt skrýtið hvað okkur kveniðnmeisturum t.d. hérna á Ísafirði hefur lítið fjölgað, svona í hraðaugnablikinu man ég eftir okkur þremur meistarar í þessum grónum hefðbundnum iðnum, sem hafa verið heldur karllægar, en ásamt mér eru það þær Dagný Þrastar húsgagnameistari og Júlía rafvirkjameistari í Pólnum. En þá er ég ekki að tala um alla hárgreiðslumeistarana.“ Bjarndís vinnur enn á fullu í faginu og segist hún ætla að gera það á meðan að hún hefur heilsu og orku til – og ekki síst gaman af því: „Mér hefur fundist alveg alveg yndislegt i gegnum tíðina að vinna vestur á öllum fjörðum, til dæmis í Mjólkárvirkjun og á Hrafnseyri og hafa kynnst öllu þessu frábæra flotta fólki og eiga þessa dýrmætu vináttu og tryggð.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.