Bæjarins besta - 08.03.2017, Síða 21
MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 21
LÆKNA
R
MÆLA
MEÐ
HUSK!
NÁTTÚRULYF
Á SÉRLYFJASKRÁ
Náttúrulegar trefjar sem halda
meltingunni í góðu formi
ehb@ebridde.is, www.ebridde.is
HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum
Vika endómetríósu stendur
nú yfir á landsvísu, en um er að
ræða vitundarvakningu á sam-
nefndnum sjúkdómi sem einnig
er þekkt sem legslímuflakk.
Zontasamtökin og þar á meðal
Zontaklúbburinn Fjörgyn á Ísa-
firði er meðal þeirra sem styðja
samtök um endómetríósu við
framkvæmd vikunnar. Fjörgyn
hefur að auki ákveðið að styrkja
samtökin fjárhagslega og þá
munu Safnahúsið og höfuðstöðv-
ar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði
vera með gula lýsingu af þessu
tilefni dagana 4.-10. mars auk
fleiri bygginga bæði á höfuð-
Vekja athygli á
endómetríósu
borgarsvæðinu og um landið.
Um 10% kvenna hafa endó-
metríósu eða um 176 milljónir
kvenna í heiminum. Sjúkdómn-
um geta fylgt miklar kvalir og
ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar
á meðal meltingarvandræði og
ófrjósemi og er greiningartími
sjúkdómsins almennt langur,
en meðalgreiningartími er 7-8
ár. Stuðningur og fræðsla er
meginverkefni Samtaka um
endómetríósu sem vinna ötullega
að því að fræða almenning og
heilbrigðisstarfsfólk um sjúk-
dóminn. Margar konur með
endómetríósu finna fyrir vantrú
Gula slaufan til styrktar Samtaka um endómetríósu.
annarra og þurfa enn þann dag í
dag að berjast fyrir viðurkenn-
ingu á líðan sinni og einkennum.
Nánari upplýsingar um sjúk-
dóminn og viku endómetríósu er
að finna á vef samtakanna endo.
is. Þar má kaupa söluvarning
líkt og gulu slaufuna til styrktar
samtökunum og þar má einnig
finna upplýsingar um málþing
sem haldið er í tilefni vitundar-
átaksins í hringsal Landspítalans
á miðvikudag. Einnig er hægt að
styrkja samtökin beint með því
að leggja inn á 0336-26-2650 og
kennitala: 711006-2650.
annska@bb.is
Nú er orðið ljóst hvaða tónlistarfólk treður upp á stóra
sviðinu á Aldrei fór ég suður 2017, en að vanda fer hátíðin
fram á Ísafirði um páskana. Annað árið í röð verður rokk-
að og rólað í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við
Ásgeirsgötu. „Aldrei fór ég suður heldur áfram að fylgja
þeirri sérstöðu að blanda saman straumum og stefnum í
tónlist, konum og köllum, gömlum sem ungum, frægum
og efnilegum og allt þar á milli. Þarna sjáum við indípopp,
blús, pönk, lúðrastuð, þungarokk, gleðipopp, rapp, köntrí,
dramatík og dans. Allir fá eitthvað, enginn fær ekkert, einn
fær ekki allt,“ segir í tilkynnningunni.
Í myndbandinu sem fylgir fréttinni boða Ísfirðingar og
nærsveitungar gesti velkomna til Ísafjarðar um páskana
ásamt því að lyfta hulunni af safaríku prógrammi hátíðar-
innar.
Þau sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2017:
KK band
Soffía
Karó
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar
Mugison
Kött Grá Pjé
HAM
Börn
Sigurvegari músíktilrana 2017
Hildur
Vök
Emmsjé Gauti
Rythmatik
Valdimar
Allir fá
eitthvað –
enginn fær
ekkert!