Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 24

Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Stemning í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnætur- glampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litabrigð- um. Allir í bátana er stemningin þá, bæjabúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Nú er vor í lofti þrátt fyrir kuldatíð undan- farna daga. Sól hefur hækkað á lofti og undurfögur birta liðast um dali og firði. Já, ég er bara nokkuð bjartsýn enda ærin ástæða til, það er eitthvað svo góð stemning núna til að taka af skarið og ganga í hlutina. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) finnur fyrir góðri stemn- ingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Eitt af þeim verkefnum sem á hug okkar þessi misserin er að sýna fram á mikilvægi þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem eru stofnuð og rekin af konum. Kon- ur og karlar hafa byggt þetta land saman, og hafa sagnfræðingar bent á að atvinnuþátttaka kvenna hafi alltaf verið mikil. Hér áður fyrr ráku þær heilu og hálfu samfélögin meðan mennirnir voru á sjó, uppá fjöllum eða einhverstaðar að færa björg í bú. Rekstur, stjórnun og mannleg samkipti eru að mínu mati sam- ofin íslenskum konum, enda held ég fáir efist um getu þeirra til að stjórna og ráðskast með menn og málefni. En hvers vegna er ég í þessum hugleiðingum, jú þann 8. mars er Alþjóðlegur dagur kvenna. Og því tilvalið að beina kastljósinu á mikilvægi þeirra í atvinnulífinu. Er ekki stemning fyrir því? Jú, það er nefnilega stemning fyrir því að benda á og draga fram þær frábæru fyrirmyndir sem birtast okkur á hverjum degi. Vestfirðir hafa á að skipa afar öflugum kjarnakonum sem reka og stjórna vestfirskum fyrirtækj- um og stofnunum. Haustið 2015 var stofnað innan FKA útibú á Vestfjörðum og höfum við séð mikla grósku og elju í þeim konum sem koma hér saman til skrafs og ráðagerða og efla tengslanetið. Lítil, meðalstór og stór fyrir- tæki þurfa á því að halda að hafa á að skipa öflugu fólki og ekki síst að tryggja að innan þeirra raða sé hópurinn fjölbreyttur og Er ekki stemning fyrir því? endurspegli samfélagið okkar. Horfðu í kringum þig, hvað sérðu? Sérðu öflugar konur sem stjórna og reka fyrirtæki og stofnanir? Ef svo er, er þá ekki tilvalið að þakka þeim gott starf? Gefðu þeim gott klapp á bakið því í dagsins önn gleymum við oft að hrósa og benda á góða hluti. En ef þú sérð engar svona konur, þá þarf eitthvað að breyta, því þá sérðu einsleitt atvinnulíf, sem tekur einsleitar ákvaðanir með einsleitar þarfir í huga – þá er heldur betur kominn tími á breytingar. Opnum augun og skoðum í kringum okkur, er ekki stemning fyrir því? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Formaður FKA Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Í næstum hundrað ára gömlu húsi í Bolungarvík stendur Stefanía Birgisdóttir vaktina í Bjarnabúð. Það voru sameinuðu verslanirnar sem byggðu húsið árið 1918 en Verslun Bjarna Eiríkssonar Bjarnabúð var stofnuð 1927 og fagnar því nítugasta rekstrarárinu á þessu ári, geri aðrir betur. Stefanía er fjórði skipstjóri við stýrið á þessari víðfrægu verslun þar sem allt milli himins og jarðar má fá, matvöru, fatnað, bækur, ritföng og leikföng svo fátt eitt sé nefnt. Á efri hæð verslunarinnar er vísir að safni með munum og gömlum verslunarbókum alveg síðan árið 1917 og stundum fá gestir leyfi til að kíkja upp á háaloft að skoða gersemarnar. Stefanía og maður hennar Olgeir Hávarðarson tóku við versluninni þann 1. janúar 1996 og eru enn að. Útgerð og fisk- vinnsla fylgdu þá rekstrinum og sinnir Olgeir því nú í smáum stíl. Stefanía á ættir sínar að rekja til Ísafjarðar en Olgeir er Víkari. Að sögn Stefaníu var atvinnu- lífið öflugra í víkinni þegar þau tóku við, hér var fiskvinnsla, rækjuverksmiðja og togari en á móti komi betri samgöngur eins og göng og malbik. Stefanía Birgisdóttir.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.