Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Fyrirtækið Þuríður sundafyllir
ehf. var formlega stofnað á al-
þjóðlegum baráttudegi kvenna,
8. mars árið 2013.
Fyrirtækið sem er í eigu
frumkvöðlakvennanna Guð-
rúnar Stellu Gissurardóttur og
Soffíu Vagnsdóttur hefur það
að megin markmiði að framleiða
menningartengda minjagripi sem
tengjast sögu Bolungarvíkur,
einkum þó landnámskonunni
Þuríði sundafylli. Þá hefur fyrir-
tækið staðið fyrir menningar-
tengdum viðburðum og má þar
m.a. nefna Þuríðardaginn sem nú
hefur fest sig í sessi í tengslum
við sjómannadagshelgina í Bol-
ungarvík ár hvert.
Seiðkrús Þuríðar
Fyrirtækið hefur þegar haf-
ið framleiðslu á seiðkrúsum
Þuríðar sem eru handunnar í
leir. Það er leirlistakonan Ólöf
Oddsdóttir sem rennir krúsirnar.
Hver seiðkrús er merkt með rún
Þuríðar, en hún er tákn fyrir áræði
hennar, kraft, innsæi og leiðtoga-
hæfni og með því að strjúka rún-
ina magnar sá sem drekkur seið
úr henni þessa eiginleika í eigin
fari. Seiðkrúsin er pökkuð inn í
sérhannaða gjafaöskju í formi
kistils sem nátengdur er sögunni
um Þuríði. Nina Ivanova sá um
hönnun á umbúðunum.
Þuríðarseiður
Fyrirtækið býður einnig upp á
Þuríðarseið, sem er te framleitt
Þuríður sundafyllir
Ertu frumkvöðlakona eða átt fyrirtæki?
Áttu viðskiptahugmynd í handraðanum?
Viltu efla hæfni og færni?
Viltu efla tengslanetið?
Skoðaðu möguleikana í FREE Evrópuverkefninu!
Við bjóðum þér að taka þátt í hagnýtri fræðslu ásamt þátttöku í tengslaneti frumkvöðlakvenna á þínu svæði.
Verkefnið er fyrir frumkvöðlakonur (þar með eigendur fyrirtækja og þær sem hafa viðskiptahugmynd sem þær
vilja vinna með) á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Verkefnð er samstarfsverkefni 5 landa og
er stýrt af Vinnumálastofnun.
Taktu þátt og skoðaðu möguleikana hér!
www.ruralwomeninbusiness.eu
Tengslanetið á Vestfjörðum er á Facebook!
https://www.facebook.com/groups/1435367403171496/
Nánari upplýsingar:
Guðrún Stella Gissurardóttir – gudrun.gissurardottir@vmst.is
Bryndís Sigurðardóttir, tengslanetsleiðtogi – bryndis@hotmail.com
Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir.
úr þurrkuðum íslenskum jurtum.
Ranka Studic hefur týnt jurtirn-
ar og pakkað þeim í sérstakar,
heimagerðar pakkningar.
Sundafyllir - bjór
Fyrirtækið lét um síðustu ára-
mót sérmerkja bjórinn Sundafylli
og var hann m.a. annars seldur
í Félagsheimili Bolungarvíkur.
Barnabók
Um þessar mundir er fyrir-
tækið að gefa út barnabókina
„Mamma, mamma ég sé land“.
Bókin fjallar um Völu-Stein 9
ára dreng sem var sonur Þuríðar
sundafyllis. Í bókinni fáum við að
fylgjast með Völu-Steini, Þuríði
og áhöfn hennar sigla frá Háloga-
landi í Norður-Noregi um miðja
10. öld áleiðis til Íslands þar sem
þau námu land í Bolungarvík.
Þær stöllur, Guðrún Stella
og Soffía skrifa bókina en um
myndskreytingar, uppsetningu
og frágang sér listakonan Nina
Ivanova. Samstarf þeirra þriggja
hefur verið afar farsælt og gef-
andi.
Þær stöllur leggja áherslu á
að vekja ánægjutilfinningar hjá
neytendum vörunnar, að hann
verði hrifinn og gleðjist yfir að
geta keypt sérvöru frá svæði sem
hann hefur sjálfur upplifað og geti
þannig deilt hughrifum sínum.
Helsti markhópur fyrirtækisins
er auðvitað heimamenn, vensla-
fólk þeirra og brottfluttir. Þá ekki
síst sá vaxandi hópur ferðamanna
sem sækir svæðið heim og getur
þannig flutt með sér einstakar
gjafir og minningar tengdar
menningarsögu svæðisins sem
hann heimsótti.
Fyrirtækið leggur áherslu á
að vinna með hönnuðum og
listamönnum svæðisins, enda er
um að ræða samfélagslegt frum-
kvöðlafyrirtæki.
Guðrún Stella Gissurardóttir