Bæjarins besta - 08.03.2017, Side 31
MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 31
Hildur Dagbjört er lands-
lagsarkitekt og hefur brennandi
áhuga á umhverfisvernd í verki.
Hún er sannfærð um að mikil-
vægasta skrefið í að skapa um-
hverfisvænni heim sé að matur
sé framleiddur þar sem þörf er
á honum og að maturinn sé að-
gengilegur þeim sem þar búa án
óþarfa umbúða. Þegar hún bjó í
Noregi kynntist hún félagsland-
búnaði og þaðan er fyrirmyndin
af Gróanda komin. Hún flutti
nýlega tilbaka til Ísafjarðar, eftir
nám og vinnu í Noregi, og er nú
þegar búin að hrinda af stað félagi
sem framleiðir lífrænar afurðir
fyrir íbúa Ísafjarðar.
Hvað er Gróandi?
Gróandi er ræktunarfélag sem
ræktar lífrænt grænmeti fyrir
félagsmenn með sjálfbærni og
umhverfisvernd að leiðarljósi.
Félagsaðild er opin og því geta
allir, bæði íbúar og fyrirtæki á
staðnum, komið að grænmetis-
ræktun á þennan hátt. Markmið
félagsins er eingöngu að standa
undir ræktuninni og rekstri henni
tengdri en ekki að sýna fram á
fjárhagslegan hagnað.
Fyrsta árið
Gróandi hóf starf sitt fyrir ári
síðan og var strax mikill áhugi
fyrir félaginu. Félagsmenn sem
greiddu árgjaldið voru 45 þetta
fyrsta ár og uppskera var góð.
Þrátt fyrir mikla undirbúnings-
vinnu við að útbúa beð til rækt-
unar á óræktarsvæði var uppskera
góð og frá byrjun ágúst fram í
enda október gátu félagsmenn
sótt salat, kál, krydd og fleira
vikulega. Í lok október var einnig
haldin lokauppskeruhátíð og
hittust þá félagsmenn og tóku
upp rótargrænmeti, kartöflur og
það sem eftir var af kryddi, káli
og slíku. Hver félagsmaður fór
heim með 9kg af kartöflum (í
heildina um 500 kg af kartöfl-
um) og auk þess rótargrænmeti,
grænkálssnakk, te og þurrkaðar
kryddjurtir.
Starfsemi ársins
Gróandi mun auka umsvif sín
til muna þetta árið og stefnir á að
ráða til starfsmann yfir vor- og
sumartímann þegar mest er að
gera í ræktuninni.
Í ár, líkt og í fyrra, mun fyr-
irtækið Ásel lána félaginu hálft
gróðurhús þar sem hægt er að
forrækta plöntur sem plantað
verður út þegar líður á vorið.
Ræktunarsvæðið er fyrir ofan
Hlíðarveginn, þar sem hann
Gróandi
Nýplöntuð beð og Hildur í vinnugallanum. Mynd: Haukur Sigurðsson.
Haustuppskera, sonur minn Örn með ánamaðk sem hann
fann þegar hann var að taka upp kartöflur. Mynd: Örn
Smári Gíslason.
Sumar - vikuleg uppskera. Félagsmenn sækja sér grænmeti.
Mynd: Edda María Hagalín.
Vorverk Gróanda. Mynd: Harpa Henrýsdóttir.
Gulrófuplöntur í gróðurhúsi. Mynd: Hildur Dagbjört Arnar-
dóttir.
mætir Hjallaveginum, á Ísafirði.
Svæðið er mjög hentugt þegar
litið er til staðsetningar, nálægt
miðbæ ísafjarðar, það liggur vel
við sólu og er jarðvegurinn djúp-
ur og næringarríkur. Stór hluti
af svæðinu var áður nýtt undir
kartöflugarða. Fengist hefur
góðfúslegt leyfi frá Ísafjarðarbæ
til að stunda ræktun á svæðinu
og bærinn hefur tekið mjög vel
í verkefnið. Ræktað verður í
þeim beðum sem útbúin voru í
fyrra en ræktunarsvæðið verður
einnig stækkað til að geta aukið
grænmetisræktunina enn frekar.
Þar sem allur aðbúnaður er til
staðar og tilbúin ræktunarsvæði
sem gáfu vel af sér í fyrra má
reikna með því að geta boðið
upp á uppskeru frá maí/júní og
eins lengi og veður leyfir í sumar
og haust.
Framtíðaráform
Gróandi er rétt að byrja starf-
semi sína. Áhuginn á lífrænu
grænmeti, ræktuðu í heimabyggð
er svo mikill að til stendur að
auka umsvifin ár frá ári, m.a. í
að lengja ræktunartímabilið og
fara í flóknari ræktun, fræðslu og
fleira. Markmiðið er að Gróandi
geti orðið stór hluti af samfé-
laginu og komi Ísafirði á kortið
í sjálfbærni og vistvænni hugsun
á margan hátt. Gróandi stefnir að
því að sjá félagsmönnum fyrir
sem mestu af lífrænu grænmeti
ræktuðu í heimabyggð yfir sem
lengstan tíma ársins. Þannig má
draga úr flutningi matvara að
svæðinu og draga úr sorpi tengdu
umbúðum. Markmiðið er einnig
að þeir félagsmenn og fjölskyldur
þeirra sem hafa áhuga upplifi á já-
kvæðan hátt að taka þátt í ræktun
grænmetis og matjurta en þurfi
þó ekki að binda sig yfir slíku.