Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Síða 2

Bæjarins besta - 10.01.1996, Síða 2
Veróurarburó- anna minnst, Ágúst? Ágúst Kr. Björns- son, sveitarstjóri í Súðavík: ,,Við komum til með að minnast þessara at- burða með einhverjum hætti en hvað verður gert hefur ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um. Hugmyndir hafa verið uppi um minn- ingarathöfn í kirkju eða jafnvel á flóðasvæðinu, en eitthvað verður gert til að brjóta upp hvers- dagsleikann. Hvað gert verður, verður tilkynnt um helgina. Við munum minnast atburðanna að einhverju leyti með krökkunum í skólanum og í okkar huga á að vera um táknræna at- höfn að ræða, hvernig sem hún veróur endan- lega útfærð” Á þríðjudag í næstu viku, 16. janúar 1996, erliðið eittárfrá þvísnjó- fióðið mikia féiiá Súða- vík með þeim afieiðin- um að 14 manns iétu iífið auk mikiiia skemmda á mannvirkj- um. Komu margir í ræktina eftir jólasteikina? Stefán Dan Óskars- son, eigandi Studio Dan: „Aðsóknin eykst alltaf í janúar, hvort heldur sem fólk er að ná af sér jólasteikinni eða því sem safnast hefur á líkamann um haustið.” Fypsta barn ársins á ísafirði Fyrsta barn ársins, sem fæðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði kom í heiminn aðfaranótt þriðju- dagsins 9. janúar kl. 02.06. Barnið, sem er myndar- drengur, reyndist vera 3.740 g. að þyngd og S4 cm að iengd. Foreidrar nýárs- barnsins á ísafirði eru þau Ásta Tryggvadóttirog Bjarni Freyr Guðmundsson, tii heimiiis að Aðaistræti 15 á ísafirði. Meðfyigjandi mynd var tekin af þeim mæðgin- um á fæðingardeiid FSÍ í gærmorgun. Vestfjaröavegur Gilsfjörö boöinn Vegagerðin hefur auglýst út- boð á framkvæmdum við Vest- fjarðaveg yfir Gilsfjörð um Kaldrana í Króksfjarðarnesi ásamt aðkomuvegum í Saur- bæjar- og Reykhólahreppi. A- ætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að þeim verði að fullu lokið 15. ágúst 1999. Samkvæmt vegaáætlun verður 775 milljónum króna varið til þessa verks á þremur árum. Gert er ráð fyrir þeim mögu- leika að Ijúka framkvæmdum ári fyiT og er tilboðs óskað í báða möguleika. Umferð verð- ur hleypt á veginn fyrir l. desember 1998 eða ári fyrr, verði framkvæmdum flýtt. Miðað við núverandi veg styttist vegalengdin milli Neð- ri-Brunnár og Króksfjarðamess um rúma 17 kílómetra en lengd Vestfjarðavegar sem Vega- gerðin býður nú út er 9,2 km en lengd aðkomuvega um 1 km. Fjárhags- og framkvæmdaáætiun ísafjarðarhafnar Hafnarstjórn leggur til að fram- kvsmt verði fvrir 69 milljónir Á fundi hafnarstjórnar ísa- fjarðar sem haldinn var undir lok síðustu viku lagði stjómin fram óskir sínar um fram- kvæmdaaröð á nýbyrjuðu ári. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að unnið verði við báta- höfnina fyrir 20 milljónir króna og mun hluti hafnarsjóðs í þeim framkvænidum verða um 8 milljónir. Þá leggur stjómin áherslu á að hafnarsvæðið verði malbik- að, en kostnaður vegna þeirra framkvæntda er áætlaður um 22,5 milljónir króna. I þeim framkvæmdum keniur mestur hluti kostnaðar á hafnarsjóð, eða 22,5 milljónir. Auk þess fer stjórnin fram á að 20 milljónum verði varið til byggingar á aðstöðu fyrir djúpbátinn Fagranes, en hluti ríkissjóðs í þeim framkvæmd- um er um 18 milljónir. Þá óskar stjórnin eftir því að keypt verði ný hjólaskófla að verðmæti um 3,5 milljónir króna. Á sama fundi var lagt fram bréf frá Hf. Djúpbátnum þar sem óskað var eftir að hafn- arstjórn gæfi eftir, eða felldi niður, hafnargjöld af Fjöru- nesinu, (gamla Fagranesinu), sem legið hefur við bryggju síðustu misseri. Hafnarstjórn hafnaði erindinu. dómalæknir á FSÍ Dagana IS.janúarnk. til2. febrúar verður Jón Baldvin Stefánsson, kvensjúkdóma- læknir starfandi á fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirói. Þeim konum sem áhuga hafa á að ná sambandi við Jón Baldvin er bent á að tímapantanir eru í síma sjúkrahússins 456 4500, alla virka daga frá kl. 8-17. Skýrmæítasti fjölmiðla- maóurinn Félagið Heyrnahjálp hefur ákveðið að velja þann fjölmiðl- amann sem hefur skýrasta framsögn og veita honum viðurkenningu, en með orðinu fjölmiðlamaður er átt við alla þá sem flytja talað mál í útvarpi ogsjónvarpi. Félagiðóskareftir skriflegum ábendingum frá almenningi af þessu tilefni og skal þeim skilað til Heyrna- hjálpar, Snorrabraut 29, 105. Reykjavík, merktar „Skýrmælt- astifjölmiðlamaðurinn"fyrir I. febrúarnk. Með þessu framtaki vi/l félagið stuðla að því að þeir sem koma fram í útvarpi og sjónvarpi, temji sér metnað, tali skýrt og greinilega og veröi þar með áheyrilegri en þannig njóta hinir heyrnarskertu og fullheyrandi betur hins talaða máls. Tveir sigrar hjá KFÍ Körfuknattleiksfélag ísa- fjarðar lék tvo leiki á útivelli um síðustu helgi og sigraði í þeim báðum. í fyrri leiknum lék KFI gegn Stjörnunni og lauk leiknum eins stigs sigri KFÍ, 80-79. Stiga- hæstur ísfirðinga var Crist- opher Ozment með 43 stig. í síðari leiknum spiluðu KFÍ- menn gegn ÍH og lauk leiknum með sigri KFÍ, 89-80. Christ- opher var einnig stigahæstur ísfirðinga í þeim leik með 40 stig. 2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.