Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Side 3

Bæjarins besta - 10.01.1996, Side 3
Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri Grunnskólans á ísafirði hélt fyrir stuttu endurmenntunarnámskeið á vegum Kennaraháskóla íslands um samskipti heimila og skóla og fékk fyrir vikið „rós í hnappagatið” frá tímaritinu „Heimili og skóli” sem gefið er út af Landssamtökum foreldra. A námskeiðinu sem eingöngu var ætlað skólastjórum, umsjónarkennurum og öðrurn þeim sem tjalla um samskipti heimila og skóla á grunnskólastigi, voru fluttir ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar m.a. af Kristni Breiðfjörð, sem fjallaði um sögu og hugmyndafræði samskipta heimila og skóla, rannsóknir á því sviði, boðskipti milli heimila og skóla, og stefnumótun skóla í samvinnu við foreldra. Til að forvitnast aðeins og hugtakið Heimili og skóli auk annarra hluta því tengdu sló blaðið á þráðinn til Kristins og spurði fyrst um hvað hugtakið heimili og skóli merkti? „Heimili og skóli eru samtök grunnskólanna og þar eiga foreldrafélögin líka aðild að. Samtökin hafa sínar bækistöðvar í Reykjavík og er Unnur Halldórsdóttir formaður þeirra. Samtökin gefa út blað sem heitir Heimili og skóli og þetta er það sem ég get sagt sér um þetta félag í stuttu máli. Markmið samtakanna er fyrst og fremst að vinna að bættum samskiptum á milli heimila og skóla auk aðstoðar við foreldra. Unnur er í þessu sambandi væntanleg til ísafjarðar þann 11. janúar og mun hún halda fund með stjórn foreldrafélagsins og tengiliðum þ.e. fulltrúum foreldra í hverjum bekk. Annað sem er á döfinni hér heinta er t.d. það að fimmtudagskvöldið 18. janúar, verður fræðslufundur þar sem Sæmundur Halldórsson, sálfræðingur mun halda fyrirlestur fyrir foreldra auk þess sem hann mun halda fyrirlestur fyrir kennara daginn eftir, á starfsdegi kennara. Aðalþemað þar verður agi og uppeldi og er hér um samstarfsverkefni að ræða á milli skólans og foreldra.” -Hvernig hafa samskiptin verið á milli skólans og heimila á ísafirði? „Eg get ekki lalað um fortíðina, einungis það sem lifir af vetri. Eg get ekki sagt annað en að þau hafi gengið ágætlega, samskiptin hafa að vísu ekki verið mjög mikil, en þó held ég að við séum að feta okkur áfram. Strax í haust settum við okkur þau markmið að reyna að vinna að þessum málum og réðum til þess tvo fulltrúa innan kennaraliðs skólans. Þótt starfið hafí ekki verið mikið er það von okkar að þetta sé vísirinn að öflugara starfi.” -Er eitthvað sem er sérstaklega ábótavant varðandi samskipti heimila og skóla á Isafirði? „Þetta er fag innan stjórnunarfræðinnar sem ég hef verið að skoða svolítið í sambandi við mitt nám og ég var búinn að gera rannsókn í þessum efnum, sent reyndar beindist að mestu að suðvesturhorninu. Eg get því ekki sagt að neitt hafi komið mér sérstaklega á óvart héma, þetta er ósköp venjulegt stórt sjávarþorp og þar finnum við allan regnbogann livað það snertir. Ég finn eindreginn áhuga hjá foreldrum og höfum gert nokkuð að því að fá foreldra inn í skólann þegar að við höfum þurft að ræða málefni einstakra nemenda og það er mjög vel tekið í það, og það sýnir að fólk er þakklátt fyrir þetta starf. Það er mjög gott að vinna með fólki hérna.” -Nú hefur verið mikil umræða um aukna fíkniefnaneyslu á meðal unglinga á grunnskólastigi. Hvernig er ástandið hér? „Eins og ég sagði áðan þá hef ég enga viðmiðun þannig að ég get ekki sagt til um það. Ég get ekki sagt að ég verði var við fíkniefnaneyslu í skólanum en eftirstöðvar eftir neyslu geta verið og eru þannig að erfitt er að greina þær. Má þar nefna t.d. þunglyndi. Við erum töluvert inni í slíkum málum hjá nemendum og m.a. er búið að ráða félagsráðgjafa frá áramótum, sem aftur kemur til með að starfa með sálfræðingi. Það er erfitt að greina á milli þunglyndis, hvort unglingurinn hafi verið í einhvetri neyslu eða hvort þunglyndið stafar af einhverjum öðrum ástæðum, en við vitum að samfara áfengis- og fíkniefnaneyslu fylgir oft þunglyndi,” sagði Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson. Sundlaug Flateyrar Símf 456 7738 Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga fimmtudaga og föstudaga kl. 17 - 21 Laugardaga kl. 11 - 16 Sunnudaga LOKAÐ ^ Gufubaðið er opið á laugardögum kl. 12 - 16. V°V. % 7>/ Kaffi á könnunni Verið velkomin! Ctsala’- m-m afsláttur Hefst fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.00 Fatnaður og efni /m x Ótrúlegt úrval LdUjlð Nýtt kortatímabil Aikihtrœti 21 • Simi 456 7326 • Bolungarvík MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1996 3

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.