Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Síða 5

Bæjarins besta - 10.01.1996, Síða 5
■i wm^gm 1 ®„ aMláSjíiirf1 lýtt tofftMíimal>II ú LEGGUR OG SKEL fataverslun barnunna Ljóninu, Skeiði, sími 456 4070 Utsalan hefst kl. 13.00 á morgun Mikil verðlækkun Komið og gerið góð kaup Lokað frá 10 til 12 Nýtt kortatímabil Skutull í land vegna bilunar í aðalspili SpHgertað rennlKkk Rækjutogarinn SkutulI ÍS- 180 kom til hafnar á ísafirði um hádegisbil á laugardag með bilað aðalspil. Tromla í spilinu hafði brotnað er skipið var að veiðum út af Vestfjörðum og því var ekki hættandi á annað en að leita til land til viðgerða. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Skipa- smíðastöðvarinnar á Isafirði, en fyrirtækið hefur lagt dag við nótt að undanfömu við að gera við spilið, er tjón á spilinu mun minna en hefði getað orðið og þakkar hann athugulum skipverjum að ekki fór verr. „Það komu sprungur í troml- una og ef haldið hefði verið áfram að nota spilið, hefði getað farið verr. Við suðum í sprunguna og síðan var tromlan tekin í sundur og styrking sett innan í liana. Það er töluvert mikið mál og við erum nánast búnir að breyta spilinu sjálfu í stóran rennibekk. Við settum lítinn rafmótor við og notum spilið sjálft til að renna troml- una. Ég held að það sé ekki til það stór rennibekkur á landinu sem tekur tromlu sem þessa og því varð að grípa til einhverra annarra ráða,” sagði Sigurður. Hann sagði ennfremur að unnið hefði verið við verkið allan sólarhringinn frá því á laugardag og vonaðist hann til að viðgerð myndi Ijúka í dag og að skipið kæmist á sjó á morgun, fimmtudag. Starfsmenn Skipasmíðastöðvarinnar hf. við viðgerð á spiiinu í gærdag. Tilfjnningahiti og trúarbrögð BId Ekki er ofsögum sagt af Islendingum. Við erum gott fólk og kunnum að sýna samúð, ekki síst þegar mikið liggur við. Síðast og gleggst kom það í Ijós eftir náttúru- hamfarirnar á Flateyri. Þjóð- in lét ekki sitt eftir liggja. Samhugur í verki kom þar í Ijós með eftirtektarverðum hætti. A sama tíma og deilt var um kaup og kjör skilaði söfnunin að minnsta kosti rúmum 200 milljónum til þeirra sent höfðu orðið fyrir tjóni og áttu um sárt að binda. Þá var ekki kvartað yfir lágum launum, kröppum kjörum og vonlausum inn- flutningshöftum. Hátt verð á landbúnaðarafurðum hvarf eins og dögg fyrir sólu í um- ræðunni. Verkföll, kjara- deilur og dómar Félagsdóms voru ekki til umræðu. Kirkj- urfylltust af fólki sem leitaði sér huggunar í guðsorði. Bænastundir voru fólki því svölun sem á þurfti að halda þegar hörmulegar slysfarir dundu á litlu fiskiþorpi á Vestfjörðum. Kirkjan og þjónar hennar, prestar safn- aðanna áttu hljómgrunn hjá alþýðu landsins. Skipti þáengu hver þjóðfélagsstaða manna var. Sama kom í ljós fyrir tæpu ári, eftir snjóflóðið í Súðavík. Þversagnir í þjoðarsálinni Fjöldi fólks leitar í kirkju þegar á bjátar. Kirkjan sem stofnun hefur lengsta samfellda sögu stofnanna á Islandi. Vissulega hefur hún tekið breytingum um aldirnar. En hún hefur notið trausts sóknar- barna sinna í öllum sóknum um allt land. þótt misjafnt sé eftir aðstæðum eins og oft vill verða. Sést það vel á þeirri staðreynd að þótt trú fólks sé ekki borin á torg, leggja margir mikið upp úr því að guðshúsin séu vönduð og vegleg. Is- firðingar misstu gömlu sóknar- kirkjuna sína í bruna árið 1987. Þrátt fyrir miklar deilur um það hvernig standa skyldi að því að byggja upp guðshúsið að nýju var eitt augljóst. Allir sem létu sig málið varða vildu að það yrði gert með myndar- skap. Sumir vildu endurreisa gömlu kirkjuna, sem byggð var 1866 og stóð í 121 ár. Uppi voru hugmyndir um það að endurreisa í óbreyttri mynd. Þær breyttust og teiknuð var ný útgáfa af upprunalegu Eyrar- kirkjunni, sem var stærri og átti að geta þjónað fleirum en áður. Teiknuð var myndarleg kirkjubygging, sem reisa átti á Torfnesi. Hún var nýstárleg hringlaga bygging sem að vísu þurfti rými. Sú lausn hefði gert það að verkum að gamla Eyrar- kirkjan þurfti ekki að vfkja vegna nýrrar. Miklar deilur hófust um kirkjubyggingu og endurreisn þeirrar sem brann. Safnað var á níunda hundrað undirskrift- um. Nýju kirkjunni var mót- mælt. Undirskrifendur vildu hana ekki. Hópurinn sem vildi endurbyggingu hafði ýmsar ó- líkar ástæður fyrir vilja sínum. Um var að ræða hreinræktaða húsafriðunarmenn, þá sem voru afkomendur kirkjusmiðsins og þá sem vildu ekki breyta ásýnd Isafjarðarkaupstaðar. Vissu- lega er þetta mikil einföldun, en margt er samt t'ullgilt í þessari skoðun. Það sem var athyglisvert var að fólkið sem stóð að safnaðar- starfinu og virtist sækja kirkju einna best vildi nýtt guðshús en varð að sætta sig við af- stöðu meirihlutans, þeirra sem skrifuðu undir staðlaða lista. Allar forsendur breyttust og sóknarnefnd var mikill vandi á höndum og engin lausn auð- veld á þeim tíma sem deilt var. Engum duldist að tilfinn- ingar réðu öllu meira en trúar- hiti þegar sóknarböm mynduðu sér skoðun á málinu. Um var að ræða mjög sterkar til- finningar. Nú eru þessi til- finningaátök að baki þótt enn kunni að eima eftir af þeim. Ný og glæsilega ísafjarðar- kirkjaerrisin. Sóknarnefndinni tókst að sigla fyrir þau sker sem blöstu við í stórsjóum þessa liðna tíma. Enginn kvart- ar undan nýju kirkjunni, að minnsta kosti ekki opinberlega. Klofinn söfnuður umjnl Enn koma þverbrestirnir í ljós. I Langholtssókn í Reykja- víkurprófastdæmi eru uppi deilur. Ekki er alveg ljóst fyrir utanaðkomandi hvort prest- urinn er að deila við sóknar- nefndina, organistann, sem hann vill reka eða söfnuðinn allan. Deila þessi hefur því miður sett fremur leiðinlegan blett á jólahald íslensku þjóð- kirkjunnar. Skylt er þó að taka fram að auðvitað er við fyrstu sýn unt einkamál safnaðarins að ræða. Þannig ætti það auðvitað að vera. Gagnstætt því sem var þegar sóknarböm í Isa- fjarðarsókn skiptust í tvær fylkingar, þá hefur deilan nú borist inn á vettvang allrar þjóðarinnar. Biskup lýsir því yfir að hann sé orðinn þreyttur á formanni Prestafélagsins í Reykholti. Prófastafélagið lýsir yfir stuðningi við biskup sinn. Formaðurinn í Reykholti segir að trúnaðarbrestur sé kominn upp á milli presta og biskups. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, hetur hins vegar slegið algerlega á þá umræðu að um kirkju- pólitískt mál sé að ræða. Þetta gerði hann í útvarpsviðtali. Hann lét þess getið að um mál- efni Langholtssafnaðar væri að ræða. Þar af leiðandi ætti kirkjumálaráðherra ekki að Ijalla um málið. Það ætti að leysast innan kirkjunnar og fyrst og fremst innan safnað- arins. Fjölmiðlar hafa hins vegar í gúrkutíðinni nú gert sér mat úr þessu máli. Um hvað snýst þessi upp- blásna deila? Eftir því sem best verður séð að þessu sinni, um tónlistina sem flytja skyldi í jólaguðsþjónustu. Trúariðkun í hinum kristna heimi er svo samofin tónlistarflutningi að ekki verðurámilli skilið. Nema ætlunin sé að breyta algerlega um stefnu í þeim efnum. Lang- holtskirkja er vafalaust þekkt- ust fyrir það meðal þjóðarinnar að þar stendur tónlistarlíf með miklum blóma. Auðvitað er ekkert sem bannar breytingu í þeim efnum. En er það skyn- samlegt? Trúarleg tónlist er svo stór þáttur í guðsþjónustu kristinna manna að hún verður vart burt tekin án þess að sóknarbörn muni missa mikils. Er önnur lausn en sú að söfnuðurinn taki af skarið? Þannig getur hann hlíft þjóðinni. Þúsund ára af- mæli kristnitöku er kirkjunni verðugra verkefni en deilur sem þessar. -Stakkur. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 5

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.