Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 10.01.1996, Blaðsíða 6
tilands Skipstjúri í þrjátíu ogfjögur ár... -Togaralífið hefst hjá þér 1954. er þú ferð á einn hinna svokölluðu nýsköpunartogara landsmanna, Isborgina? „Já, ég byrjaði á Isborginni sumarið 1954. Við vorum á salti og ég var þar um borð allt þar til ákveðið var að skipta yfir í ísfiskinn. Þá þurfti að fækka mönnum og við ný- græðingarnir vorurn látnir hætta. Eg fór síðan yfir á Sól- borgina og var á henni þar til ég fór í Stýrimannaskólann árið 1956.” -Hófst skipstjóraferill strax að skólagöngu lokinni? „Nei, ég fór nokkra af- leysingartúra á færabátum árið 1960, en minn skipstjórnar- ferill hófst ekki af alvöru fyrr en árið 1961, er ég tók við Ásúlfi. Hann var ég með í tvö ár eða allt þar til ég réð mig sem skipstjóra á „tappatogar- ann” Guðmund Péturs frá Bolungarvík. Það var ágætis skip, en svolítið blautt. Þessi skip komu með svo mikilli steypu í botninum að það varð fyrsta verk margra að létta þau, því þessi austurþýsku skip voru alltof blaut, tóku of mikið á sig. Eg var með Guðmund Péturs í fjögur ár, alveg fram í nóvember 1967, er ég fór í land aftur og var frarn á næsta sumar. Það var búið að vera langt úthald á Guðntundi Péturs og því ákvað ég að taka mér smá hvíld. Haustið 1968, kemur síðan Börkur Ákason, þáverandi framkvæmdastjóri Frosta í Súðavík til mín ásamt Kristjáni heitnum Sveinbjörnssyni og bjóða mér að taka við Kofra- num, sem þá var í smíðum hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. Ég hafði lítinn áhuga á því fyrst en það varð úr að ég réði mig þangað og þar er ég búinn að vera síðan. Fyrst um sinn fylgdist ég með snríði skipsins og fór með það í sína fyrstu veiðiferð 13. júní 1969. Ég er því búinn að vera til sjós hjá Súðvíkingum í 26 ár og hef liðið vel þar.” Þá mátti maður veiða eins og maður gat... -Kofrinn var mikið aflaskip! „Já, það segir þú satt. Það var virkilega gaman að vera á Kofra. Sam- hliðagóðri veiði varð mikill upp- gangur í Súða- vík. Sannast sagna, þá vant- aði Súðavík mikið á þessum árum og því var skipið mikil lyftistöng fyrir byggðina. Þarna bjó virkilega duglegt tolk, það var alveg sama hvenær maður kom að landi og bað um löndun, alltaf gengu menn strax og rösk- lega til verk. Á- hugi manna beindist að því að skipið fiskaði sem allra mest. Þarna var hver maður boðinn og búinn til að gera hvað hann gat enda kont maður oft með fullfermi á þessum árum og jafnvel meira en full- fernti, enda var engin skömmt- un á þessum árum. Maður mátti fiska eins og maður gat. Á Hann hóf sjómannsferil sinn í janúar 1953, þá aðeins 19 ára gamall. Fyrsti báturinn sem hann var munstraður á var m.b. Asúlfur, sem stundaði línuveiðar fyrir sunnan land. Sama sumar réð hann sig á síld með Gunnari Pálssyni á m.b. Freydísi. „Það var það sama uppi á teningnum á þessum tveimur bátum, ekkert veiddist og því var ég alveg búinn að missa áhugann á sjómennskunni eftir sumarið, en hlutirnir atvikuðust samt þannig að ég réð mig aftur á Asúlf um haustið, sem þá var undir stjórn Jóns Kr. Jónssonar, og var þarfram á nœsta sumar er togaralífið hófst.”Það erjóhann Símonarson, skipstjóri á Bessa IS-410 frá Súðavík, sem hér segir lesendum blaðsins frá upphafsárum sínum til sjós. Jóhann eða Jói Sím, eins og hann er jafnan kallaður, er á ákveðnum tímamótum í lífi sínu um þessar mundir, því hann hefur tekið þá ákvörðun að hœtta sjómennsku eftir nœr 43 ára árangursríkt starf. Hann kom í land úr sinni síðustu veiðiferð 20. desember síðastliðinn og hefur síðan þá „legið í leti og haft það gott” eins og hann segir sjálfur, og því lífsmunstri hyggst hann halda áframfram á vorið, er hann hyggst taka til starfa viðfyrirtœki sín og félaga sinna í Súðavík, Frosta hf, og Álftfirðing hf. Það er sunnudagurinn 7.janúar 1996. Blaðamaður heimsœkir Jóa Sím á heimili hans rétt um kl. 13.30, á versta tíma fyrir eins miklan knattspyrnuáhugamann og hann er. A skjánum er verið að sýna frá ítalska boltanum. Blaðamaður býðst til að koma síðar en Jói aftekurþað og setur myndbandið ígang. „Ég tek leikinn bara upp og horfi á hann síðarf segir hann og bíður til sœtis í stofunni. Eftir að hafa rœtt stuttlega um kvótamál og fiskveiðistjórnun ásamt öðrum hugðarefnum Jóhanns, gefur hann blaðamanni leyfi til að kveikja á hjálpartœki sínu, segulbandinu. þessum árum var lítið um það að stórir togarar væru að veiðum á veiðisvæðum okkar s.s. á Halanum og þar austur úr og því nóg um fisk í sjónum.” -En það kont fljótlega að því að Kofrinn varekki lengurnógu stórt skip fyrir þig! „Já, það leið ekki lengur tími þar til okkur langaði að fá stærra skip og því fengum við skuttogarann Bessa 22. maí 1973. Þetta þóttu virkilega skemmtileg skip á sínum tíma. Þau voru með flotvörputromlur og allan búnað til flotvörpu- veiði, sem var nýlunda á þeim tíma hjá okkur íslendingum. Flotvarpan gerði gæfumuninn enda var oft á sumrin lítil veiði í botntrollið en aftur á móti mokveiði í flottrollið. Það var oft ævintýraleg veiði á þessum árum, þó svo að það jafnist ekkert á við síldveiðina. Að veiða síld er það skemmti- legasta sem ég hef gert enda 6 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.