Bæjarins besta - 10.01.1996, Page 7
Jóhann Símonarson, vió máiverk af skipi sínu Bessa og sjáifum sér í brúnni.
getur maður fengið fleiri
hundruð tonn í einu kasti. Flot-
varpan kemur næst enda reynir
hún mjög á menn. Ég er með
gamla Bessa allt þar til við
fengum núverandi Bessa, í
október 1989.
Það var skip sem var í farar-
broddi á sínum tíma, afskap-
lega skemmtilegt og aflmikið.
Það er vel tækjum búið og til
fyrirmyndar. Sntíðin á skipinu
sem og hönnun þess var einnig
til fyrirmyndar. Utlitið var
glæsilegt, enda ættað héðan frá
ísafirði, hannað af þeim Sævari
Birgissyni og Guðmundi
Högnasyni, sent átti útlit skips-
ins að mestu leyti. Þarna var ég
kominn með draumaskipið í
hendur en þá kom upp vanda-
mál, það mátti ekki veiða eins
mikið og maður vildi. Reyndar
fengum við að veiða ansi mikið
fyrsta árið og komum með um
5.200 tonn að landi, en síðan
fóru stjórnvöld að takmarka
veiðina. Það hefur háð þessu
skipi að það er ekki frystiskip.
Það hefur ekki verið hægt að
fara að neinu ráði í úthafs-
karfann eða á fjarlægari mið,
en skipið var ætlað sem hrá-
öflunartæki fyrir Súðavík og
því kom ekki til greina á þeini
tíma að Bessinn yrði gerður að
frystiskipi, en nú stendur það
til og ég vona að það takist, því
að með öllum þeim skerðingum
sem eru við lýði í dag, þá verður
að vera hægt að sækja lengra
og vera lengur að á slóðinni.
Það er rækja á Flæmingja-
grunni, rækja í Barentshafi og
þorskur í Sntugunni. Bara það
að fara í Smuguna er illgerandi
fyrir ísfiskskip,” segir Jóhann,
og leggur áherslu á orð sín.
Aðveld ákvörðun
að hætta...
-En snúum okkur aðeins að
öðru. Var það ekki erfið
ákvörðun að hætta skipstjórn,
eftir svo farsælan feril?
,,Nei, það var ekki erfið
ákvörðun,” segir hann ákveð-
inn. „Ég er búinn að vera það
lengi við þetta, eða í rúm 34 ár
sent skipstjóri. Það eru orðnir
breyttir tímar og því ekkert
gaman lengur. Maður fær ekki
að veiða eins og manni sýnist á
heimamiðum og því er allur
ævintýraljóminn farinn af
þessu starfi. Það var virkilega
gantan þegar mikill fiskur var
og maður mátti veiða eins og
maður gat en núna má ekki
einu sinni taka þann þorsk sem
er hér á öllum miðum og því
ærir það óstöðugan að vera
alltaf í feluleik gagnvart þessu.
Þetta er orðið leiðinlegt fyrir
þá sem muna tímana tvenna.”
-Veistu hvað þú ert búinn að
koma með mörg tonn að landi
í gegnunt árin?
„Guð minn almáttugur, það
veit ég ekki nákvæmlega. Ég
veit bara að á gamla Bessanum
veiddum við unt 65 þúsund
tonn. Ætli heildarveiðin mín
sé því ekki um 100 þúsund
tonn, eða jafn mikið og árs-
aflinn í þorski er í dag. Ég vil
ekki fullyrða þessar tölu en ég
gæti trúað að hún væri nærri
lagi. Eins og ástandið er í dag,
þá held ég að flestum skip-
stjórum finnist rannsóknir á
þorski séu ekki nánda nærri
nógu miklar. Það er alveg sama
hvarviðerum íkringum landið,
allsstaðar er fullt af þorki.
Þorskurinn er ekki bara hér á
Vestfjarðamiðum eins og var
látið í veðri vaka hér um
daginn, þorskurinn er alls-
staðar, bæði fyrir austan og
sunnan.”
Ef ég væri í stúli
Þorsteins Pálssonar...
-Ef þú værir kontinn í stól
Þorsteins Pálssonar, sjávarút-
vegsráðherra í dag. Hvað
myndir þú gera í ljósi þessarar
þorskgengdar?
„Ég er ekki í neinum vafa
unt það. Ég myndi setja veiðina
strax upp í 250 þúsund tonn og
láta hana vera þar í einhvern
ákveðinn tíma, breyta hvorki
upp né niður, því ef við förum
ennþá lengra aftur í söguna, þá
sjáum við að síðastliðin 50-60
ár hefur þorskveiði á íslands-
miðum, ekki farið niður úr
þeirri tölu fyrr en skömmtunin
hófst. Það eru skýrslur til um
þetta og ég er á því að þegar
þessi ördeyðuár hafa kornið,
að þá hafi svo margt hjálpast
að til að gera þau svona erfið.
Þar má nefna ástandið í sjónum
og ætið svo dænti séu tekin.”
-Er þá Þorsteinn og sér-
fræðingarnir hans á rangri hillu
að þínu mati?
„Ég held að þetta sé einum
of mikil hræðsla hjá þeim.
Þorsteinn verður að fara eftir
fiskifræðingunum, því það má
segja að hann hafi ekkert meira
vit á þessu en venjulegur leik-
maður í landi. Þegar þetta mál
hefur borið á góma, þá hef ég
alltaf sagt að þrír aðilar eigi að
setjast á rökstóla; það eru skip-
stjórarnir því þeir vita hvort
það er fiskur til staðar og hvar
hann er, það eru útgerðar-
mennirnir því þeir kosta til því
sem þarf og síðan fiskifræð-
ingarnir, því þeir hafa bóklega
þekkingu á þessunt hlutum. En
ég segi að fiskifræðin er ekkert
annað en sú reynsla sem fiski-
menn og vísindamenn hafa
skapað í sameiningu. Það er
ekkerttil sem þeirgetaeinungis
lært af bókum, þeir verða líka
að kynnast þessu starfi til að
geta tekið svo afdrifaríkar
ákvarðanir. Yfir þessum þre-
menningum mætti síðan vera
maður frá sjávarútvegsráðu-
neytinu, en þaðan kemur jú
síðasta orðið í þessum efnum.
Einhverjir sérfræðingar á skrif-
stofu í Reykjavík eiga ekki að
geta tekið einir ákvörðun um
lífsafkomu fólks víðsvegar um
landið. Hverjir ættu að vita
meira um þessi mál en skip-
stjórarnir sem eru alltaf að
hugsa um þessi mál, dag og
nótt, allan ársins hring. Hverjir
eiga að vita betur um göngur
fiskjar eða hvernig fiskurinn
hagar sér en skipstjórarnir
sjálfir.
Sannleikurinn kemur
alltaf íljús...
Það er ekki hægt að segja að
útgerðarmenn og skipstjórar
vilji aukinn kvóta, einungis til
að hagnast meira sjálfir. Það
kæmi þeim um koll. Þeir yrðu
alltaf að standa frammi fyrir
því, ef þeir væru að ljúga. Það
dylst engum því inegnis af
þeim skipstjórum sem eru á
skipum í dag eru einungis
launamenn. Sannleikurinn
kæmi alltaf í ljós, en hitt er
svakalegt að ef við erum að
leika okkur að því að veiða of
lítið urn lengri tíma. Það sanna
dæmin t.d. hér á Vestfjörðum,
þegar fiskleysið af manna
völdum var mest. I flestum
bæjarfélögum á Vestfjörðum
var atvinnulífið í miklum
blóma og síðan einn góðan
veðurdag var grunninum kippt
undan þorskveiðunum, það var
ekki hægt að skapa þá atvinnu
sem við töldum að vel væri
hægt að halda við. Þetta eru
rangar aðferðir við stjómun og
þeint þarf að breyta,” segir
Jóhann, og það leynir sér ekki
að þessi mál liggja þungt á
hjarta hans, en hvað segir hann
um kvótamálin. Jóhann hefur
verið ntikill andstæðingur
kvótans og því liggur beinast
við að spyrja hann um þetta
mest umtalaða orð á meðal sjó-
ntanna. ,,Ég hef alltaf verið
andstæðingur kvótans, en núna
viðurkenni ég það að eftir að
búið er að setja hann á, að það
sé illt að taka hann af aftur, en
það er hægt að lagfæra hann
stórkostlega því að hann er
orðinn að skrímsli í þjóð-
félaginu. Mesta áhyggjuefni
allra skipstjóra í dag er grá-
lúðan og karfinn, sem hefur
minnkað stórlega á Islands-
miðum á undanförnum árum.
Það er ekki þorskurinn sem við
höfum áhyggjur af, heldur
hinar tegundirnar sem sótt
hefur verið í að miklum móð á
undanförnum árum."
Brugðust rétt við
áréttu augnabliki...
-Nú hefur þú verið að rækju-
veiðum að undanförnu, en samt
hlýtur þú að geta svarað því
hvað skipstjóri sem staddur er
út af Vestfjörðum hugsar, þegar
hann er að leita af fiski sem er
nánast ekki til og allt er fullt af
þorski sem ekki má veiða?
„Það er ömurlegt. Arin 1993
og 1994 var skömmtunin svo
harkaleg og það lítið af grá-
lúðu að við gátum ekki bjargað
okkur á þeim kvóta sem við
höfðum. Því var halli á rekstr-
inum um tveggja ára skeið.
Þegar tekin var ákvörðun að
fara ennþá neðar með kvótann
var ekkert um annað að ræða
en að fara út í eitthvað annað.
Við brugðumst við á réttu
augnabliki og fórum að veiða
rækju og því vil ég segja það
að stjórnendur Frosta tóku rétta
ákvörðun á réttum tíma. Það
sína okkur rekstrartölur fyrir-
tækisins, sem sýnt hafa hagnað
síðustu tvö árin. Það má ekki
fara það neðarlega með kvót-
ann að skipin geti ekki borið
sig, hagkvæmnissjónarmiðin
verða að vera með að einhverju
leyti. Ef það er of mikið af
seiðum í rækjunni hér í Isa-
fjarðardjúpi, þá er ekki leyfð
veiði þar og beðið þar til á-
standið er orðið gott aftur. Þetta
kalla ég hagkvæmnissjónarmið
og það sama verður að vera
uppi á tengingnum varðandi
miðin í kringum landið.
Núna þegar það er fullur sjór
af fiski, þá draga þeir ennþá úr
og telja að ástandið sé ekki
eins og menn segja. Nú ætla
þeir loksins að fara að skoða
miðin, en taktu eftir því að það
er búið að segja þeim þetta í
hartnærtvöár. Einhvern veginn
finnst mér að menn verði að
líta ástandið þeim augum að
það megi ekki láta útgerðina
koðna niður út af því að það sé
ekki leyft að veiða það sem til
er. Ég hef ekki trú á því að það
verði bætt við þorskkvótann
en skynsemi mín segir mér að
það eigi að bæta við kvótann.
Ég held ekki að þeir séu að fara
í þennan leiðangur til að friða
skipstjórana, ég held að þetta
sé vel meint, en það er samt
ekki nóg ef ekki verður bætt
við þorskkvótann.”
-Nú þekkir þú Vestfjarða-
ntiðin eins og puttana á þér.
Attu þér einhvern uppáhalds
veiðistað?
„Já, það er alveg öruggt að
Halasvæðið er í uppáhaldi
ásamt Djúpkróknum. Ég lærði
á þessa staði á meðan ég var á
Kofranum og fiskaði oft á
tíðum mjög vel þarna. Það má
segja að ég sé búinn að veiða
langmest af mínum fiski á milli
Látrabjargs og Hornbjargs, í
djúpköntunum þar út af. Stær-
sta hal sem ég hef fengið var
unt 60 tonn í flottrollið. Þegar
það gerðist leið manni vel, það
er annað en í dag, því miður.”
Hef alltaf látið
heyrastvelimér...
-Nú hefur þú verið þekktur
fyrir að láta heyra vel í þér?
„Já, það er alveg rétt og mér
finnst það nauðsynlegt að menn
láti heyra í sér öðru hvoru.
Þegar ég byrjaði á togurunum
var alltaf talað um öskrin í skip-
stjórunum, rnaður var vissu-
lega var við það enda var storm-
gnýrinn oft það mikill að menn
kölluðu hátt. Ég tók þetta því
upp og síðan komst þetta í vana.
Ég hef oft haft hátt en það
hefur aldrei verið illa meint og
mér hefur aldrei verið illa við
einn einasta mann. Það er alveg
sama hvað kom upp á, ég var
alltaf orðinn samur eftir fimm
mínútur, enda voru rnenn löngu
hættir að kippa sér upp við
öskrin í mér, þeir heyrðu þau
ekki eða vildu ekki heyra þau,
sem betur fer,” segir hann og
hlær af tilhugsuninni.
„Það er alveg ljóst að það
dugar ekki að hafa góðan skip-
stjóra, áhöfnin verður að vera
góð. íslenskir sjómenn eru upp
til hópa mjög duglegir, þannig
að skipstjóri sem fiskar vel
getur alltaf fengið góða menn.
Ég þarf ekki að kvarta því ég
hef alltaf haft góða áhöfn. Það
hafa margir verið hjá mér um
áraraðir. Ætli Jón bróðir minn
hafi ekki verið lengst hjá mér
en hann hætti fyrir um einu og
hálfu ári síðan. Þá má nefna
Friðþjóf Kristjánsson sem
byrjaði á gamla Bessa og hætti
í október 1994. Síðan má nefna
þá Friðrik Björnsson. Barða
Ingibjartsson og ekki má
gleyrna Valgeiri Guðmunds-
syni, sem er búinn að vera með
mér síðan á Kofranum og er
enn um borð. Hann er búinn að
vera 26 ár hjá mér. Þetta eru
allt menn sem maður gat alltaf
treyst á, maður hefur haft
marga „gullhúfuna” um borð,”
segir Jóhann stoltur.
-Fjölmargir skipstjórar eru
haldnir einhverri hjátrú, hvern-
ig er þessu háttað hjá þér?
„Þegar ég kont um borð í
Guðmund Péturs í Bolungarvík
lá skeifa á stjórnportinu hjá
mér. Ég tók hana og negldi
hana upp og hún hefur fylgt
mér síðan og er enn uppi. Ég
tók hana ekki með mér í land
a.nt.k. ekki á meðan þessir
menn eru við stjórnvölinn á
Bessa, því þetta eru menn sent
hafa vandist því að sjá hana
þarna og vilja hafa hana en unt
leið og þeir hætta held ég að ég
taki hana. Ég er hjátrúafullur á
allan andskotann en sumt er
svo persónulegt að maður þorir
ekki að segja frá því,” sagði
Jóhann og var ófáanlegur til að
tala meira um hjátrúna.
Sonurinn tekínn við...
-Þú átt tvo syni og annar
þeirra er nú orðinn stýrimaður
á Bessanum. Lagðir þú hart að
þeim að fara á sjóinn?
„Nei, það gerði ég ekki. Guð-
mundur var oft með mér yfir
sumartímann en Björn hefur
verið um borð með hléum. Það
var samkomulag á milli mín
og Guðmundar að hann héldi
MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1996
7