Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Side 8

Bæjarins besta - 10.01.1996, Side 8
áfram í skóla og ég hefði heldur viljað að þeir færu báðir eitthvert annað en á sjóinn. Mér finnst ég hafa tapað miklu að hafa verið ailt lífið úti á sjó. maður er varla inn í nokkrum hlut þegar maður kemur í land. Björn byrjaði ungur hjá mér og lærði síðan til véistjóra og var vélstjóri um borð um tíma. Síðan vildi hann fara í brúnna og menntaði sig til þess. Ég held að það hafi ekki verið meiningin hjá honum að reyna að slá mér við enda er það illt fyrir þá sem eru að byrja í dag að taka við þessu starfi á tímum sem þessum. Ég treysti strák- num vel í brúnni enda er hann með góðan mann við hliðina á sér. Ég treysti þeim báðum vei og því var engin eftirsjá að hætta. Ég vil að sjálfsögðu að skipinu gangi vel á allan máta og það haldi því góða orði sem það hefur haft í gegnum árin. Þessir menn hafa alla burði til að standa undir því.” Andúfsmennirnir iSúðavík... -I haust eru liðin tíu ár frá því þú gerðist hluthafi í Frosta og Alftfirðingi. Þegar kaupin áttu sér stað voru uppi miklar gagnrýnisraddir á hendur ykkur eigendum Togs hf! „Já, það var stór og mikil gagnrýni í gangi á þessurn tíma a.m.k hjá vissum aðilum. Sér- staklega hjá aðila sem ég vill ófeiminn segja að hafi átt beinan þátt í því að Börkur Akason fór frá Súðavík. Þarna gátu vissir aðilar náð meiri- hlutanum í gegnum hrepps- hlutabréfin og hlutabréf vissra aðila í Súðavík. Hér er ég að tala um Hálfdán Kristjánsson, sem réri hvað mest að okkur. Hann og stuðningsmenn hans sáu sér leik á borði að ná félaginu frá Berki en hugsunin náði ekki langt. Þegar ákveðið var að bjóða upp hlutabréfin var öllum hluthöfum boðið að neyta forkaupsréttar síns auk þess sem öllum Súðvíkingum voru boðin bréfin til kaups. Áhuginn var því rniður ekki mikill. Þegar við aftur á móti heyrðum að stórfyrirtæki í Reykjavík hefði áhuga að kaupa 30% hlut í fyrirtækinu, ákváðum við nokkrir aðilar að stofna Tog hf., og keyptum hlutabréfin. Síðan keyptum við fleiri bréf. meðal annars bréf Kristjáns Sveinbjörnssonar, föður Hálfdáns, og eigum meirihlutann í fyrirtækinu í dag. Þessar gagnrýnisraddir hafa þagnað fyrir löngu, því að engum okkar datt í hug að fara út í þetta nema á algjörlega löglegan máta. Þetta var skemmtilegur tími að öðru leyti en því að hafa þessa andófs- menn á móti sér, menn sem ég tel að hafi einungis verið að hugsa um eigin hagsmuni en ekki sveitarfélagsins.” Afturhvarf að faraátrilluna... -Eftir allan þenna tíma á sjó, hvað ætlar Jói Sínr að taka sér fyrir hendur? „Maður verður latur þegar maður hefur ekkert á herðunum og því ætla ég að taka lífinu með ró í tvo til þrjá mánuði, bara leika mér á skíðum og fleira en ég er að hugsa um að fara vinna eitthvað um eða upp úr páskum og það verður að sjálfsögðu hjá Frosta og Álft- firðingi. Ég fæ eitthvað að gera sem ég er fær um, það nægir mér alveg. Hins vegar veit ég að þegar vorar og fréttir fara að berast af góðri veiði, þá hlýtur manni að hitna, en samt ekki það rnikið að nraður langi um borð. Ég fer alls ekki um borð aftur, ekki nema að eitthvað sérstakt kæmi uppá, en sem skipstjóri fer ég ekki oftar.” -Færðu þér ekki bara trillu eins og t.d. þekktir skipstjórar sem komnir eru í land, Há- varður Olgeirsson á Dagrúnu og Hermann Skúlason á Júlíusi Geirmundssyni? „Nei, það er afturhvarf. Ég vil það ekki, mérfinnst að þegar rnaður er hættur á sjó, þá eigi maður að hætta. Ég vil ekki fara út á þessa litlu báta því ég held að mér liði ekkert alltof vel þar um borð. Maður sér þessa menn eins og t.d. Hávarð Olgeirsson. Hann er orðinn fullorðinn en rær samt eins og ungur nraður. Ég held að það sé óhollt að fara að bæta við sig vinnu aftur þegar rnaður er kominn á þennan aldur, ég vil það ekki og ætla að bara að fylgjast með á þann máta sem mér finnst nægjanlegt, fara njóta þess að vera loksins korninn í land. Við erum bara tvo hjónin og því er ósköp gott að vera kominn í land.” Arsenal er og verður númer eitt... -Vendurn okkar kvæði í kross. Það hefur farið það orð af þér að þú sért nrikill íþrótta- áhugamaður auk þess sem þú varst mikill íþróttamaður á þínum yngri árum! „Það var ekki hægt annað þegar maður var að alast úr grasi hér á Isafirði. Þá var rnjög gott íþróttalíf á staðnum, skíðin á veturna, knattspyrnan á sumrin þar senr helnringur bæjarbúa mætti á leiki, frjálsar íþróttir voru nrikið stundaðar, þá má nefna handboltann, þannig að maður lifði og hrærðist í þessu. Ég var tekin undir verndarvæng Harðverja þrettán ára gamall og ég naut þess alltaf að hafa kynnst þessum mönnum. Ég er og verð því alltaf Harðverji, þótt fél- agið hafi verið lagt niður fyrir margt löngu og skýt oft á Vestra-kallanna.” -Þegar ég kom inn var ítalski boltinn á skjánum. Horfir þú mikið á beinar útsendingar í sjónvarpinu þegar þú ert í landi? „Ég gerði það nánast alltaf og legg svolítið á mig til að missa ekki af þeim.” -Sérðu mun á ítalska og enska boltanum? „Já, ég sé það, en ég er svo andskoti vanafastur að vil heldur enska boltann. Ég þekki mennina betur þar en ég verð að viðurkenna það að á meðan að Hollendingarnir þrír, Gul- lit, Van Basten og Reijkard voru hjá A.C.Milan, hafði ég mikla ánægju að horfa á þá og fór meira að segja á leik hjá þeim á Italíu. Alltaf þegar ég er erlendis og heyri af leikjum, vill ég komast á völlinn. Jú, ég á rnitt uppáhaldslið í ensku knattspymunni og það er Ars- enal. Urvalslið Isafjarðar á sínum tíma spilaði í Arsenal búningunum og því urðutn við flestir Arsenal-sinnaðir. En seinna nteir þegar Kenny Dalglish var með Liverpool á gullaldarárum liðsins, mátti ekki á milli sjá, hverjaég studdi betur en Arsenal hafði vinn- inginn. Ég hef heimsótt High- bury með Helgu konu minni og Maríu dóttur minni og það var virkilega gaman þó svo að leikurinn hafi endað með iafn- tefli.” fimurlegasti dagur lífs míns... -Að lokum Jóhann. Nú hefur þú verið tengdur Súðavík lengi. Var ekki 16. janúar 1995 erfiður dagur fyrir þig sem aðra Vestfirðinga? „Það var erfiðurdagur, virki- lega erfiður. Ég held að ég hafi ekki lifað erfiðari nótt og dag. Það var háseti um borð hjá mér sem rnissti þrjú börn sín í snjó- flóðinu og það gerði allt erfiðara. Eftirleikurinn var einnig erfiður og sérstaklega þegar ættingjar sem og fjöl- miðlar hringdu urn borð. Allir vildu fá fréttir en ég gat ekki og rnátti ekki segja neinar fréttir. Það voru erfiðustu stundirnar þegar maður var að tala við syrgjendur í símann. Þetta var nrjög erfiður dagur og ömurlegasti dagur míns lífs,” segir Jóhann og er hljóður um stund, og auðséð að at- burðirnir fyrir ári hvíla enn þungt í huga hans. „Súðavík á framtíð fyrir sér, þar er allt sem þarf til að gera fólk ánægt. Þar er næg atvinna, þar er einnig ein fullkomnast rækju- verksmiðja landsins, mjög gott skip og því get ég ekki séð annað en að staðurinn eigi góða framtíð.” -Ertu sáttur við lífið? „Já, ég er mjög sáttur við það, það hefur verið gott, ég hef verið hjá góðum útgerðar- mönnum. Bolvíkingana líkaði mér vel við, Börk Ákason sömuleiðis og lít á hann sem vin minn og kunnungja og sömu sögu er að segja af Ingimari Halldórssyni og þeim félögum mínum sem nú stjórna í Súðavík. Ég er því glaður og kátur við þessi endalok mín á sjónum. Ég hef aldrei misst mann og enginn minna skip- verja hafa lent í miklu slysi og því get ég ekki annað en þakkað Guði fyrir að hafa getað skilað áhöfn minni heilli til lands aftur,” sagði Jóhann Síntonar- son að lokum. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI • b 456 3940 & 456 3244 • 0456 4547 Fasteignaviðskipti Fastegnir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari uþplýsingar varðandi söluskrá fasteigna eru veittar á skrif- stofunni að Hafnarstræti 1,3. hœð. Stórholt 9:116m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð t.v. í fjölbýlishúsi. Verð 7.300.000,- Einnig:74,6yn2íbúðá 1. hæð fyrir miðju í ffólbýlishúsi. Verð: 5.300.000,- Einbýlishús/raðhús: Seljalandsvegur 68: 198,4m2 hlaðið einbýlishús á einni hæð ásamt rislofti, uppgert að stórum hluta. Verð: 12.200.000,- Hlíðarvegur 40:183,2m2 raðhús á þremur hæðum. Verð: 8.500.00,- Hafraholt 26:143,9m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð: 9.900.000,- Árvellir 5: 127,1 m2 einbýlishús á einni hæð. Verð 11.500.000,- Árvellir 7: 145m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð: 13.000.000,- Fagraholt 2:160m2 einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr.Verð: 13.000.000,- Norðurvegur 2:150m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt kjallara. Efri hæð undirsúð. Verð: 7.300.00,- Heiðarbraut 6: 133,3m2 ein- býlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 10.700.000,- Stakkanes6:144,2m2 raðhúsá tveimur hæðum ásamt bílskúr. Sólstofa 13m2. Verð: 11.600.000,- Urðarvegur 25: 154,6m2. Hraunprýði. 5-6 herbergja íbúð að hluta á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eiqn möquleg. Verð: 10.300.000,- Hjallavegur 3: 183m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðumbílskúr. Verðl 1.200.000,- Stakkanes 4: 144m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Verð: 10.500.000,- Miðtún 31:190 m2endaraðhús í norðurenda á tveimur hæðum. Skipti á ódýrari eign koma til greina. Verð 11.000.000,- 4-6 herbergja íbúðir Mjallargata 6: 85,8m2 4ra her- bergja íbúð á efri hæð í suður enda í þríbýlishúsi, ásamt háalofti. Verð: 3.200.000,- Seljalandsvegur67:116m24ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Mjög gott útsýni. Verð: 6.900.000,- Stórholt 7:116m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð til vinstri í fjöl- býlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg Verð: 7.300.000,- Engjavegur 31: 92,1 m2 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 5.400.000,- Stórholt 13: 103m2 4ra her- bergja íbúð á 3. hæð í fjöl- býlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð 7.800.000,- Stórholt 13: 103m2 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð í fjöl- býlishúsi ásamt bílskúr. Tilboð óskast. Pólgata 4:76m2 5 herbergja íbúð á 3. hæð í þríbýlishúsi. Skipti á minnieignmöguleg. Verð 3.500.00,- Pólgata 5A: 121m2 4-5 her- bergja íbúð á neðri hæð í þríbýlis- húsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign möguleg. Verð 6.000.000,- 3ja herbergja íbúðir Seljalandsvegur 67:107m2 3ja herbergja íbúð á neðri hæð. Verð: 6.000.000,- Urðarvegur 78: 84m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Verð 6.100.000,-. Stórholt 11:80m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 6.900.000,-. Urðarvegur78:93,8m2íbúðá2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Verð 7.100.00,- Stórholt 11: 72,6m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er laus strax. Verð 4.500.000,- 2ja herbergja íbúðir Engjavegur 33: 50,4m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 2.700.000,- Smiðjugata 1a: 32m2 lítil íbúð í steinsteyptri viðbyggingu við Smiðjugötu 1. Verð: 2.000.000,- Túngata 20: 53,4m2 íbúð í kjallara í fjölbýlishúsi. Verð: 3.900.000,- Sundstræti 29: 55 m2 íbúð á neðri hæð í suðurenda í þrí- býlishúsi. Skipti á stærri eign möguleg.Verð: 2.200.000,- Miðtún 47: 190 m2 endaraðhús í suðurenda á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast. Urðarvegur 80: 55,4m2 íbúð ájarðhœð í fjölbýlishúsi. Verð 4.600.000,- 8 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.