Bæjarins besta - 10.01.1996, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JAN.
Afkoma frystingar og
söltunar að mati Sam-
taka fiskvinnslustöðva
Rekstrarhall-
inn 11-12% af
tekjum botnfisk-
vinnslunnar
- skýringar á hallanum má rekja til óhagstæðrar
gengispróunnar nokkurrar mikilvægustu gjald-
miðla frystingarinnar gagnvart íslensku krónunni
Samtök fiskvinnslustöðva hafa
sent frá sér útreikninga sína
varðandi frystingu fiskafurða
og söltun miðað við rekstrar-
skilyrði í byrjun janúar. Af-
komumatið byggist á afurða-
verðum og hráefniskostnaði
botnfiskvinnslunnar í desember
síðastliðnum, breytingum á
launakostnaði og þróun annarra
kostnaðarliða vinnslunnar mið-
að við janúar á þessu ári.
Útreikningar Samtaka fisk-
vinnslustöðva sýna að rekstrar-
halli í frystingu og söltun hefur
aukist verulega síðan í nóvem-
ber síðastliðnum og er nú
kominn að meðaltali í 11-12%
af tekjum botnfiskvinnslunnar.
Útreikningar samtakanna sem
gerðir voru í nóvember síðast-
liðnum sýndu að afkoman í
saltfiski væri umtalsvert skárri
en í frystingu, en sfðan þá hafa
komið fram verðlækkanir á
saltfiski, en verð á saltfiska-
furðum hafði verið haldið mjög
hátt síðasta haust.
Helstu skýringar á halla
botnfiskvinnslunnar að niati
samtakanna má rekja til á hag-
stæðrar gengisþróunar nokk-
urra mikilvægustu gjaldmiðla
frystingarinnar gagnvart ís-
lensku krónunni. Þáhafaeinnig
orðið hækkanir á hráefnisverði,
einkum í viðskiptum útgerðar
og vinnslu auk þess sem hrá-
efnisverð á innlendum fisk-
mörkuðum hefur hækkað, þó
svo að hráefnisverð á þorski
hafi staðið í stað á milli ára.
Vantar þig aðstoð
Bókhald - Bréfaskriftir
Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga
með rekstur og / eða smærri fyrirtæki.
Til greina kemur:
Merking fylgiskjala, tölvufærslur, af-
stemmingar, launaútreikningar, launa-
tengd gjöld, bréfaskriftir til stofnana og
fyrirtækja, útfylling skattablaða og fleira.
Upplýsingar í síma 456 3633 fyrir hádegi
alla virka daga.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Holti, Hnífsdal.
I
Veðurhorfur
næstu daga
Horfur á fimmtudag: Suðlæg átt, gola eða kaldi.
Úrkomulítið norðanlands en víóa slydda eða rigning
annars staðar. Hiti 0 til 4 stig.
Horfur á föstudag: Austan eða suðaustan kaldi.
Þurrt að mestu norðanlands en slydda eða rigning
með köflum annars staóar. Hiti frá 5 stigum og
nióur í 2 stiga frost, mildast sunnanlands.
Horfur á laugardag: Austan kaldi og víða slydda
eða rigning. Hiti 0 til 4 stig.
Á sunnudag og mánudag lítur út fyrir austan eða
norðaustanátt með slyddu eða snjókomu á
austanverðu landinu og hita nálægt frostmarki.
lítið m lanúanir
Flest skip Vestfirðinga eru
enn á sjó frá áramótum en flest
þein-a munu vera væntanleg til
land fyrir helgina. A Isafirði
höfðu einungis þrjú skip lagt
upp afla sínum frá áramótum
og lönduðu þau öll í gær. Páll
Pálsson kom með 90 tonn,
Vinur 50 tonn og Stefnir kom
með 45 tonn.
Söntu sögu er að segja frá
Bolungarvík. Tveir línubátar
lögðu upp þar í síðustu viku,
samtals 5,2 tonnum. Flosi kom
með 3,2 tonn og Guðný 2 tonn.
Níu rækjubátar komu með 19
tonn og var Páll Helgi afla-
hæstur nteð 6,4 tonn. Heiðrún
landaði einnig 30 tonnum af
úthafskarfa í síðustu viku.
I gærdag iandaði Bessi 72
tonnum af rækju í Súðavík og
innfjarðarrækjubátar staðarins,
Hafrún og Valur komu sem sitt
hvor tonnið. Haffari og Kofri
eru að veiðum og eru væntan-
legir til lands fyrir helgi.
Verslunarmanna-
félag Isafjarðar
Skrifstofan flytur
Skrifstofan flytur starfsemi sína 15. j anúar
1996 að Austurvegi 2, 3. hæð (Kaup-
félagshúsið).
Verslunarmannafélag ísafjarðar.
Árshátíð bílstjóra
Árshátið bílstjóra verður haldin, laugar-
daginn 13. janúar 1996 í Félagsheimilinu
Hnífsdal.
Matur, glens og gaman. Mikið fjör.
Allir bílstjórar velkomnir.
Húsið opnar ld 19.30.
Dansleikur hefst kl. 23.00, Baldur Geir-
mundsson og Margrét Geirsdóttir leika
fyrir dansi.
Skráning er hjá eftirtöldum: Sigurlaugur
Baldursson, sími 456 4210, Elías Sveinsson,
sími 456 3509, Magnús Þorgilsson, sími
hs. 456 4726, vs. 456 3556 og Lóa Högna-
dóttir, sími 456 3990.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
Jón Eggert Sigurgeirsson
Völusteinsstræti 14,
Bolungarvík.
Guð gefi ykkur blessunarrikt ár.
Jónína Kjartansdóttir
Víðir Jónsson Jóna Arnórsdóttir
Margrét Jónsdóttir Guðmundur Jón Matthíasson
Guðmundur Þ. Jónsson Vigdís Hjaltadóttir
Friðgerður Br. Jónsdóttir
Svala Jónsdóttir Birkir Hreinsson
og barnabörn
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 I vinaskógi
17.50 Jarðarvinir
18.20 VÍSASport(e)
19.45 Sjónvarpsniarkaðurinn
19.19 19.19
20.15 Eiríkur
20.40 Melrose Flace 12:30
21.30 Brestir 2:2
Cracker
Síðari hluti hörkuspennandi fram-
haldsmyndar með Robbie Coltrane í
hlutverki sálfræðingsins Fitz.
22.25 03
Nýr íslenskur þáttur um lífið eftir
tvítugt. vonir og vonbrigði kyns-
lóðarinnar sem erfa skal landið.
22.55 I'ildurrófur 6:6
23.25 Kynlífsráðgjafinn 5:7
23.50 Rísandi sól
Rising Sun
Osvikin spennumynd mcð úrvals-
leikurum. Hér segir af lögreglu-
manninum Web Smith en honum er
falið að rannsaka viðkvæmt niorð-
mál sem tengist japönsku stórfyrir-
tæki í Los Angeles. Með dularfullu
símtali erhonum tjáðað John Connor,
sem er sérfróður um allt sem tengist
Japan, muni vinna að lausn málsins
með honum. Ekkert er eins og sýnist
og leikurinn er rétt hafinn þegar lausn
málsins virðist vera í sjónmáli.
Stranglega bönnuð börnum.
02.00 Dagskrárlok
FIMMTUDAGUR 11. JAN.
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 MeðAfa(e)
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19.19
20.15 Bramwell 2:7
21.20 Seinfeld 13:21
21.50 Almannarómur
Stefán Jón Hafstein stýrir kappræðum
í beinni útsendingu og gefur
áhorfendum heima í stofu kost á að
greiða atkvæði símleiðis um aðalmál
þáttarins. Síminn er 900-9001 (með)
og 900-9002 (á móti).
22.55 Taka tvö
Nýr og athyglisverður þáttur um inn-
lendar og erlendar kvikmyndir.
Fjallað er um það helsta sem er á
döfinni, sýnd brot úr nýjustu mynd-
unum, rætt við leikara, leikstjóra og
aðra sem að kvikmyndagerðinni
koma. Þátturinn verður á dagskrá
Stöðvar 2 öll fimmtudagskvöld.
23.25 Dagurinn langi
Ciroundhog Dav
Gamanmynd um veðurfréttamann úr
sjónvarpi sem er sendur ásamt upp-
tökuliði til smábæjar nokkurs þar sem
hann á að fjalla um dag múrmel-
dýrsins fjórða árið í röð. Karlinn er
ekkert hrifinn af því sem á vegi hans
verður og lætur það óspart í ljós. En
um kvöldið skellur á óveður og okkar
maður kemst hvorki lönd né strönd.
Hann verður því að gista í bænum
yfir nóttina en þegar hann vaknar um
morguninn áttar hann sig á því að
sami dagurinn er hafrnn á ný.Loka-
sýning.
01.35 Lífs eða liðinn
The Man Who Wouldn l Die
Spennumynd um rithöfundinn
Thomas Grace sem hefur notið um-
talsverðrar hylli fyrir leynilöggu-
sögur sínar. Hann hættir sér hins
vegar út á hálan ís þegar hann notar
brjálæðinginn Bernard Drake sem
fyrirmynd að aðalfúlmenninu í næstu
sögu. Bönnuð börnum.
03.05 Dagskrárlok
FÖSTUDAGUR 12. JAN.
15.50 Fopp og kók (e)
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Kóngulóarniaöurinn
17.50 Eruð þið myrkfælin?
18.15 NBA Tilþrif
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19.19
20.15 Suður á bóginn 7:23
21.10 Hart á móti hörðu
Hart to Hart Returns
Spilltir hergagnaframleiðendur gera
miljónamæringinn Jonathan Hart að
blóraböggli í morðmáli. Hann hafði
ætlað að kaupa eftirsótt fyrirtæki af
vini sínum og þvíreyna Jjeirað bregða
fyrir hann fæti. A sama tíma er eigin-
konan, Jennifer Hart, að reyna að fá
birta grein um lækninn Paul Menard
en öll sú umtjöllun á eftir að draga
feitan dilk á eftir sér.
22.50 Dómsdagur
Judgement Night
Fjórir ungir menn villast í Chicago
og keyra inn í óhugnanlcgan hcim
þar sem þeir verða bráð nætur-
hrafnanna. Gamanið fer að kárna
þegar ungur blökkumaður verður
fyrir bíl þeirra. Fjórmenningarnir
huga að hinum slasaða sem heldur á
blóðugum peningapoka og hefur
augljóslega orðið fyrir byssukúlu.
Rétt handan við hornið bíða morð-
óðir undirmálsmenn sem hafa illt eitt
í huga. Þar með er hafin rússíbanaferð
um öngstrætin sem reynir á vináttuna
og kjarkinn. Stranglega bönnuð
börnum.
00.40 í hlekkjum
Light Sleeper
John LeTour er ágætis náungi en í
óhciðarlegu starfi og heldur sig ekki
alltaf innan ramma laganna. Hann
vill snúa við blaðinu en tíminn cr að
þjóta frá honum og hans cina von,
Ann, er að gefast upp á biðinni. En
áður en hann getur sagt skilið við
fortíð sína þarf hann að gcra upp
sakir við morðingja. Kvikmynda-
handbók Mallins gefur þrjár stjörnur.
Stranglega bönnuð börnum.
02.25 Djöflagangur
The Haunted
Dramatísk og óhugnanleg mynd sem
er byggð á sannsögulegum atburðum.
Hjónin Janct og Jack Smurl hafa
aldrei trúað á drauga og vita því ekki
hvaðan á sig stendur veðrið þegar
reimleika verður vart á heimili þeirra.
Allt er undirlagt af illum öndum og
enginn fær við neitt ráðið. Stranglega
bönnuð börnum.
03.55 Dagskrárlok
LAUGARDAGUR 13. JAN.
09.00 MeðAfa
10.15 Hrói höttur
10.40 í Eðlubæ 1:13
11.00 Sögur úr Andabæ
11.25 Borgin mín
11.35 Mollý
12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.30 03 (e)
13.00 Leiðin til Ríó
Road tq Rio
15.00 3-BÍO - Afturgöngurnar
Johnny and the Dead
16.35 Andrés önd og Mikki mús
17.00 Ophrah Winfrev
17.45 Fopp og kók
18.40 NBA molar
19.19 19.19
20.00 Morðgáta 22:22
20.55 Blaðið
The Paper
Bráðskemmtileg mynd um einn sólar-
hring í lífi ritstjóra og blaðamanna á
dagblaði í New York. Við kynnumst
einkalífi aðalpersónanna en fyrst og
fremst því ægilega álagi sem fylgir
starfinu ogsiðferðilegum spurningum
sem kvikna. Blaðamennirnir leita
sannleikans en prenta síðan það sem
þeir komast upp með að prenla.
Mottóið er að láta sannleikann aldrei
standa í vegi fyrir góðri frétt. Og nú
hafa þessir blaðamenn einmitt komist
á snoðir um stórfrétt sem gæti selt
blaðið svo um munar.
22.45 Eiturnaöran
Praying Mantis
Linda Crandall er geðveikur rað-
morðingi sem hefur myrt fimm eigin-
menn sína á brúðkaupsnóttinni. Hún
hefur mikið dálæti á tilhugalífinu en
getur ekki horfst í augu við hjóna-
bandið. Þegar Linda flyst til smá-
bæjar nokkurs verður bóksalinn þar,
Don McAllisteryfirsig ástfanginn af
henni. Hann veit hins vegarekki hvað
kann að bíða hans ef hann gerist of
djarfur og ber upp bónorðið. Bönnuð
börnum.
00.15 Hinir ástlausu
The Loveless
Athyglisverð mynd um mótorhjóla-
gengi sem dvelst um stuttan tíma í
smábæ í Suðurríkjunum áður en
haldið cr í kappakstur í Daytona.
01.45 Erfiðir tímar
Hard Times
Þriggja stjörnu mynd sem gerist í
kreppunni miklu þegar menn þurftu
að gcra fleira en gott þótti til að bjarga
sér. Bronson leikur hnefaleikarann
Chaney sem neyðist til að taka þátt í
ólöglegri kcppni sem vafasamiraðilar
standa fyrir. Bönnuð bömum.
03.15 Dagskrárlok
SUNNUDAGUR 14. JAN.
09.00 Kærleiksbirnirnir
09.14 í Vallaþorpi
09.20 Lti er ævintýri 1:13
09.45 í blíðu og stríðu
10.10 Himinnogjörð
10.30 Snar og snöggur
10.55 Ungir eldhugar
11.10 Addams fjölskyldan
11.35 Eyjarklíkan
12.00 Helgarfléttan
13.00 íþróttir á sunnudegi
16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn
17.00 Húsið á sléttunni
18.00 í sviðsljósinu
18.45 Mörk dagsins
19.19 19.19
20.00 Chicago sjúkrahúsið 10:22
20.55 Utangátta
Mispiaced
Áhrifamikil og fyndin kvikmynd um
pólsk mæðgin sem gerast innllytj-
endur í Bandaríkjunum. Það gengur
á ýmsu þegar Halina Nowak og sonur
hennar Jacek reyna að aðlagast lífinu
í hinum vestræna heimi. En ódrcpandi
bjartsýni og dugnaður drífur þau
áfram yfir hverja hindrunina af
annarri.
22.30 60 mínútur
23.20 Lögregluforinginn Jack Frost 9
A Touch of Frost 9
Jack Frost glímir við spennandi saka-
mál í þcssari nýju bresku sjónvarps-
mynd og að þessu sinni er það morð-
mál sem á hug hans allan.
01.05 Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 11