Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1996, Page 19

Bæjarins besta - 22.12.1996, Page 19
pólitík, þó svo ég þykist vita að hún sé helsta hugðarefni margra. Ekkert mátti hafa eftir fólki með nafni, einfaldlega vegna þess að mórallinn þarna er eins og í lögregluríki. Fólk er hrætt um sig og sínar fjölskyldur. Samt sem áður eru allir mjög iífsglaðir og gestrisnir og helst langaði mig að vera í aðra 10 daga í landinu. Það sem sló mig mest að öðru leyti var peningaleysið. Það er enginn vöruskortur í borginni og margir hafa vinnu, en hún er svo illa borguð að fæstir hafa efni á að kaupa vörurnar sem eru í verslununum. Mánaðarlaun í dæmigerðri verksmiðju eru um 4500 ísl. kr. en leiga á íbúð í kringum 13.500 ísl. kr., svo það segir sig sjálft. Samt sem áður er fólk hrætt við að láta í sér heyra, það hættir ekki því litla sem það hefur með kröfum um eitthvað betra. Alls staðar þarf maður að borga mútur og lögreglan getur stöðvað mann á götum úti og krafist peninga. Það reynir hver að bjarga sér sjálfur, þetta eru þeirra svörtu aukatekjur.“ Uppreisn í vændum „Eins og staðan er í dag eru allar forsendur fyrir fjöldaverkföllum og uppreisnum til staðar. Lág laun eru að gera út af við fólkið, lítil vinna, eftirköst strfðsins, óvissa almennings um framtíð sína. Þegar svo við bætist mál eins og sveita- stjórnarkosningarnar keyrir allt um þverbak. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta mikið lengur. Munurinn á Serbfu, Bosníu, og Króatíu er sá að engar þjóðhreinsanir fara fram í Serbíu. Þar eru Serbar, Króatar, múslimar, Tyrkir og Grikkir og allir fá að vera í friði. Miklar hreinsanir fóru til dæmis fram á sínum tíma í Króatíu. Þannig var komið fyrir fólkinu sem kom til ísafjarðar í sumar. Það var af blönduðum hjónaböndum, fékk því ekki frið og þurfti að yfirgefa eignir sínar í heimalandinu.“ Beautiful village ■ beautiful flame Margir íbúar hins vestræna heims eru hættir að geta fylgst með framvindu mála í löndum fyrrum Júgóslavíu. Ferlið er töluvert flókið, auk þess sem erfitt hefur verið að greina á milli þess hver er vondi kallinn og hver hinn góði. Það segir kannski margt um þá tíma sem við lifum á hvernig Sigríður Hrönn öðlaðist skilning á stríðinu í fyrrum Júgóslavíu: ,,Eg fór á júgóslavneska mynd sem byggði á sannsögulegum atburðum. Hún heitir Beautiful village - beautiful flame og gerist í göngum sem nú er búið að vígja sem Göng friðarins. Þá áttaði ég mig fyrst á því hvað fólkið í þessum löndum hefur gengið í gegnum. Eg ímyndaði mér alltaf að stríðið hefði farið þannig fram að her hefði farið þorp úr þorpi til að drepa andstæðingana. Sú var alls ekki raunin. Stríðið fór allt fram í návígi. Nágrönnum og æskuvinum var att saman í litlum þorpum til jafns við stórar borgir. Myndin fjallaði um tvo æskuvini sem höfðu búið hlið við hlið alla ævi og deilt sorgum sínum og gleði. Þegar stríðið braust út voru þeir allt í einu orðnir óvinir og andstæðingar vegna þess að annar var múslimi en hinn Króati. Þeir voru bara skráðir í herinn og fengu þessar skipanir sem þeir gátu ekki komist hjá. Þetta er svipað og ef íbúar Isafjarðar færu að berjast innbyrðis í fleiri mánuði upp á líf og dauða. Enda kom fram í myndinni að menn voru ekki með geðheilsu að loknu stríðinu, ef þeir þá á annað borð lifðu það af.“ Torgið fyrr um dagirtn. Leiðtogarnir voru uppi á svöium í guia húsinu á horninu, héidu þaðan ræður og hentu niður sjónvarpi tii að ieggja áhersiu á orð sín. Hörmungar í Súðavík og Serbíu Sigríður Hrönn var sveit- arstjóri í Súðavík þegar snjó- flóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum sem allir þekkja. Fann hún ein- hverja samsvörun á milli þess og hörmunganna í Serbíu? „Ekki beinlínis og þó. Ég gæti ímyndað mér að þeim liði svipað og okkur leið heima þegar við fengum engin svör. Við vorum að bíða eftir ákvörðun frá ríkisstjórninni varðandi uppbyggingu og ýmislegt fleira. Ég gæti trúað að grunntilfinningin væri sú sama, þó tvennt skilji á milli. Sigríður Hrönn með tveimur iögregiumönnum. Leyfi iiðsforingja þurfti fyrir myndatökunni. Þeirra skaði er af mannavöldum á meðan okkar var af náttúrunnar völdum. Og þau eru líka búin að bíða svara í 4-5 ár á meðan við biðum í tæpt ár. Það er þetta sem þau eru að mótmæla, þau sjá engar breytingar í sjónmáli. Þolinmæðin er löngu þrotin og óvissan er löngu búin að naga sig gegnum merg og bein. Þau vita ekki einu sinni um hvað stríðið snerist.“ Auövitað Þetta er svarið sem ég fékk við þeirri spurningu hvort Sigríður Hrönn byggi ennþá í Súðavík og hefði hugsað sér að gera það áfram. ,,Þú getur ekki liætt að keyra bíl þó þú lendir í bílslysi, þú sest undir stýri aftur og kemst yfir það!“ Húshítunarkostnaður -að vinna saman I nóvember síðastliðnum hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing sem heppnaðist mjög vel í alla staði. Vestfirð- ingar fjölmenntu til þingsins og var mál manna að svo margir fulltrúar hafi ekki verið á flokksþinginu frá Vestfjörðum árum saman. A laugardagskvöldi, þegar Vestfirðingarnir komu sam- an til að gera sér glaðan dag, voru mættir milli 50 og 60 manns. Arður frá Landsvirkjun Það hefur víst farið fram hjá fáum að eignaraðilar Landsvirkjunnar, þ.e. iðnað- arráðuneytið f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborg og Akur- eyri, hafa komist að sam- komulagi um að taka arð út á eign sína í Landsvirkjun þegar afkoma leyfir. Nú er gott og blessað í sjálfu sérað eigendur geri þær kröfur til fyrirtækja að þau greiði arð, en öðru máli kann að gegna þegar utn er að ræða opinbert fyrirtæki sem starfað hefur meira og minna í skjóli laga- setningar sem tryggir því einokunaraðstöðu eða í besta falli fákeppni. Arður sem „Hlutur arð- greiðslna ríkisins frá Landsvirkjun verði nýttur til eflingar atvinnu á landsbyggðinni.” tekinn er út úr rekstri verður ekki notaður til að lækka rafmagnstaxta og þegar haft er íhugameð hvaðahætti Reykja- víkurborg eignaðist sinn hluta í Landsvirkjun (Marshall- aðstoð frá Bandaríkjunum) þá fer nú að orka tvímælis að fara að taka arð út úr slíku fyrirtæki, í stað þess að fyrirtækið nýti bætta afkomu til að gefa afslátt frá raforkuverði. Arðurinn gangi til að auka niðurgreiðslu á húshitunarkustnaði Það var í ljósi þessa sem ég flutti tillögu í iðnaðar- og orkunefnd flokksþingsins um að „þegar kæmi til þess að ríkissjóður fengi greiddan arð frá Landsvirkjun, þá gengi sá arður til að auka niðurgreiðslur á kostnaði við húshitun á köldum svæðum sem ekki njóta arðgreiðslnanna að öðru leyti.” Eitthvað fór nú tillagan öfugt ofan í nefndarmenn í iðnaðar- og orkunefnd þingsins og var hún felld þar. Þingfulltrúar Vestfjarða á flokksþinginu tóku þessa synj- un óstinnt upp og gerðust 31 fulltrúi frá Vestfjörðum, með- flutningsmenn að tillögunni þegar ég flutti hana aftur á þinginu sjálfu. Mátti þingheimi ljóst vera að mikill þungi var að baki þeirri kröfu að húshit- unarkostnaður yrði jafnaður milli heitra og kaldra svæða. Gerð var tillaga um að vísa málinu aftur til iðnaðar- og orkunefndar. Bæði jöfnun og stuðningur við atvinnulíf Vestfirðingar létu ekki sitt eftir liggja og skráði nú allur hópurinn sig til þátttöku í iðnaðar- og orkunefnd, þannig að jafnvægi í nefndinni var nú meira en áður en hana skipuðu annars helst fulltrúar úr þétt- býli. Leitað var sátta og iðnaðar- ráðherra kvaddur til. Ráðherr- anum var gert ljóst hvílíkur þungi væri að baki kröfu Vestfirðinganna og að vænta mætti mikils stuðnings úr öðrum landshlutum. Ráðherr- ann tók málaleitan okkar vel og er skemmst frá því að segja að sátt náðist við ráðherrann um tvær tillögur sem ég tel okkur mega vel við una. Tillög- urnar sem síðan voru sam- þykktar á flokksþinginu eru þannig: 1) Auknum framlögum verði varið til jöfnunar húshitunar- kostnaðar milli svonefndra kaldra og heitra svæða og Orkusjóði beitt sérstaklega í því sambandi. 2) Hlutur arðgreiðslna ríkis- ins frá Landsvirkjun verði nýttur til eflingar atvinnu á landsbyggðinni. Farvegur fundinn Með því að fela Orkusjóði það hlutverk að sjá um jöfnun húshitunar milli kaldra og heitra svæða er stigið mikils- vert spor í átt til árangurs á þessu sviði. Hingað til hefur vantað að einhver opinber aðili léti sig málið varða, því þó niðurgreiðslur heyri undir viðskiptaráðuneytið, þá tel ég að þar hafi frekar verið um að ræða greiðslutilhögun en fag- lega eftirfylgni þess að aukinn jöfnuður náist. Orkusjóður er sjóður með yfir 100 milljóna króna eigið fé og í hann renna árlega um 26 milljónir króna þannig að sjóðurinn ætti að geta ræktað þetta nýja hlutverk sem honum er nú ætlað að vinna að, þ.e. aukinni jöfnun í húshitunar- kostnaði heimilanna. Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni Við Vestfirðingar fengum þannig tvö mikilsverð mál í gegn á þinginu því ákveðið var að væntanlegum arði af Lands- virkjun skuli varið til þess að byggja upp atvinnulíf á lands- byggðinni. Þetta er góð lausn á því annars viðkvæma máli sem Gunniaugur M. Sigmundsson. arðgreiðslur Landsvirkjunnar eru, því arðgreiðslur munu aukast samfara stóriðjufram- kvæmdum sem allar horfur eru á að verði, að mestu á Suðvestur horni landsins. Með því að iðnaðarráðherra fellst á að þessum arði verði varið eingöngu úti á lands- byggðinni og þá til atvinnu- uppbyggingar, er ljóst að landsbyggðin verður ekki alveg afskipt jregar skipt er þeim ávinningi sem fylgir stóriðjuframkvæmdum. Að standa saman Niðurstaðan á flokksþing- inu ætti að kenna okkur hvers virði það er ef Vestfirðingar ná að sameinast um forgangs- röðun verkefna og að einbeita sér að lausn þeirra mál sem efst eru á forgangslistanum. Gildir enn sá gamli sann- leikur, að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. -GunnlaugurM.Sigmundsson. SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 19

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.