Víðförli - 15.05.1983, Síða 3

Víðförli - 15.05.1983, Síða 3
— Það eru svo margir á sjúkra- stofnunum sem koma sér hjá því að tala um það sem liggur dauð- vona sjúklingi þyngst á hjarta, nefnilega dauðann. Kristilegt félag heilbrigðisstétta vill meðal annars veita starfsfólki sjúkrahúsa þá andlegu uppbygg- ingu að því finnist það í stakk búið til þess að mæta þessum djúpstæðu þörfum sjúklingsins. Sem önnur kristileg félög stefnir KFH að því að fólk komist til trúar á Jesú Krist, eignist sjálft hina kristnu eilífðarvon og geti borið Guði vitni í starfi sínu að hlynna að manneskjunni sem heild. Margrét heimsækir aldraða konu í Laugarnessókn en þar starfar hún sem safnaðarsystir í hluta- starfi. Ad hlynna aö öllum þörfum sjúklingsins Margrét Hróbjartsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur er formaður Kristi- legs félags heilbrigðisstétta sem starfað hefur hérlendis í 5 ár og er þáttur í alþjóðlegri hreyfingu sem nær til á annað hundrað þjóða. Margrét er spurð hvernig starfinu sé háttað hérlendis. „Það eru vikulegar bænastundir með starfsliði á sjúkrastofnunum, aðallega hér í Reykjavík. Þar er beð- ið fyrir sjúklingum og starfsliði, sem gjarnan kemur með bænalista. Þetta er því fyrirbænastarf, sem fer vax- andi. Við lærum að biðja saman. Síð- an höfum við opna fundi mánaðar- lega, 3. mánudag í hverjum mánuði í Laugarneskirkju, en laugardaginn á undan höfum við bænadag. Þá komum við saman sem viljum til íhugunar, kyrrðarstundar og fyrir- bænar. Á mánaðarfundunum er yfir- leitt erindi sem tengist kristinni trú og heilbrigðismálum, viðhorfum til manneskjunnar allrar. Síðan höfum við boðið sjúklingum til aðventukvölda á sjúkrahúsum og elliheimilum og hafa þau verið afar vel sótt. Og nú á páskaföstunni höfðum við einnig fundi fyrir starfs- fólk og sjúklinga á Landsspítalan- um. Það var í tilraunaskyni en verð- ur haldið áfram. Áformaður er annar fundur á Landakoti í júní. Okkur hefur fundist eðlilegast að byrja starfið á sjúkrahúsunum með bænastundum. Það er hið sjálfsagða upphaf á starfi kristins manns. Fundirnir koma síðan og brátt er tíminn réttur til þess að stofna biblíuleshópa. Þannig er t.d. um hópinn sem hittist til bænastunda á öldrunarlækningardeild Landsspít- alans, hann er orðinn það mótaður og fastur í sessi." Þú talar gjarnan um manninn allan og þarfir hans. „Hjúkrunarfræðin tekur æ meir inn í myndina hinar andlegu og trú- arlegu þarfir mannsins, að það þurfi að hlynna að öllum þáttum mannsins, að manneskjunni í heild. Líkamlegt og andlegt ástand mannsins er svo samtengt. En hinar andlegu þarfir eru svo margs konar, meðal þeirra eru hinar trúarlegu þarfir, þörf mannsins eftir samfélagi við Guð. Svo eru hinar sál- arlegu þarfir, sem mótast af því hvernig við upplifum tilveruna og umhverfið. Þessi hreyfing innan heilbrigðis- fræðinnar, að líta á manneskjuna sem heild, fer um allan heim nú, og breytir að sjálfsögðu meðferð sjúkl- inganna. Við sjáum þessa breytingu glögg- lega hérlendis á svo áþreifanlegum hlutum sem kapellum á sjúkrastofn- unum. Nú er farið að gera ráð fyrir þeim strax á teikniborðinu. T.d. Múlabær sem nýlega er kominn í notkun fyrir aldraða og fatlaða, þar er fullbúin kapella, nýlega var vígð kapella á sjúkrahúsinu á Neskaup- stað, í Sunnuhlíð í Kópabogi er kap- ella, á vistheimilinu við Dalbraut sömuleiðis, og margir þekkja hina gullfallegu kapellu kvennadeildar Landsspítalans. Þar eiga margir dýrmætar kyrrðarstundir. “ Hver eru næstu verkefni Kristi- legs félags heilbrigðisstétta? „Við höfum nýlega látið endur- prenta 10 þúsund eintök af mynda- bæklingi, sem settur hefur verið í öll náttborð á sjúkrahúsum landsins. Þar eru bænir, holl lesning fyrir lasið fólk og þar er bent á þá þjónustu félagsmanna að vitja sjúkra sem þess óska. Þar segir enn- fremur: „Ef þú vilt tala við einhvern, heyra Guðs orð eða neyta heilagrar kvöldmáltíðar, leitaðu þá upplýs- inga um guðsþjónustur og viðtals- tíma sjúkrahúsprestsins. Hann er meir en fús að koma til þín. Kristilegt félag heilbrigðisstétta hefur það fyrir stöðugt verkefni að finna leiðir inn í hjörtu mannanna með vitnisburði Guðs — með von til vonlítilla, til fólks sem er óttaslegið, vegna ástands heimsins og eigin að- stæðna. Okkur er trúað fyrir hinu ei- lífa lífsins orði, sem eitt linar þennan ótta og kveikir von. Það er mikil ábyrgð." Stjórn Kristilegs félags heilbrigðis- stétta veitir nánari upplýsingar um starf félagsins en hana skipa auk Margrétar: Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landsspítalans, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, félagshjúkrunar- fræðingur, Sólveig Óskarsdóttir, læknir, sr. Lárus Halldórsson og Sig- ríður Halldórsdóttir, hjúkrunar- kennari. VÍÐFÖRLI - 3

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.