Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 5

Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 5
Jón Guðmundsson, byggingarverk- taki, er mikill áhugamaður um náttúrufræði, sérstaklega fuglalíf, og hefur verið virkur félagi í ýmsum dýra- og umhverfissamtökum. Jón hefur vakið athygli fyrir um- hugsunarverðar athugasemdir varð- andi lífsgildi samtímans og svarar hér nokkrum spurningum Víðförla. Það vantar lög í þessu landi til verndar fóstrum ekki síður en tiiglseggjum „Áhugi minn á dýrum hefur leitt hugann að hinu nauðsynlega jafn- vægi í náttúrunni. Mér finnst í því samhengi að þessi friðunaralda fyrir ólíklegustu dýr gangi stundum út í öfgar, það er eins og menn séu fyrst og fremst að friða samvisku sína með því. Mér virðist nefnilega að það sé ákveðið samhengi með sívaxandi fóstureyðingum og dýrafriðunar- hreyfingum. Sögulega séð hefst hvorutveggja á sama tíma hér á Vesturlöndum, þ.e. uppúr 1970." Friðunarmál mega ekki verða tilfinningamál einvörð- ungu. Þetta er miklu stærra sam- hengi. Það þarf að vera hæfilegur fjöldi af hverri dýrategund svo að hún lifi vel og jafnvægið haldist. “ Sýnist þér ekki að hin nýju fugla- friðunarlög stuðli einmitt að þessu? „Þau eru á margan hátt mjög at- hyglisverð og þar eru mikil viðurlög til varnar sumum þeim fuglum — þó ekki öllum — sem nú gerast fátíðir. Þar eru t.d. hæstu sektarákvæði í ís- lenskum lögum. Ef menn ræna eggjum friðaðra fugla, svo sem anda eða ránfugla, eru viðurlög allt að ein milljón krónur. Þannig verndar lög- gjafinn eggið frá þeirri stundu að það er orpið og hefur þar með tekið af- stöðu til eggsins sem lögverndaðs lífs frá fyrsta degi. Það verður að gera ráð fyrir að mat sérfræðinga liggi fyrir um skilgrein- ingu á því lífi sem felst í fuglseggi. Það væri fróðlegt að heyra álit þeirra sömu manna á því hvort sama gildi um mannfóstrið. Er fóstrið maður eða eitthvað annað fyrstu 90 daga meðgöngunnar þann tíma sem það er réttlaust til lífsins samkvæmt nú- gildandi fóstureyðingarlögum eða a.m.k. framkvæmd þeirra. Réttlaust segi ég, því að það virðist nánast geðþóttaákvörðun móður á þeim tíma hvort það fær að lifa. Rétt- ur föðurs er fyrir borð borinn þegar taka skal ákvörðun um eyðingu fósturs. Nei, okkur virðist vanta lög til verndunar fóstrum til jafns við fuglana sem byggja landið okkar. Það þarf jöfnuð þar sem annars staðar. “ Hvað er að þínu mati svo ugg- vænlegt við núgildandi fóstureyð- ingarlög? „Ef ég væri af kynslóðinni sem kemst nú í gegnum fóstureyðingar- síuna og ætti ef til vill að finna minn siðferðilega grundvöll eftir svo sem 20—30 ár, teldi ég hugsanlega að kynslóðin sem eyðir fóstrum í dag hafi þar með markað ákveðna stefnu sem þróast í þá átt að taka aftur upp gamlar siðvenjur sem tíðkuðust á dögum útburðar eins og ætternis- stapann. Þá gekk gamalt fólk fyrir björg þegar illa áraði og ef það var ekki sjálfviljugt þá aðstoðuðu ætt- ingjar það til göngunnar. Ef farið er að granda lífi á annað borð, hvar á þá að stoppa? Verða ekki mörkin hreyf- anleg? Menn fara þá að missa réttinn til lífs þegar ákveðin félagsleg skil- yrði skapast, þetta hefur sagan sýnt, ekki síst á styrjaldartímum. Telur þú að svipaður hugsunar- háttur ríki varðandi fóstureyðing- ar? „Læknir sem starfar við sjúkrahús og verður að taka að sér fóstureyð- ingar, sagði við mig nýlega: „Ef ég verð kallaður fyrir rétt einhvern tíma síðar og spurður, hvers vegna ég hefði framkvæmt þessar fóstureyð- ingar, hvað gæti ég sagt? Ég gæti að- eins sagt að þetta væri viðtekin venja. En það sögðu þeir líka sem störfuðu við útrýmingarbúðir nas- ista. Það er jafn siðlaust að fram- kvæma fóstureyðingar í dag, eins og það var áður en þær voru gefnar svo til frjálsar. Þá var hinsvegar læknir- inn dæmdur glæpamaður og missti jafnvel starfsréttindi og æru fyrir að vinna slíkar aðgerðir." Þú telur að fóstureyðingar setji lækna í verulegan vanda? Rúmlega tveggja mánaða fóitur. „Löggjafinn setur fæðingarlækna í þá erfiðu stöðu og tvískinnung að eiga ýmist að bjarga lífi barns eða eyða því. Hvar stendur Hippokrates- areiðurinn gagnvart því lífi, fóstrinu, sem getur ekki tjáð sig sjálft. Tækni- framfarir læknavísindanna leggja sí- vaxandi siðferðislegar byrðar á læknastéttina sem var þó ærin fyrir. Manni finnst einmitt vera svo mikils- virði í umræðunni um fóstureyðingar að fóstrið er hið varnarlausasta af öllu lífi og getur ekki einu sinni tjáð sig. Það er oft sagt að karlmenn eigi ekki að fjalla um þetta mál, þetta sé alfarið mál kvenna. Að mínu viti er þetta fráleit hugsun. Þetta er mál mannkynsins, mál fóstursins ómálga. Þess vegna hljótum við sem flest að ljá því tungu okkar og vera þá í rauninni nafnlaus, því að það er fyrst og fremst fóstrið sem er að tala þegar fósturverndarfólk kem- ur því til varnar. “ Þegar kemur til fóstureyðingar, hefur það ekki hingað til verið vandi og ákvörðun móðurinnar fyrst og fremst? „Þjóðfélagið setur konuna í óaf- sakanlega afstöðu, hún þarf að taka ákvörðun um líf og dauða einstakl- ings. Það er oft gerð hörð hríð að dómgreind hennar af utanaðkom- andi aðilum, foreldrum, systkinum, barnsfeðrum, læknum. Ég veit um hrausta og hamingjusama konu úr sveit sem gekk með sjöunda óska- barnið sitt og öll fjölskyldan hlakkaði til komu nýja barnsins. Við læknis- skoðun var hún spurð að því, án til- efnis, hvort hún vildi ekki fóstureyð- ingu, sex börn væru væntanlega nóg. Konan varð miður sín við þetta tal, enda aldrei hugleitt slíkt sjálf." VÍÐFÖRLI - 5

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.