Víðförli - 15.05.1983, Síða 7

Víðförli - 15.05.1983, Síða 7
Oddur Albertsson tekur lagið með smáfólki. hans. Listamaðurinn hafði leikið sér að því að búa til einskonar horn úr hárlubbanum. Sérhver maður skynj- ar þannig listina út frá sínum eigin veruleika. Á sama hátt vitnar sér- hvert listaverk um það hvernig lista- maðurinn skynjar sitt umhverfi. Sagt er að listin túlki viðhorf til lífsins. Umræðan komst því af stað á sýningunni og heldur vonandi áfram. Listamenn næstu sýningar Smáfólkið sýndi að það hefur mikið vit á táknmáli ýmiskonar: Litum, formum, merkjum, líkingum og vill nýta hugmyndaflugið sem við sem eldri erum hræðumst svo oft að nota. En Kirkjulistarsýningin talaði sterkt til okkar ungu sýningagesta. Inntak sýningarinnar hefur haft mikið að segja fyrir þá sem og alla aðra, þar sem þarna var á ferðinni sérstök list, sem veitir okkur áræði til þess að þora að vona að við eig- um eftir að lifa marga Páska í viðbót saman á jörðinni okkar. Þessir ungu vinir mínir tjáðu þessa von á pappa- spjöldin sín og það var fagurt sköp- unarverk. Hver veit nema við munum sjá verk þeirra innrömmuð á næstu kirkjulistarsýningu. Fram á þessa öld bjó með einstakl- ingum og þjóðum Evrópu dulin en virk afstaða til mannlífsins: Menn viðurkenndu tilvist grundvallarlaga sem giltu um öll mannleg samskipti. Menn voru sér þess meðvitandi um guðleg lög og gildi, sem léðu öllu mannlífi tilgang og merkingu. Þessi vitund var að vísu sjaldnast tjáð í orðum, en hún stýrði afstöðu manna og athöfnum. Nú hafa þessi lög verið tekin af. í stað þeirra er komin hugsjón hags- munahópa um að ná fram glæstri framtíð fyrir hönd umbjóðenda sinna. Allt er metið til stundlegra gilda. Og sérhyggju nútímans eru ekki lengur hömlur settar innan heilagra vébanda eilífra laga. Farsæld lífsins er undir því komin, að í huga fólksins í landinu búi sam- eiginleg vitund um órjúfanleg lífsins lög sem enginn fái brotið án þess að hann rjúfi þar með samhengi tilver- unnar sjálfrar og lífkeðjuna í mann- félaginu. Þessi lífsins lög eru undirstaða allr- ar tilveru, skynsemdin sem stýrir samskiptum manna innbyrðis og tengslum þeirra við náttúruna og umhverfi sitt. Þau tengja mennina hinu æðsta guðlega lífi og samstilla fólkið við sjálfan tilgang lífsins. Séu þessi lög rofin, er lífstilganginum neitað og dauðinn heldur innreið sína í mannlegt samfélag. Til kjörstaðar á vélsleða og skíðum Fréttastofa hljóðvarps hafði viðtal við Vernharð Vilhjálmsson í Möðru- dal kosningadaginn 23. apríl sl. og kom fram, að hann fór á vélsleða 45 km leið á kjörstað að Skjöldólfsstöð- um. Og að honum heimkomnum Vitund um gnmdvallarlög lagði kona hans, Anna Birna Snæ- þórsdóttir af stað á vélsleðanum. Þau fóru samtals 180 km leið til þess að setja merki á seðil. Fréttamenn sögðu svipaðar sögur úr öðrum landshlutum og það er þess vert að spurt sé: Hver var sú vitund er bjó í huga manna og stýrði höndum og fótum um óvegi, frera og hjarn? Guðmundur Jónsson, hreppstjóri og formaður kjörstjórnar í Árnes- hreppi, býr í Munaðarnesi, nyrsta bænum á Ströndum og hafa snjóa- lög lokað inni bæinn í allan vetur. Hann lét heimilisfólk sitt kjósa utan kjörstaðar vegna ótryggs verðurút- lits, setti kjörgögnin á bakið og hélt af stað á skíðum . . . Hver skyldi hún hafa verið sú ómeðvitaða vitund er bjó með honum? Bar hann á bakinu helgan dóm? Svari hver fyrir sig. En líklegt má telja, að hér felist tilfinning fyrir heilagri skyldu: „Manni er uppálagt að ljúka þessu í dag“, sagði einn viðmælenda fréttamanns, mig minn- ir í Austfjarðakjördæmi. Um allt land þar sem torleiði var vildu menn allt á sig leggja til þess að vera þátttak- endur í þessari sameiginlegu athöfn þjóðarinnar, hver og einn vildi vera fullgildur. Hér býr dulin vitund um grund- vallarlög og andleg gildi lífkerfis mannlegra samskipta. Menn vita það núorðið um náttúruna, að ef lög hennar eru brotin, hefnir hún sín. En auk þess vita menn það á Ströndum og á Austurlandi, að lög lífkerfisins í mannlegri tilveru, lög skaparans og endurlausnarans, ljá öllu mann- lífi tilgang og merkingu. Þeir kenna börnum sínum dæmisögur Jésú, og á altaristöflu Kjarvals flytur Kristur þessi boð með Dyrfjöllin í baksýn. Þórir Kr. Þórðarson Kirkjuleg tákn SJÖARMA LJÓSASTIKA er fornt gyðinglegt tákn, sem kirkjan tók upp snemma á öldum. í gyðingdómi er hún tákn hinna sjö daga sköpun- arinnar en í kirkjunni hefur hún oft- ast táknað ávexti Adams, hin sjö sakramenti í kaþólsku kirkjunni, sjö daga vikunnar o.fl. í lútherskum kirkjum er algengast að hafa tvö kerti á altari. Þá vísar ljósið til hans sem sagði: „Ég er ljós heimsins." VÍÐFÖRLI - 7

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.