Víðförli - 15.05.1983, Síða 10

Víðförli - 15.05.1983, Síða 10
100 tonn af súd tú PóUands Á fundi kirkjulegra hjálparstofnana, sem hafa á hendi aðstoð við Pólland, er haldinn var í Póllandi seinni hluta apríl, var samþykkt að leggja fram fé til kaupa á 100 tonnum af síld til viðbótar við dreifingu í maí og nóv- ember. Hjálparstofnun kirkjunnar var falin öll framkvæmd málsins. Komið hefur í ljós að bæði síldin og kjötið sem Hjálparstofnunin hefur sent til Póllands hefur komið að miklu gagni og líkað vel. í ljósi þess lögðu Pól- verjarnir áherslu á að hluta af þeim peningum sem alkirkjuráðið hafi enn til ráðstöfunar, verði varið til kaupa á síld frá íslandi. Kemur þar einnig til að verðið á íslensku afurð- unum er mjög hagstætt og kostn- aður við dreifingu hefur reynst mjög lágur. Alvarlegt ástand en batnandi Á fundinum kom fram að ástandið í Póllandi hafi nokkuð batnað, þó enn búi fólk við þrengingar sem við á ís- landi eigum jafnan ekki að venjast. Mjög alvarlegt ástand er meðal aldraðra, sjúkra, barnmargra fjöl- skyldna og öryrkja, en þessir hópar verða illa úti í pólsku þjóðfélagi og hafa ekki lifibrauð. Kirkjan í Póllandi leggur áherslu á aðstoð við þetta fólk með stuðningi erlendra hjálpar- stofnana. Að loknum fundahöldum ferðuðust fulltrúar á stofnanir fyrir aldraða, sjúka, munaðarlaus börn og öryrkja, heimsóttu söfnuði og kynntu sér skipulag dreifingar á hjálpargögnum og fóru inn á alþýðu- heimili til þess að komast í sem nán- asta snertingu við þær aðstæður sem í Póllandi ríkja. Neyðarkjör ef aðstoð lýkur Að loknu þessu ári er allt óvíst um frekara hjálparstarf við Pólland þar sem peningar eru gengnir til þurrð- ar og hjálparstofnanir sjá ekki fram á möguleika til öflunar meira fjár. Pólska kirkjan upplýsti að pólska þjóðin myndi sýnilega búa við neyð- arkjör a.m.k. næstu tvö ár og hefði áhyggjur ef hjálparstarfi erlendis frá lyki um áramót. Frá Kirkjufræðslunefnd: — Að standa vörð uni fjölskylduna og eUa heimilið — ! Fyrirsögnin hljómar eins og kosn- ingaloforð eða tilvitnun í stefnu- skrá stjórnmálaflokks. Og hvað meina þeir með því? Þetta gæti líka verið úr ályktum frá kirkjunni. Og hvað meinum við í rauninni með því? Fermingum er víðast lokið á þessu vori og nokkur umræða hefur farið fram að venju um tengsl heimila og kirkju vegna fermingarinnar. I könn- un kirkjufræðslunefndar 1980 á fermingarstörfum í söfnuðum lands- ins var einmitt spurt um samstarf heimila og kirkju. Ein spurningin var: Á hvern hátt taka aðstand- endur þátt í fermíngarstörfunum? Aðeins rúmlega 40% gátu svarað þessari spurningu. Aðrir hafa trú- lega ekki átt annað samstarf en að sækja guðsþjónustur á fermingar- tímanum, sem auðvitað er mikils virði. Svörin sýndu því að um fjórð- ungur aðstandenda hafði sótt fundi með presti, miklu færri höfðu tekið þátt í kvöldvökum, ferðum með fermingarhópum eða opnað heimili sín fyrir hópnum. Allur þorri að- standenda kemur því lítið nærri fermingarundirbúningi barna sinna. Hið hefðbundna hlutverk þeirra virðist vera að halda sómasamlega veislu. Foreldrar í læri Víða erlendis er mikil áhersla lögð á þátttöku foreldra í fermingarstörf- unum og hafa þau reynst veiga- mikill þáttur í uppbyggingu safnað- arins. Foreldrar og börn vinna þá saman að hinum ýmsu þáttum ferm- ingarstarfanna, fræðslu, samfélagi, þjónustu og helgihaldi. Þar verður samstarf, sem er mikilvægt fyrir fermingarstörfin og eflir að sjálf- sögðu fjölskyldulífið. Er þar unnið gegn þeirri tilhneigingu jafnvel innan heimilis og áhersla lögð á fjöl- skylduna sem starfseiningu. Reynslan hérlendis sem erlendis hefur sýnt að foreldrar bregðast vel við því kalli kirkjunnar að starfa með henni við það að undirbúa barn þeirra undir fermingu. Prestar hafa tíðum uppgötvað það að þeir eru of ragir að fara fram á samstarfið. Vandinn hefur verið að finna starfi foreldranna eðlilegan farveg í ferm- ingrstörfunum, þar sem þeir geta verið óþvingaðir og börn þeirra líka. Reynslan hefur líka sýnt að mörg- um foreldrum finnst mikils virði að fá tækifæri til þess að rifja upp fræðin og velta hlutunum fyrir sér út frá persónulegri lífsreynslu og þroska. Fermingarstörfin verða því gjarnan foreldrafræðsla ekki síður en unglingafræðsla og verða þannig til eflingar heimilunum. Kirkjufræðslunefnd væri þakklát fyrir upplýsingar og ábendingar um samstarf heimila og safnaða í ferm- ingarstörfunum. Sérstaklega eru vel þegnar hugmyndir um heppileg verkefni á því sviði sem standa vörð um heimilið og efla fjölskylduna. Ingólfur Guðmundsson 10 - VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.