Víðförli - 15.05.1983, Síða 11
Skírn
Sigurbjörn biskup Einarsson hefur
skrifað texta þeirra fallegu bæklinga
sem útgáfan Skálholt hefur gefið út
til handa guðfeðginum og foreldrum
skírnarbarna.
Þess hefur verið farið á leit að
birta þessi tvö ávörp hér í blaðinu,
enda eru bæklingarnir afhentir við
sérstaka athöfn, skírnina og fara
því ekki fyrir sjónir almennings.
Sigurbjörn biskup hefur góðfús-
lega veitt leyfi til að endurprenta
þessi ávörp í Víðförla.
Hér birtist ávarpið til guðfeðgina,
en ávarpið til foreldra birtist í næsta
tölublaði.
Til Guðfeðgina
Barn er skírt af því Guð elskar það og vill votta því elsku sína.
Barn er skírt af því að foreldrar elska það og vilja fela það góðum Guði.
í skírninni játast Guð barninu í kærleika sínum og það mætir Guði í trausti
bamsins, borið uppi af trú og bæn, von og kærleika jarðneskra ástvina.
Guð vill að barnið njóti þess alls, sem Jesús Kristur hefur fyrir það gert
með lífi sínu, dauða og upprisu. Hann ánafnar barninu bróðurarf sonar síns,
tileinkar því ríki hans.
Astvinir þiggja og þakka þessa gjöf, færa barnið frelsaranum Jesú Kristi,
sem hefur boðið börnunum að koma til sín og falið kirkju sinni að skíra til
samfélags við sig og kenna þeim, sem skírðir eru, að þekkja sig og fylgja sér.
Heilög athöfn skírnarinnar er fólgin í þessu.
Skírnarvottar eru viðstaddir og eiga virkan hlut að helgi stundarinnar með
því að taka þátt í athöfninni, lofsöng hennar, játningu og bæn.
Þeir eru vitni að því, að Jesús Kristur helgar sér barnið að beiðni ástvina,
sem heita því þar með að ala það upp í trú á hann. Þeir eru vottar og fulltrúar
þess kærleika Guðs og manna, sem sameinast yfir barninu. Þeir eru trúnað-
armenn kristins safnaðar, sem tekur barnið í samfélag kirkjunnar.
En hlutverki þeirra lýkur ekki við skírnarathöfninni. Þeir eru tengdir barn-
inu til frambúðar. Þeir eru líka nefndir guðfeðgin (þeir eiga helst að vera af
báðum kynjum). Skírnin er fæðing, upphaf að lífi í samfélagi við Guð. Guð-
feðgin (þ.e. guðmóðir og guðfaðir) eru ekki aðeins vottar að þessu, þau taka
að sér andlegt móður- og föðurhlutverk gagnvart barninu. Guð treystir þeim
til þess að vaka yfir barninu í bæn, vekja og glæða og styðja til þroska trú-
arvitund þess, beina ljósi Guðs anda að sálu þess, svo að blundandi fræ eilífs
lífs dafni þar og beri ávöxt.
Guðfeðgin eru samverkamenn foreldranna í þessu. En ef barnið er eða
verður móður- eða föðurlaust taka guðfeðgin við þeirri foreldraskyldu, sem
skírnin felur í sér.
Þú sem hefur fengið þetta fagra hlutverk skalt þakka það og meta með
gleði.
Mundu skírnardaginn og minntu barnið á það árlega, hvað þá gerðist í lífi
þess, gjaman með því að gefa því eitthvað, sem minnir á Guð. Minnstu bams-
ins daglega í bænum þínum. Hjálpaðu því í hógvæmm kærleika og með
grandvöru dagfari til þess að hafa Guð fyrir augum, elska hann og biðja.
Hvettu það og styrktu með fordæmi þínu og mildri tilsögn til þess að sækja
kirkju og nota önnur tækifæri til þess að þroska trúarþel sitt, fræðast um
frelsara sinn og tengjast honum. Fylgstu með því, þegar farið verður að búa
það til fermingar. Gakktu með því til altaris.
Guð blessi þig og barnið, sem þú hefur falið honum og hann þér.
VÍÐFÖRLI -11