Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 12

Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 12
Sagnfræðingar segja að fá ártöl muni skipta máli í kirkjusögu þessarar aldar. Eitt af þessum fáu ártölum er þó 1948. Þann 23. ágúst það ár var Al- kirkjuráðið stofnað í Amsterdam og þar með komið ákveðið form á sam- starf kristinna kirkna. Þangað til hafði kirkjusagan ein- kennst af sívaxandi klofningi milli kirkjudeildanna, en með stofnun Alkirkjuráðsins var farið með fullum ásetningi að leita þeirrar einingar sem á að vera einkennandi fyrir kristna kirkju samkvæmt Nýja testa- mentinu. Sú einingarhreyfing sem leiddi til stofnunar Alkirkjuráðsins kallast á erlendum málum ekumeniska hreyf- ingin og hefur ekki fundist gott ís- lenskt orð fyrir það ennþá. Nafnið er dregið af gríska orðinu "oikoumene" sem þýðir nánast heimsbyggðin. Þessi hreyfing vinnur að samfélagi allra kirkna með tilliti til hins sameig- inlega vitnisburðar þeirra og þjón- ustu. Þetta var reynt að orða svo á heimsþingi Alkirkjuráðsins í Nýju Dehli á Indlandi 1961: „ Alkirkjuráðið er samfélag kirkna á grundvelli heil- agrar ritningar sem játa Drottinn Jesú Krist sem Guð og frelsara og leitast þess vegna við það í samein- ingu að vinna að sameiginlegu köll- unarverki til dýrðar Guði, föður, syni og heilögum anda. “ Forsaga En stofnun Alkirkjuráðsins gerðist að sjálfsögðu ekki upp úr þurru. Á síðustu öld voru stofnuð nokkur heimssamtök á „ekumeniskum" grundvelli s.s. KFUM, KFUK og Kristna stúdentahreyfingin. En fyrst og fremst var hvatinn á trúboðsakr- inum. Menn gátu umborið það að fjórar kirkjur væru á sama götuhorni í Englandi, en hvernig var hægt að út- skýra það fyrir nýkristnu fólki að kirkjan var svo klofin sem raun bar vitni. Þar eru menn annaðhvort kristnir eða ekki, umbúðirnar hurfu fyrir kjarnanum sjálfum, kirkjurnar urðu að starfa saman en ekki keppa saman. 1921 var stofnað alþjóðlegtkristni- boðssamband og samstarf jókst meðal þeirra sem fjölluðu um þær spurningar sem uppi voru um trú og kirkjuskipan og einnig þeirra sem sinntu ábyrgð kirkjunnar í málefnum samfélagsins. í fyllingu tímans komu fulltrúar frá 146 kirkjum í 50 löndum og stofnuðu Alkirkjuráðið. Kaþólska kirkjan var ekki með og er ekki enn, nema sem áheyrnarfulltrúi, en flest- ar ortodoxukirkjurnar hafa gerst fé- lagar. íslenska kirkjan var einn af stofnendum Alkirkjuráðsins. Hvað er í rauninni Alkirkjuráðið? Alkirkjuráðið er fyrst og fremst sam- félag kirkna. Það er engin yfirkirkja sem hefur yfir aðildarkirkjunum að segja. Hver aðildarkirkja heldur sér- Ferill Alkirkjuráðsins frá stofnun 1948. Heimsþingin 6 eru merkt með stærra letri, en mikilvægar ráðstefnur um margvísleg mál eru merkt með minna letri. 12- VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.