Víðförli - 15.05.1983, Side 13

Víðförli - 15.05.1983, Side 13
R A Ð I B DEILD 1 Trú og vitnisburður Kristniboð Kirkjan og þjóðfélag Samtal við önnur trú- félög. Guðfræðimenntun DEILD 3 Menntun oq endurnýjun Safnaðarlíf Staða kvenna í kirkju Æskulýðsmál Menntamál Biblfurannsðkni r DEILD 2 Réttlæti og þjðnusta Alþjóðamál Þróunarmál Barátta gegn kynþáttamisrétti F1ðttamannahjálp og neyðarstarf Stuðningur við fátækar kirkjur Kristnar hei1brigðisstéttir leika sínum og er ekki bundin af þeim yfirlýsingum sem meirihluti Al- kirkjuráðsins kann að samþykkja. Hinsvegar felst í orðunum samfélag kirkna, að kirkjurnar eru skyldugar að tala saman, hlusta hver á aðra, vinna saman hvarvetna þar sem menn telja sig ekki af samvisku- ástæðum verða að vinna út af fyrir sig. Ef hægt væri að tala um yfirvald innan Alkirkjuráðsins, væri það helst að finna í heimsþinginu sem haldið er 7. hvert ár og verður hið sjötta haldið í sumar í Vancouver í Kanada. Þar hittast 900 fulltrúar frá hinum 300 kirkjum sem aðild eiga og ákveða meginstefnu næstu ára. Stjórnarnefnd sem skipuð er 145 manns kemur svo saman árlega milli heimsþinga og hún kýs sér fram- kvæmdanefnd sem hittist oftar og fjallar um hin daglegu mál. Deildirnar þrjár Það er svipmikill Vestur-Indíamaður, Philip Potter sem er aðalritari Al- kirkjuráðsins og með honum eru þrír deildarstjórar. Ein deildin hefur yfir- skriftina: Trú og vitnisburður og þar er fjallað um kristniboð, boðun á heimaslóðum, samtal við önnur trú- félög og ennfremur tengsl kirkjunnar við samfélagið. Þar er ekki síst fengist við tengsl kirkjunnar við nú- tíma vísindi og tækni. Önnur þessara deilda ber svo yfir- skriftina: Réttlæti og þjónusta. Þar er fjallað um þróunarmál, flótta- mannahjálp, baráttuna gegn kyn- þáttamisrétti, stuðning við fátæka söfnuði og kirkjur, starf kristinna heilbrigðisstétta og ennfremur um alþjóðapólitik. Þriðja deildin er kölluð: Endurnýj- un og menntun. Þar er sýslað með menntunarmál, bæði guðfræði- menntun sem almenn menntamál, ennfremur um endurnýjun safnaða, kvennaguðfræði, æskulýðsmál og biblíurannsóknir. Deildarstjórarnir þrír eru frá þrem- ur ólíkum heimsálfum og kirkjudeild- um og er reyndar mikil áhersla lögð á það í Alkirkjuráðinu að hinir 200 starfsmenn komi sem víðast að og séu þannig sendiherrar heimakirkna sinna. Atkvæðamikil upplýsingadeild starfar ennfremur undir yfirstjórn aðalritarans, á hennar vegum er margskonar útgáfa bóka, blaða og útvarps- sem sjónvarpsefnis. Gagnrýni á Alkirkjuráðið Kirkjusögulega séð er Alkirkjuráðið ung stofnun. Samt sem áður má með sanni segja að það hefur haft veruleg áhrif til einingar kirkjunnar og til við- halds þeim verkefnum sem kirkjan hlýtur að sinna. En það hefur oft blásið um Alkirkjuráðið, ekki síst eftir heimsþingið í Uppsölum 1968. Þá var megináherslan sett á hinar félagslegu og stjórnmálalegu afleið- ingar fagnaðarerindis Krists og fannst mörgum þar of langt gengið. Síðasta heimsþingið var haldið í Nairobi, Kenya 1975 og kom þar glöggt í ljós hve staða kirkjunnar er að breytast í þriðja heiminum. Er kirkjuvöxtur þar víða mikill og kirkju- leiðtogarnir láta æ meir að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Varð aug- ljóst í Nairobi að Alkirkjuráðið er í raun alþjóðleg stofnun á borði ekki síður en orði. Þau vandamál sem steðja að kirkjum þróunarlandanna voru þar mjög í brennidepli, bæði þróunarmál, mannréttindamál og ekki síst vestrænt kristniboð í menn- ingarsamhengi þriðja heimsins. í kjölfar þessa heimsþings var efnt til tveggja ráðstefna um kristniboð, fyrst í Bangalore á Indlandi en síðar í Melbourne í Ástralíu. Kom þar fram mikil gagnrýni frá kirkjum þriðja heimsins á kristniboðsskilningi vest- rænna kirkjudeilda. Hefur þessi um- ræða borið verulegan ávöxt, jafnvel þar sem einróma samkomulag náðist ekki. Samtal kirkjudeilda innbyrðis Ekumeniska hreyfingin er ekki ein- vörðungu innan Alkirkjuráðsins. Vaxandi samræða fer nú fram milli heimssamtaka kirkjudeildanna. Má geta þess t.d. að nýlega var haldinn í Skálholti fundur lúterskra og orto- doxra kirkjuleiðtoga. Anglikanska kirkjan og lúterska kirkjan hafa stofnað til góðs samstarfs og svo má lengi telja. Hefur á síðustu árum náðst meiri guðfræðileg eining en margir höfðu þorað að vænta. En Alkirkjuráðið er í miðpunkti hinnar ekumenisku hreyfingar og þar með í kirkjusögu þessarar aldar. VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.