Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 7
er að skoða hann sem tegund, miklu frekar en verið sé að leita að svörum við megin- spurningum í dýrafræði.“ Drulla Við Þorleifur göngunr inn í herbergi þar sem ótal dollur eru á gólfi og uppi í hillum. Minnir helst á málningar- kompu og málningin í öllum þessum dollurn mundi eflaust nægja á tvö-þrjú félagsheim- ili. En í þessum dollum er ekki málning heldur botnsýni sem tekin hafa verið kringum þéttbýlisstaði á Vestfjörðum til að kanna mengun - þetta er „drulla“ eins og Þorleifur orðar það fremur óvísinda- lega. Undirritaður veltir fyrir sér hveit sé latneska fræði- heitið á drullu en kann ekki við að spyrja. Vísindamenn- irnir rannsaka drulluna í víð- sjá. Meðal annars var hér verið að rannsaka drullu af svæðinu þar sem fyrirhugaður varnar- garður við Seljaland á að koma. Það var hluti af um- hverfismati. Einnig eru hér m.a. sýni úr tjörnum nálægt Laugabóli íísafirði, sem verið er að rannsaka vegna fyrir- hugaðrar vegagerðar. Kynlíf sktítuormanna „Við erum að vinna með hryggleysingja, aðallegaskor- dýr og krabbadýr, öðru nafni pöddur“, segir Þorleifur og bendir á fjölda af glösum uppi í hillum. „Þetta heitir skötu- ormur, mjög sérkennilegt kvikindi sem lifir í pollum og vötnum upp um allar heiðar." Það rifjast upp fyrir undirrit- uðum að hafa ekki alls fyrir löngu lesið grein í einhverju blaði um þetta kvikindi. Og það kemur á daginn að það var í Mogganum í fyrra og höfundurinn var einmitt Þor- leifur Eiríksson og félagar. I dollunumáNáttúrustofuVest- fjarða eru nokkur þúsund slykki af skötuormi og þar eru höfuðstöðvar þess rann- sóknarhóps á Islandi sem einbeitir sér að skötuormin- um. „Ég er alltaf að hugsa um kynlífið", segir Þorleifur og á þar væntanlega við kynlífið hjá kvikindunum sem hann rannsakar. „Það er svo merki- legt að skötuormurinn getur bæði verið tvíkynja og „gert það“ með sjálfum séren einn- ig eru karlar þekktir. í þessu starfi hefur maður því miður ekki mikinn tíma til að sinna hugðarefnum af þessu tagi. Hér er meira um önnur verk- efni sem þarf að sinna, t.d. varðandi söfnun og dreiftngu upplýsinga, umhverfismat vegna fyrirhugaðra mann- virkja.“ Vill helst sitja og skoða ptíddur „Starfið hér er að langmestu leyti þjónusta. Því miður get- um við mjög lítið unnið í grunnfræðunum nema við fáum styrki. I fyrra fengum við sérstaka Ijárveitingu til grunnrannsókna á Horn- ströndum og núna fengum við meira. Þess vegna er talsvert hátt hlutfall af grunnfræði- störfum hér viðstofnunina um þessar mundir. En mengunar- rannsóknirnar eru að vissu leyti líka grunnrannsóknir. Þær eru samstarfsverkefni með heilbrigðisefti rl i ti nu hér á Vestfjörðum og á Sauðár- króki og Hollustuvernd ríkis- ins. Þarerum grunnrannsókn- ir að ræða að því leyti, að við erum að leita leiða til að rann- saka mengun og fylgjast með henni á einfaldan hátt með einskonar vöktunarkerfi. Því rniður gengur það hægt vegna fjárskorts. A svona stofnun verða að vera undirstöðurann- sóknir í gangi til að hún getið haldið áfram að þróast. En hér erum við mikið að svara fyrirspurnum um hin fjöl- breytilegustu málefni. Helst vildi ég sitja við víðsjána og skoða pöddur en í staðinn er maður í símanum að leysa úr einstökum málum.“ Hálft tonn af grjoti frá Steini Auk forstöðumannsins Þor- leifs Eiríkssonar, sem er í fullu starfi við Náttúrustofu Vest- fjarða, er Petrína Sigurðardótt- ir þar í hlutastarfi, bæði við náttúrustofuna og safnið. „Þegar safnið er opið þarf að vera manneskja þar og auk þess er mikil vinna við skrán- ingu gripa. Svo dæmi sé tekið er hérna inni í geymslu hálft tonn af grjóti frá Steini Emils- syni og það þarf að skrá það allt. Það verður að taka hvern stein og skrá allar upplýsingar um hann. Þegar einhverjir peningar fást aðstoðar hún líka við rannsóknarverkefni og situr þá gjarna við víðsjána. Það er vissulega kostur að geta samnýtt fólk til ýmissa verk- efna. Petrína er núna í rúmlega hálfu starfi og væntanlega mun það hlutfall aukast", segir Þorleifur. „Flækingaskuggi“ á Vestfjörðom Fuglasafnið mikla er nýtil- komið í Víkinni. Það var að stofni til keypt af einkasafnara en síðan hafa bæst í það fjöl- margir fuglar sem einstakl- ingar hafa gefið. Segja má að það hafi orðið til á síðasta vori en áður voru til eitthvað um tuttugu til þrjátíu fuglar. Þeir eiga það sanreiginlegt að hafa allir komið til fslands en ekki endilega til Vestfjarða. Sumir eru varpfuglar á íslandi en aðrir eru flækingar. „Það er annars lítið af flækingum á norðanverðum Vestfjörðum. Spörfuglar koma hér til dæmis mjög h'tið. Svæði á borð við norðanverða Vestfirði eru sögð í „flækingaskugga" vegna þess að hér er mjög fátt um flækinga“, segir Þorleifur. Vísindamenn sem „Dttast“ eldgos Undirritaður gerist heim- spekilegur og nefnir frétt í DV um daginn, þar sem sagt var að jarðvfsindamenn „óttuð- ust“ að eldgos væri að hefjast í Etnu á Sikiley. Þar hefur gosið með litlum hléum í þús- undir ára. - Ég hélt að náttúruvísinda- menn „óttuðust“ ekki að nátt- úran hefði sinn gang, heldur skoðuðu þeir hana án ein- hverra sérstakra tilfinninga með eða móti.Til dæmis hefði ég haldið, að þú værir hvorki „með“ né „móti“ engisprett- um heldur athugaðir þú ein- faldlega atferli þeirra með opnum huga og reyndir að skilja það... „Þetta er góður punktur. Þegar unnið er að rannsókn- um, til dæmis mati á umhverf- isáhrifum, þá reynir maður að lýsa hlutunum. En einn hluti af matinu er sá, hvort fyrir- hugað mannvirki mundi telj- ast fallegt eða ljótt. Þá er lfka spurt um afleiðingarnar af gerð mannvirkisins og menn geta óttast þær.“ Og við ræð- um lítillega um hinn kalda vísindamann og hinn hlýja unnanda náttúrunnar. Þessir tveir menn geta vissulega átt heima í sama skrokknum. Meira að segja ormar sem ver- ið er að rannsaka geta verið ákaflega fallegir! Nenni helst ekki að fara suður Eins og áður segir var Þor- leifur ráðinn forstöðumaður hinnar nýju NáttúrustofuVest- fjarða í ársbyrjun 1997 en kom ekki vestur fyrr en þá um vorið. Eiginkona og dóttir komu svo ekki fyrr en í árslok. „Si'ðan hef ég bara verið hér og nenni orðið helst ekki að fara suður. Ég þarf að vísu að gera það annað slagið." Náttúrustofa Vestljarða er þriðja náttúrustofan á landinu. Sú fyrsta er Náttúrustofa Aust- urlands í Neskaupstað, önnur í röðinni er Náttúrustofa Suð- urlands í Vestmannaeyjum og núna í febrúar var sú tjórða að fara í gang, Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi. Sú fimmta verður á Sauðár- króki og kemst í gagnið í haust. Loks verður ein enn einhvers staðar í Reykjanes- kjördæmi. Framtíðardraumur Ég staðnæmist enn við fugla himinsins sem nú sitja á safni í Bolungarvík. Þar eru þyrnisvarri, flekkugrípur, relluhegri og bjarthegri, barr- spæta og rúkragi, svartsvanur og hvítstorkur. Hvítabjörninn og blöðruselurinn eru þolin- mæðin uppmáluð sem fyrr. Tónlistarmaðurinn og bæjar- stjórinn Oli Kitt er stoltur af Náttúrugripasafninu og Nátt- úrustofunni. Og hann má vera það. Einhvern tímann í fyrra Ijóstraði hann upp þeim draumi sínum að komast upp- stoppaður og balsameraður á safnið í fyllingu tímans. Þá mætti hafa merkimiða í bandi um hálsinn líkt og var á blöðruselnum hér um árið. Og líklega passaði betur að hafa gripinn í sjálfu Ráðhúsinu. „Pétur, þ.e. klettur..." Það eru annars merkileg nöfnin á helstu steinasöfnur- um Islands. I Bolungarvík var það Steinn, fyrir austan er það Petra. Nafnið Pétur þýðir steinn eða klettur og kven- kynsmynd þess er Petra eða Petrfna. Og hvað heitir hún aftur, konan sem vinnur við greiningu steinanna hans Steins á Náttúrustofu Vest- tjarða? Hér er surtarbrandur frá Brjánslæk, úr Steingrímsfirði og Breiðhillulaginu í Stiga- hlíð. Hér eru óteljandi egg, allt frá örsmáu steindepilseggi og upp í álftaregg. Hér eru útlendar steindir eins og krýó- lít frá Grænlandi og asbest frá Uralfjöllum. Rauðbrystingur- inn er hér líka. Hann er um- ferðarfugl á íslandi og kemur hér við á leið til Grænlands. Hann varð Iandsfrægur fyrir nokkrum árum þegar unnið var að úttekt á lífríki Gils- fjarðar vegna fyrirhugaðrar þverunar fjarðarins. Gilsfjörð- urinn er fjölsóttur áningar- staður rauðbrystingsins. Að lýsa bragði Hér getur að líta eina af dagbókum Steins Emilssonar, svo og mynd af honum við jarðfræðiathuganir. Urtubörn hvíla á útskerjum, ef nota má svo hátíðlegt orðalag um sýn- ingarskápaásafni. Músvákur, haförn, gunntalki, turnfálki, smyrill, eyrugla og brandugla sitja um bráð. Það er eiginlega út í hött að skrifa um Náttúrugripasafnið í Bolungarvfk. Það er eins og að lýsa bragðinu af nautasteik eðageitaosti eða Iitbrigðunum hjá Svavari Guðnasyni. Hér gildir hið fornkveðna: Sjón er sögu ríkari. - hþm. Fréttaflutningur! Margt hefur gengið á undanfarið. Vesttirðir hafa ekki farið varhluta af þvf. Eðlilega hafa fjölmiðlar sagt frá. Það er skyida tjötmiðla í lýðræðisþjóðfélagi að upplýsa neytemlur sína um atburði líðandi stundar. Það hendir ofl að atburðum eru gerð skil þannig að einungis er litið á yfirborðið. ekki er gerð tilraun til að sjá hvað undir býr. Fjölnjíðlar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það ræðst ekki síst af starfsmönnum. Hver hefur sill sjónarhorn. Auk þess er þeinr ætlað að sinna ótrúlega yfirgrips- miklum verkefnum á skömmum tíma. Tækifærin til að skyggnast undir yfirborðiðeru fá. Engu að síður er það hlutverk fréttamanna að velta við steinum og sjá hvað undir býr. Fréttir héðan að vestan hafa verið nokkrar síðustu daga og vikur. Þær hafa verið ..neikvæðar”. af snjóflóðum og minnkandi atvinnu. Störfum er að fækka við flutning alvinnustöðva úr hér- aðinu. En átök hafa verið nokkur og ber að minnast verkfalls í júní 1997. Átök voru þá hörð. Verkalýðshreyfingin laldi sig vera að verja sinn hlut. Á það skal ekki lagður dómur hvort rétt var að verki staðið. Ef rifjað er upp það scm sagt var og gert þá, kemur f Ijós að viðbrögðin við hörk-unni voru misjöfn. Því ska! heldur ekki gleymt að atvinnurekendur forðast þau lönd þarsem átök eru mikil af hálfu launafólks. Jákvæðu fréltimar í síðustu viku voru af því. að snjóflóðavarnir yfirvalda hafa sannað sig, að minnsta kosti svo langt sem það nær. Neikvætt? Iðulega kvarta íbúar Veslljarða undan neikvæðum fréttaflutningi. Það er rétt að margl neikvætt heyrist héðan. Enn skal ítrekað að fjölmiðlarnir búa ekki til fréttirnar, að minnsta kosli ekki tilefnið. Mörgum ætti því að vera hollt að líta í eigin barm, áður cn gagnrýni á fréttir og fréttamenn er sett fram. I júní 1997 var sagt frá því í fréttum. að félagar í verkalýðsfélögum á Vestfjörðum beitlu aðferðum, sem þóttu f sumum tilvikum einkennast af ofbeldi. Fjölmiðlarnir áttu cnga sök á tilefninu. Hinu var ekki að lcyna að öðrum þótti lítið skyggnst bak við tjöldin og sagl frá því hvers vegna barist var með hörku og valdi beitt. Vestfirðingar eru fljótir að reiðast og tinnst oft á sinn hlut hallað og taka á móti af fullum þunga. Þeirri spurningu er varpað hér fram hvort sú aðferð sé alltaf réttlætanleg? Hörð náttúra og óvægin hefur sjálfsagt sitt að segja í þessum efnum. Baráttan fyrir lílinu var ótrúlcga hörð á Vestfjörðum. En nú eru aðrir lím ar. Rök og þekking duga betur en aflið eitt og sér. Allir tjölmiðlarnir sögðu frá því, að snjóflóðavarnargarðar á Flateyri hefðu sýnt gildi sitt. Til viðbótar var sagt frá því, að íbú- ar hefður verið glaðir og ánægðir vegna þess að þeir hefðu feng- ið sönnun fyrir gildi garðanna. Þetta var jákvætt og sýnir öðru fremur, að minnsta kosti í þessu tilviki að fjölmiðlar eru ekki alltaf neikvæðir. Þeir eiga enda að vera spegilmynd samfélagsins. Rækilega var sagt frá áliti séifræðinga á snjóflóðahættu í Bol- ungarvík, tillögu að varnarvirkjum, skurðinum stóra, og óánægju íbúa með rýmingarákvarðanir Veðurstofu. Þarna var einfaldlega verið að enduróma skoðanir, Bolvikinga og sérfræðinganna. Afstaða heímamanna Vestfirðingar geta ráðið nokkru um að koina á framfæri óbrengluðum tíðindum úr héraði. Mjög mikilvægt er að senda lilkynningar um það sem er að gerasl. Flestar slfkar hljóta litla náð fyrir augum fréttahaukanna. Einmitt þess vegna er enn brýnna ð vinna þær vel og faglega. Um leið er mikið undir ráð- andi mönnum komið hvernig og hvenær cr sagt frá atburðum og ckki síst með hverjum bætti. Það er ef til vill ein leið að stofna eins konar huldurher Vest- firðinga til að lyfta ímyndinni. Á það skal ekki lagður dómur hér. Tiltækið mun dæma sig sjálft. Hitt hefði verið sönnu nær að ráðamenn, hverjir á sínum stað, fyndu hjá sér hvöt til að upplýsa umbjóðendur sína og aðra landsmenn um þau verkefni sem við er að fást hverju sinni. Hugsanlega fer þclta saman við hugmynd- ina um „hulduherinn”. Miklu brýnna er að forsvarsmenn sveitar- félaga og atvinnufyrirtækja átti sig á þeirri staðreynd, að þeir búa í nútímaþjóðfélagi og bera skyldur. Þær eru helstar að veita upplýsingum út f samfélagið. Almenningur á ekki að þurfa upplýsingalög og stjórnsýslulög til að fá upplýsingar um það sem kjörnir og ráðnir fulltrúar eru að fást við í umboði hans. Oftast er það reyndar heint á kostnað hins sama almennings. Nauðsynlegt er að liafa hverju sinni tiltækar upplýsingar um það sem verið er að gangrýna. Almenningur ætli því að kynna sér hetur báðar hliðar málsins áður en fjölmiðlar eru gagnrýndir fyrir neikvæðan fréttaflutning. Það skyldi þó ekki vera svo, að stundum þyrftu fjölmiðlar að ganga fast eftir upplýsingum. svo ekki sé dýpra í árinni tckið. Hér er varpað fram þeirri hugmynd, að áður en hulduherinn verði allur virkjaður og sýndur verði efnt til ráðstefnu. fjölmiðla- manna, fulltrúa gagnrýnenda neikvæðarar fréttamennsku, sveit- , arstjórnarmanna og foringja hulduhersins um fréttaflutning af Vestfjörðum. Um leið og menn skiptast á skoðunum, týna til dæmi og gagnrýna hvern annan, mætli ef til vill bæta samskipti og opna okkur öllum betri sýn á núti'ma samfélag á Vestfjörðum. - Sltikkur. MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.